fbpx

ÞEGAR PENINGAR ERU ENGIN FYRIRSTAÐA…

HeimiliHönnun

…þá kaupir maður sér sex stykki af bleikri Sjöu á gullhúðuðum fótum sem kemur í takmörkuðu upplagi. Jú það er bara þannig! Mynduð þið ekki líka gera það:) Stykkið kostar ekki nema 98.500 kr. En án alls gríns, þá er þessi íbúð ofsalega smekklega innréttuð, yfir borstofuborðinu hangir Zettel ljós eftir Ingo Maurer meistara ljósahönnunar, það er í raun ótrúlegt að það fari ekki meira fyrir hönnun hans hér á landi. Það er reyndar afar lítil verslun sem selur hönnun hans en þar er að finna marga gullmola, það eru Ítölsk ljós í Síðumúlanum, (þetta er sko engin auglýsing) mér finnst mér hreinlega bera skylda að upplýsa ykkur um svona lagað. Innbúið er að öðru leiti mjög vandað og augljóslega innanhússhönnuður sem vann þetta verk, enda afar smekklegur frágangur og innréttingar. Superfront hurðarnar á skenknum sem stendur á ganginum vekur athygli, ég hef áður fjallað um það fyrirtæki en þau sérhæfa sig í stökum “frontum” til að setja á Ikea húsgögn, algjör snilld!

grey4-683x1024grey3-1024x683

Þessi borðstofa er afar falleg

grey6-1024x683 grey5-1024x683SFDCEAF80B88C0644998AC432432E687C55_2200x grey1-1024x683SFD81BA114E3AAB4EB598C5E3830F37340E_2200x

Hér sést skenkurinn með Superfront hurðunum, þvílíkt flott!

grey8-1024x683SFD6C8879024A2B494B8614EFFDD95AEB0F_2200x SFDFE41E3F0C5B34F3FBD00D8D6A5E3313B_2200x

Myndir via Fantastic Frank 

Þarf ég að segja það…. þetta er sænskt! Næsta innlit verður eitthvað svakalega framandi;)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

VERSLAÐ: GLAMÚRINN ALLSRÁÐANDI

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Sveindís

    23. September 2015

    Æðislegt heimili, vá!
    En veistu hvaðan svarta fatahengið er?

  2. Berglind Friðriksdóttir

    23. September 2015

    Veistu hvort að það sé hægt að panta og koma svona superfront hurðum einhvernveginn til Íslands?

    • Svart á Hvítu

      23. September 2015

      Þeir senda því miður ekki hurðarnar, bara smáhlutina:/ Það sakar þó ekki að prófa að senda á þau póst og spurja, segja þeim að það sé svaka áhugi fyrir þeim hér heima:) Kannski eru þau ekki búin að fatta okkur haha
      -Svana

  3. Fjóla

    23. September 2015

    Vá!! Þetta er ekkert smá geggjað heimili!! Svo bjart og fallegt.

  4. Hlín

    25. September 2015

    Hefur þú hugmynd um hvaðan borðstofuborðið kemur?

    • Svart á Hvítu

      26. September 2015

      Nei því miður, en það lítur út fyrir að vera úr harðvið, gæti verið sérsmíðað. Getur pottþétt blikkað einhvern húsgagnasmið að smíða svona:)