fbpx

VERSLAÐ: GLAMÚRINN ALLSRÁÐANDI

Fyrir heimiliðVerslað

Ef það eru einhverjir litir sem ég verð aldrei þreytt þá er það svartur og gylltur og sérstaklega þegar þeim er blandað saman, útkoman verður alltaf mjög glæsileg og svo er þetta alveg tilvalið lúkk svona þegar hausta tekur. Núna er nefnilega alveg tíminn til að setja heimilið í haustbúninginn, það er svosem misjafnt hversu miklar breytingar við gerum, en ég hef hitt konur sem umbreyta stofunni sinni og skipta út öllum púðum, teppum og kertum fyrir hver árstíðarskipti. Á meðan aðrir láta sér nægja að kveikja á fleiri kertum og bæta við einu kósý teppi til að kúra undir, jújú við erum sem betur fer öll ólík. Ég tók saman nokkra hluti fyrir heimilið í þessu svarta & gyllta útliti, dálítill stæll á þessum hlutum, og þessi blessaði ananas hefur ekki ennþá yfirgefið óskalistann minn eins og þið sjáið, þetta er bara orðið tímaspursmál hvenær hann kíkir hingað heim:)

 

Screen Shot 2015-09-21 at 18.29.30

 

 

1. Ofursvalur vegglampi, sjá hér. //  2.Vírakollur, 45.900 kr. // 3. Kertastjaki úr brassi, 8.990 kr. // 4. Ananas, 14.990 kr.// 5. Svartur púði, 32.990 kr. // 6. Gyllt bókastoð, 16.990 kr. // 7.  Cucu klukka, 27.900 kr. // 8. Kertastjaki úr brassi, 16.900 kr.

Ég blanda venjulega saman hlutum héðan og þaðan, en ég gleymdi mér smá í gærkvöldi og því eru allir hlutirnir hér að ofan frá versluninni Módern.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

1 ÁRS AFMÆLIÐ

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Húsasund

    22. September 2015

    Þessi kollur er virkilega flottur, gæti jafnvel hentað sem hliðarborð. Ertu með hlekk á síðuna, finn hann hvergi þar :)

    .diljá

  2. Eva

    23. September 2015

    hæ Svana, ananasinn er kominn í Módern! bkv. E