fbpx

SVART Á HVÍTU ♥ NOTKNOT

Íslensk hönnun

Enn heldur afmælisleikurinn áfram og í þetta sinn hef ég valið æðislegu Notknot púðana frá Umemi sem hannaðir eru af Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur. Púðarnir hafa ekki bara slegið rækilega í gegn hérlendis, en það má sjá þeim bregða fyrir í ótalmörgum erlendum hönnunatímaritum sem keppast um að dásama púðana. Notknot er einn af þessum hlutum sem situr ofarlega á óskalistanum hjá mörgum og því verða tveir lesendur valdir í þetta skiptið og fá þeir sitthvorn Notknot púðann.

Ragnheiður er fædd og uppalin á Suðurnesjunum. Hún lærði vöruhönnun á Íslandi og svo síðar í Bandaríkjunum þar sem hún rannsakaði japanskan sætleika (kawaii) sem hefur haft mikil áhrif á það sem hún skapar. Í dag rekur hún lítið fyrirtæki undir nafninu Umemi, þar sem hún hannar húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið.

74c741f662bf4631974f53453d7cfbe4-820x820

Hnútar hafa verið hnýttir í marga tugi þúsunda ára til skemmtunar, nytja og skreytis. Fyrir Notknot púðann valdi hún fjóra mismunandi hnúta, tvo kínverska skrauthnúta: Round Brocade og Good luck, skátahnút: Turk’s head og blómahnút eftir hnútafrumkvöðulinn Clifford W. Ashley sem gaf út bók sína Ashley’s book of knots árið 1944. Með Notknot leikur Ragnheiður sér með hlutfall og áferð hnútsins. Hann er stækkaður til muna og hnýttur úr fylltum ullarhólkum sem gera hann mjúkan og hlýlegan. Notknot er vélprjónaður úr íslensku einbandi.

75576_10151307650686016_104794667_n

Hér má sjá allar týpurnar sem til eru: Ashley’s Flower, Good Luck, Round Brocade og Turks Head.

935331_10151410039041016_1846626681_n

Hér má sjá fallega litakortið, en hver ætti að geta fundið sinn fullkomna Notknot púða. Sjá betur á Facebook síðu Umemi hér. 

ragnheiour_osp_pink_03ragnheiour_osp_grey

Notknot púðarnir sem hægt er að vinna eru þessir tveir að ofan: Tyggjóbleikur Round Brocade & Grár Turks Head.

Þessa dásamlegu púða getur þú unnið, en þáttökuskilyrðin eru þessi þrjú:

1. Setja like á facebook-síðu Svart á Hvítu 

2. Like-a þessa færslu

3. Skilja eftir skemmtilega athugasemd hér að neðan með nafninu þínu og hvorn púðann þú vilt!

Og krossa svo fingur:)

Ég dreg svo út tvo heppna lesendur þann 20.október.

-Svana

SJARMERANDI MYNDAVEGGIR

Skrifa Innlegg

707 Skilaboð

  1. Sigríður Jódís

    17. October 2013

    svoo fínir !

    • Guðný K.

      18. October 2013

      Það kætir og bætir að skoða síðuna þína allt svo frábært og flott sem þú ert að fjalla um. Sleppi aldrei degi úr. Æðislegir púðar sem mig hefur langað lengi, grár væri fullkominn inn til mín :-)

    • Matthildur

      18. October 2013

      Fallegir eru þeir báðir tveir :) Grái yrði þó líklegast fyrir valinu :) Krossa fingur !!!

    • Guðfinna Ólafsdóttir

      18. October 2013

      Elska þessa púða, þar sem ég á bleikan hnoðra þá langar mig í þennan gráa :-)

    • Urður Jónsdóttir

      19. October 2013

      Myndi vilja þennan gráa :)

  2. Elva sjúk í Notknot púða :o)

    17. October 2013

    Langar svo ossalega mikið í svona gráa dásemd c”,)

  3. Agata Kristín

    17. October 2013

    Væri til í bleika :) Takk fyrir skemmtilega síðu!

    • Agata Kristín

      17. October 2013

      Nei djók ætlaði að segja gráa :) Hausinn ekki alveg í lagi eftir lærdóm dagsins.

