Það eru aðeins nokkrir dagar í það að samstarf Ikea og HAY verði frumsýnt en 5. október er dagurinn! Ef þið eruð með augun á ákveðnum hlutum þá mæli ég með því að mæta tímalega til að tryggja ykkur það sem ykkur langar í, ef ég væri á landinu á fimmtudaginn 5. október þá yrði ég sú fyrsta til að mæta. Ég held sérstaklega mikið upp á bæði hönnunarfyrirtækin og á ýmislegt frá báðum aðilum og varð yfir mig glöð þegar ég fyrst frétti af þessu samstarfi. Ikea x Hay línan inniheldur glæsilegt úrval af vörum, stærri húsgögn, sófar og stofuborð ásamt skrautmunum og þar má einnig nefna klassíska Ikea pokann í nýjum litum.
“Þó að IKEA og HAY starfa innan sama geira, snérist samstarfið ekki um að sameina tvo andstæðinga, heldur nýta sköpunargáfu og reynslu í sterku samstarfi. IKEA er með yfirgripsmikla þekkingu á framleiðslu, en HAY hefur ástríðu fyrir hönnun og YPPERLIG er niðurstaða þessarar samvinnu. Þegar vandamál komu upp á meðan samstarfinu stóð voru þau leyst á fljótlegan og auðveldan hátt – og í anda IKEA átti það sér iðulega stað á verksmiðjugólfinu. Í gegnum ferlið voru fyrirtækin tvö stöðugt að ögra hvort öðru, stöðugt að fínpússa hverja vöru þar til báðir aðilar voru ánægðir. Niðurstaðan er vörulína full af stílhreinum hversdagsvörum hönnuðum til að vera notaðar og elskaðar ár eftir ár.”
Myndir: Ikea og Livet Hemma
Þetta samstarf er algjör draumur og heldur betur biðarinnar virði. Sófinn á síðustu myndinni kemur vissulega ekki á næstu mánuðum en hann varð að fá að fylgja með enda algjör meistarasmíði. Ég er með augun á nokkrum hlutum, og er spennt að sjá hvort eitthvað verði eftir þegar ég kem aftur heim úr ferðalaginu. Ég krossa fingur x
Skrifa Innlegg