Nei ég segji bara svona, þetta er ekki nema örlítil breyting frá því síðast. Nema það að Hans Wegner teikningin mín er búin að fara upp á vegg og aftur niður, því miður, festingin losnaði svo að myndin hrundi niður á gólf og glerið brotnaði að hluta. Einnig snéri ég borðinu sem mér finnst gera heilmikið fyrir rýmið og í fyrsta sinn er ljósið þá yfir miðju borðinu þ.e.a.s. þegar sjötti stóllinn er inni í geymslu:)
…ég er alltaf að mana mig að birta oftar myndir héðan heima, en heimilið mitt virkar eðlilega ekki sjúklega spennandi fyrir mig sjálfa þar sem ég sé það á hverjum degi og þá verður allt svo ‘venjulegt’. Mér finnst magnað að lesa sumar bloggsíður þar sem myndir eru birtar eftir hverja einustu litlu hreyfingu á hlutum heimilisins, en lesendurnir virðast sem betur fer kunna að meta það:)
Vonandi var helgin ykkar góð!
Skrifa Innlegg