fbpx

The Uniform Project

DIY
Sheena ákvað í Maí 2009 að klæðast sama svarta kjólnum í heilt ár til að safna pening til styrktar börnum í Indlandi til að sækja skóla.
Í dag eru um 7 milljónir barna í Indlandi sem hafa aldrei stundað nám.
7 nákvæmlega eins kjólar voru reyndar saumaðir handa Sheena
svo að hún færi nú ekki að lykta.
Á hverjum degi breytir hún lúkkinu og notar til þess fylgihluti, skó, sokkabuxur og klæðist öðrum flíkum með. Hægt er að styrkja hana með því að senda til hennar notaða fylgihluti sem við notum ekki ennþá eða leggja inná reikninginn pening. Þegar verkefninu er lokið verða allir fylgihlutirnir boðnir upp og peningurinn fer til styrktar barnanna.

Mér þykir þetta verkefni alveg hreint magnað.
Auðvitað er besti parturinn að það er verið að hjálpa þessum börnum,
En líka að sýna okkur að við þurfum ekki eeeeendalaust að kaupa okkur nýtt og nýtt!
Ef við eigum bara einn “the little black dress” þá ættum við að geta klæðst honum á svo óendanlega marga vegu að við varla þurfum annan kjól! (þótt það sé alltaf gaman)






Á hverjum degi póstar hún myndum af lúkki dagsins svo ég mæli með að kíkja á síðuna hennar, skella henni í favorites og fá innblástur frá henni alveg þangað til í Maí 2010!


-S

axlaskart

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Anonymous

    2. November 2009

    ótrúlega sniðugt!
    Frábær síða stelpur!

  2. Anonymous

    2. November 2009

    Hver á þessa síðu? ;)
    Kv. Karen Lind

  3. Anonymous

    3. November 2009

    Þetta er alveg snilldar hugmynd. Gæti nýst mér vel…sem er alltaf í sömu fötunum.
    Kv. mútta

  4. Rakel

    3. November 2009

    Við heitum Rakel og Svana, erum úr Hfj… :)

  5. Anonymous

    3. November 2009

    Snidug pía! geggjud hugmynd og hún er fáranlega kúl á øllum myndunum:)

  6. Sigrún

    3. November 2009

    úbbs gleymdi nafni…

  7. Mútta

    6. November 2009

    Þetta er það flottasta sem ég hef séð. Fer inn á hverjum degi til að skoða.