fbpx

TEEMA FRÁ IITTALA FAGNAR 70 ÁRA AFMÆLI MEÐ SPLUNKUNÝJUM LITUM

HönnunKlassík

Í ár eru 70 ár síðan að Teema kom á markað og af því tilefni þá voru þrír nýjir litir kynntir til leiks; linen, vintage blue og vintage brown. Þess má geta að litirnir eru innblásnir af Kilta sem kom á markað árið 1952 en árið 1981 breyttist Kilta í Teema. Línan þótti nýstárleg og öðruvísi á sínum tíma en þykir klassísk og tímalaus í dag.

Nýju litirnir í Teema línunni passa einstaklega vel við aðra liti sem eru nú þegar til í línunni. Það kemur líka skemmtilega á óvart hvað nýju litirnir í Teema línunni koma vel út þegar þeim er blandað saman annan borðbúnað frá Iittala s.s. Essece, Kastehelmi og Taika.

Ég er sérstaklega skotin í linen litnum og held að hann muni passa einstaklega vel við bleika Teema stellið sem ég á fyrir.

Teema  borðbúnaðarlínan frá Iittala var hönnuð af Kaj Franck árið 1952. Vörulínan er í senn einföld, fjölhæf, endingargóð og tímalaus. Stellið er fáanlegt í nokkrum litum sem gaman er að raða saman og hún blandast einnig mjög vel með öðrum borðbúnaðarlínum frá Iittala. 

Sjá úrvalið hjá ibúðinni en vörurnar fást einnig hjá öllum Iittala söluaðilum.

FRÁBÆRAR HUGMYNDIR Á GUÐDÓMLEGA FALLEGU HEIMILI

Skrifa Innlegg