  4. Halla Ýr

    17. October 2013

    Ég væri sko til í einn gráan :) og svo er ég að elska síðuna þína :)

  5. Elva Björk Kristjánsdóttir

    17. October 2013

    Ohhh mig er búið að dreyma um svona púða i sófan minn :) Væri svo hamingjusöm með einn svona gráan :)

  6. Guðrún Hjörleifsd

    17. October 2013

    Alltaf skemmtilegt að fylgjast með blogginu þínu, hef verið lesandi frá byrjun :) og Gvuð þessir púðar eru svo fallegir!

  7. Bryndís

    17. October 2013

    Svo yndislega fallegir báðir tveir :D

  8. Auður Anna Pedersen

    17. October 2013

    Þeir eru flottir, mér líst betur á þann gráa. Turks Head er svona meira ég.
    KROSSA FINGUR.

  9. Hlín D. Halldórsdóttir

    17. October 2013

    Svo dásamlegir púðar, þessi bleiki mætti sko alveg eiga heima hjá mér :)

    Takk annars fyrir frábært blogg; er dyggur og tryggur lesandi og aðdáandi!

  10. Melkorka Hrund Albertsdóttir

    17. October 2013

    Hæ, ég elska Notknot! Er búin að dreyma um þá í svo langan tíma! Væri ekki slæmt að fá hann í jólapakkan í ár en alls ekki verra að fá hann í vinning hjá þér! Langar svo í Gráan eins og þann á síðustu myndini! BTW! Elska bloggið þitt og ég kíkji á trendnet á hverjum degi!

  11. Sæunn

    17. October 2013

    Ó mæ, mig hefur dreymt um að eignast svona púða síðan ég sá þá fyrst. Mikið sem ég hlakka til að hætta að vera á námsmannabudgeti og geta leyft mér að kaupa eina og eina fallega hönnunarvöru.

    Ég fylgi þér grannt í bloglovin og hef gert síðan þú byrjaðir að blogga því fer ekkert sem þú setur hér inn framhjá mér. Ég vona að þú eigir eftir að blogga í ár í viðbót.

    Ég er aldeilis ekki viss hvorn púðan ég myndi vilja þeir eru báðir svo fallegir. En ef ég þarf að ákveða mig held ég að ég segi grái.

  12. Ásta Björk Halldórsdóttir

    17. October 2013

    Væri rosalega mikið til í gráa :) dreymir um svona púða..Skemmtilegt að skoða síðuna þína!

  13. Kristrún

    17. October 2013

    Mér finnst grái geggjaður!

  14. Erla

    17. October 2013

    Grái púðinn myndi fegra heimilið :)

  15. Hafdís

    17. October 2013

    Ó þeir eru svo fallegir og fínir. Ég myndi hoppa hæð mína fengi ég einn, báðir litirnir eru æði, get alls ekki gert upp á milli :)

  16. Hildur Ásgeirs

    17. October 2013

    Dásamlegt, þetta eru einmitt litirnir tveir sem ég mundi vilja (þó ég held ég mundi helst vijla gráa)! Passa báðir í sitthvorn stólinn inni í stofu, væri svo sannarlega ekki leiðinlegt að vinna svona fegurð.

  17. Áslaug

    17. October 2013

    Grár Turks Head myndi passa akkúrat inná nýja hemilið mitt :)
    Kv, Áslaug

  18. Henný Bjarnadóttir

    17. October 2013

    Mig langar svoooo mikið í eitt stykki bleikan svona púða – hvílík dásemd*

  19. Elfa Lind

    17. October 2013

    Þessir eru svo alltof flottir! Grái klassíski finnst mér samt svo yndislega flottur :)
    Elska að skoða bloggið þitt! Kiki alltaf nokkrum sinnum á dag :) xx

  20. Jónína

    17. October 2013

    Vá hvað ég er að fíla þessa afmælisgjöf! Ég veit eiginlega ekki hvorn ég myndi vilja, bæði betra eiginlega ;) En ef ég þyrfti að velja þá held ég að grái myndi passa betur inn í setteringuna hjá mér. Allir puttar og tær krossaðar!

