fbpx

axlaskart

DIY
Það er afar heitt í dag að vera með axlaskart. Mér þykir það allavega mjög flott, en flestir jakkarnir sem ég hef séð í búðum eru fokdýrir, þess vegna er um að gera að setjast við eldhúsborðið og föndra smá!!:)

Það eina sem þú þarft að gera er að redda tveimur axlarpúðum í lit að eigin vali (oftast í stíl við jakkann þinn) og kíkja í bíltúr í Föndru eða aðrar hannyrðabúðir og kaupa skrautið sem þú munt síðan festa á sjálf.
-Fjaðrir, perlur, kögur, pallíettur, borðar, keðjur og so on…
Áhöld sem þú munt þurfa eru títiprjónar, skæri, nál, tvinni og jafnvel lím!

Svo er bara um að gera að koma sér að verki með smá hugmyndarflug að vopni
og TADA þú verður aðal töffarinn í bænum;)


-S

Tvílitar sokkabuxur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anonymous

    2. November 2009

    Líst svo ótrúlega vel á ykkur – hrikalega skemmtileg síða!
    Knús /Guðrún María