Á svona köldum snjódegi er alveg tilvalið að starta smá jólaleik þar sem hægt er að vinna hlýan trefil frá Vík Prjónsdóttur. Flest okkar þekkjum Verndarhendurnar, treflana sem hafa heldur betur slegið í gegn á Íslandi og mörg okkar eigum jafnvel einn eða jafnvel tvo slíka, nýju treflarnir Vængirnir gefa hinum þó ekkert eftir og eru alveg gullfallegir! Þeir eru úr 100% íslenskri ull sem er ein sú hlýasta í heiminum og eru þeir því alveg sjóðheitir.
Vík Prjónsdóttir hefur lengi verið eitt af mínum uppáhalds íslensku hönnunarmerkjum, ég á einmitt frá þeim Verndarhendur (trefil) og einn stóran Verndarvæng (teppi) og var nýlega að eignast nýja teppið frá þeim sem að ber fallega heitið Svanurinn;)
Mér þykir einnig alveg einstaklega ánægjulegt að tvær af Vík Prjónsdóttur snillingunum hafa kennt mér á einn eða annan hátt, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir kenndi mér í Iðnskólanum á sínum tíma og opnaði augu mín að mörgu leiti fyrir hönnun en þá var ég algjör nýgræðingur, Brynhildur Pálsdóttir var svo leiðbeinandinn minn í lokaverkefni mínu frá Listaháskóla Íslands, gaman af því:)
Á föstudaginn mun ég að draga út einn heppinn lesanda sem vinnur VÆNG í lit að eigin vali…
Svanurinn er dásamlegur… þennan fékk ég mér í teppaútgáfu!:)
Flamingo er líka æðislegur
Papageno II
Æðarkóngurinn heitir þessi.
Papageno I.
Papageno II.
Svanur.
Hrafninn.
Haförninn.
Flamingo.
Já, kæru lesendur, þið eigið möguleika á að eignast einn af þessum trylltu Vængstreflum!
Það eina sem þið þurfið að gera er að:
1. Setja like við facebooksíðu Svart á Hvítu og Vík Prjónsdóttir
2. Like-a þessa færslu.
3. Skilja eftir athugasemd hér að neðan með nafninu þínu.
♡
Ég mun svo tilkynna vinningshafa á föstudaginn, þann 20.desember.
Kveðja, Svana
Skrifa Innlegg