fbpx

ÞVÍLÍK BREYTING

EldhúsHeimiliPersónulegt

Nei ég segji bara svona, þetta er ekki nema örlítil breyting frá því síðast. Nema það að Hans Wegner teikningin mín er búin að fara upp á vegg og aftur niður, því miður, festingin losnaði svo að myndin hrundi niður á gólf og glerið brotnaði að hluta. Einnig snéri ég borðinu sem mér finnst gera heilmikið fyrir rýmið og  í fyrsta sinn er ljósið þá yfir miðju borðinu þ.e.a.s. þegar sjötti stóllinn er inni í geymslu:)

…ég er alltaf að mana mig að birta oftar myndir héðan heima, en heimilið mitt virkar eðlilega ekki sjúklega spennandi fyrir mig sjálfa þar sem ég sé það á hverjum degi og þá verður allt svo ‘venjulegt’. Mér finnst magnað að lesa sumar bloggsíður þar sem myndir eru birtar eftir hverja einustu litlu hreyfingu á hlutum heimilisins, en lesendurnir virðast sem betur fer kunna að meta það:)

Vonandi var helgin ykkar góð!

KLIFURKISI

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Helga

    11. August 2013

    Hvaða ljós er þetta? Það er sjúklega flott.

  2. Bára

    11. August 2013

    Svo ótrúlega fallegt eldhús Svana ! Stólarnir ekkert smá skemmtilegir <3

  3. Elísabet Gunn

    11. August 2013

    Hvenær fæ ég að koma í kaffibolla í þetta fallega eldhús ! Alltaf svo mikið með þetta.

    • Svart á Hvítu

      11. August 2013

      Heyrðu elskan, þú ert náttla aldrei á landinu;) Mi casa su casa, þú ert ávallt velkomin í kaffibolla.

  4. Ásdís

    11. August 2013

    Hvaðan er borðið ef eg ma spyrja ? :)

    • Svart á Hvítu

      12. August 2013

      Þetta er einhvað gamalt danskt tekkborð sem ég fékk á markaði:) Sé stundum svona til sölu á fb sölusíðum eins og t.d. húsgögn retro.

  5. A

    12. August 2013

    rosa fínt stólamix

  6. Helga Eir

    12. August 2013

    Elska svona “heima” myndir – gefur manni svo mikinn innblástur :)

  7. S

    12. August 2013

    Gaman að svona persónulegum færslum. Alltaf gaman að sjá heima hjá þér eða jafnvel innlit hjá vinum og vandamönnum sem eiga hugguleg heimili :)

  8. Jóna

    13. August 2013

    Hvaðan er stóllinn til hægri við vegginn með myndinni?
    Annars er þetta æði :)

    • Svart á Hvítu

      13. August 2013

      Hann heitir chair one og var keyptur í Epal, mig minnir að hann hafi verið á útsölu:)