fbpx

SVÖRT & TRYLLT FEED ME SKÁL VÆNTANLEG

Íslensk hönnunÓskalistinn

Feed me skálin er í miklu uppáhaldi hjá mér og er núna væntanleg í fallegri svartri útgáfu. Skálin er eftir uppáhalds Önnu Þórunni mína, vöruhönnuð með meiru sem er einnig ein yndislegasta manneskja sem ég þekki sem leggur þessa stundina mjög hart að sér að vinna við draumastarfið sitt. Að hanna fallegar vörur sem henni er svo sannarlega að takast.

Núna spyr ég bara… má eiga tvær ♡ eina hvíta og eina svarta!

Þessi svarta er komin á óskalistann og fær að skreyta mitt næsta heimili – sem verður vonandi sem fyrst. Ég get líka ekki beðið eftir að hafa pláss fyrir Cowboy spegilinn minn frá Önnu Þórunni sem ég bíð spennt eftir að fái að njóta sín á þessu draumaheimili sem ég tala stundum um haha… segi ykkur betur frá því innan skamms. En svört Feed me skál er hinsvegar væntanleg eftir um 3 vikur – ég leyfi ykkur að fylgjast með.

Íslensk hönnun – já takk!

LITA & GLEÐIBOMBA Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Margrét Ólafsdóttir

  9. July 2018

  Hæhæ,

  Mig langaði svo að forvitnast hvort þú mælir með þessum sófum frá IKEA? Eru þeir þæginlegir og hvernig er að þrífa þá?

  Kv.
  Magga

  • Svart á Hvítu

   9. July 2018

   Ég er mjög hrifin af mínum, blettahreinsa alltaf um leið og eitthvað fer í hann og það er ekkert mál. Hef þó einu sinni tekið allt af honum og farið með í hreinsun til að ná öllu, og hann lítur mjög vel út:)
   Sófinn minn er auðvitað mjög ljós, var með gráan Karlstad áður og það var 0 vinna við hann… held ég hafi aldrei þrifið hann haha.