fbpx

ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR Á AMBIENTE

Íslensk hönnunUmfjöllun

Ég hitti hina dásamlegu Þórunni Árnadóttir í dag á Ambiente en hún er að sýna Pyro Pet kertin -eða kisukertin eins og ég kýs að kalla þau. Kertin hafa vakið mikla athygli og á þessum stutta tíma sem ég stóð með henni að spjalla þá komu fjölmargir til að forvitnast og m.a. blaðakona frá Mocoloco vefsíðunni. Þórunn er að sýna á svæði sem kallast Young and trendy í höll 11 (besta höllin), en þar mátti sjá nokkra unga hönnuði sýna verk sín. Hún sýnir einnig Sasa klukkuna sem flestir kannast við ásamt prótótýpum af litlum og sætum fuglakertum sem eru á leið í framleiðslu og voru frumsýnd á Ambiente!
Screen Shot 2014-02-10 at 8.38.48 PMScreen Shot 2014-02-10 at 8.38.25 PM

Hér að neðan má sjá fuglana, símamyndavélin var þó eitthvað að stríða mér, -betri mynd þegar ég næ að tæma myndavélina.

Þórunn sagði mér að hugmyndin væri sú að það kæmi sítrónulykt af fuglinum sem fælir moskítóflugur í burtu, því væri tilvalið að hafa nokkur fuglakerti í garðpartýinu, -þvílík snilld!

Screen Shot 2014-02-10 at 8.41.13 PM

Það styttist í að kisukertin komi í sölu, en þau verða seld í Spark design space á Hönnunarmars.

Og svo dugar ekkert minna en heimsyfirráð með þessi sætu kisukerti!

 

KAUP DAGSINS

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Þórunn Árnadóttir

    10. February 2014

    Takk kærlega Svana, gaman að hitta þig! <3 (P.s. Það er næstum eins og ég sé með kisueyru á myndinni!)

    • Svart á Hvítu

      10. February 2014

      Hahaha sé það núna!! :)
      Sömuleiðis, mjög gaman að hittast svona í útlöndum! Gangi þér vel á lokasprettinum.. ég er komin með blöðrur á fæturnar eftir allt þetta labb og ætla ekki að leggja það á mig að kíkja aftur á morgun fyrir flugið mitt!
      -Svana

  2. Hilrag

    20. February 2014

    ég þrái þessi kerti – verð að fá þau inn í líf mitt.. viltu plís láta mig vita um leið og þau lenda í spark? xx