  21. Bergný

    17. October 2013

    Svo æðislega fallegir, væri rosalega til í gráan :)

  22. Magnhildur Ósk

    17. October 2013

    Grái púðinn er svo mikið sælgæti fyrir augun!! I want it :)

  23. Kristveig Dagbjartsdóttir

    17. October 2013

    Þessi grái myndi sko sóma sér vel í sófanum heima!

  24. Kristjana Arnarsd.

    17. October 2013

    Þó svo að svarthvítt sé alveg klárlega málið ;) þá myndi einn bleikur púði hressa örlítið upp á svarthvíta herbergið mitt.

  25. Bryndís Gunnlaugsdóttir

    17. October 2013

    Mig langar að breyta íbúðinni minni í hvert sinn sem ég kem hingað inn – fæ endalausar skemmtilegar hugmyndir hvernig hægt er að breyta og bæta og virkilega gaman þegar þú kynnir okkur fyrir flottri íslenskri hönnun =)

    Ég myndi elska þennan bleika þar sem ég er að reyna að gera íbúðina mína litríkari =)

  26. Bára

    17. October 2013

    Væri sko til í þennan gráa :)

  27. Hildur Hlöðversdóttir

    17. October 2013

    Vá ég væri til í báða, get ekki valið :) ! Elska að lesa bloggin þín, ert minn uppáhalds bloggari á trendnet :)

  28. Elín Eva Karlsdóttir

    17. October 2013

    Þessi grái er æðislegur en bleiki líka!?!
    Ég ætla að sofa með krosslagða fingur í nótt.
    p.s takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  29. Linda Sæberg

    17. October 2013

    je minn eini – bestu leikur heims! þessi púðar sko.
    ég get náttúrulega ekki valið á milli fyrir mitt litla líf – en þar sem ég virkilega neyðist segi ég bleiki :)

  30. Rebekka Rut

    17. October 2013

    Báðir mjög flottir en bleikt er að höfða vel til mín þessa stundina. Ekki frá því að hann geti lífgað uppá á heimilið mitt ef lukkan er með mér.. Takk fyrir yndis blogg :)

  31. Ingunn Oddsd.

    17. October 2013

    Ég yrði súper hamingjusöm með þennan gráa :)
    takk fyrir frábært blogg.

  32. Anna Pálína Kristjánsdóttir

    17. October 2013

    Þeir eru báðir geðveikir, gæti ekki valið á milli :)
    Btw síðan þín er ein af mínum uppáhalds, kíki reglulega inná hana ;)

  33. Arna

    17. October 2013

    Æ og ó, hvað ég myndi hoppa hæð mína af gleði með þann gráa.

  34. Aðalheiður Júlírós

    17. October 2013

    Get ekki gert upp við mig hvorn ég vil frekar ..púðarnir eru allir svo fallegir! Annar hvor má mín vegna fegra framtíðar heimilið mitt :)

  35. María Einarsdóttir

    17. October 2013

    Ég fer alveg í hnút því mig langar svo í svona gráan púða! :)

  36. Inga Lára

    17. October 2013

    Ég væri ótrúlega hamingjusöm ef ég fengi einn svona gráan, hann er gull fallegur!

  37. Íris

    17. October 2013

    Hefur dreymt um þessa dásemd lengi, væri algjör draumur að fá svona fínerí í stofuna :) Grár Turks Head myndi svo sannalega sóma sér vel heima hjá mér.

  38. unnur maría

    17. October 2013

    dásemdin ein, þessi grái væri fyrir valinu en bleiki er líka fallegur :)

  39. Hulda Rún Stefánsdóttir

    17. October 2013

    ó þvílík fegurð, núna er ég alveg viss um að ég muni vinna, elska trendnet og svart á hvítu er í algjöru uppáhaldi búin að fylgjast með blogginu alveg frá 2009 og þykir fátt betra en að lesa bloggið (eða hús og hýbíli) yfir góðum kaffibolla!
    þetta er erfitt val, má ég ekki bara fá báða, myndu passa svo vel saman í fína sófanum mínum eeeen ef ég verð að velja þá segi ég grái :)

  40. Agnes

    17. October 2013

    Ég væri ofboðslega til í gráa púðann! :)

  41. Sunna Sigmarsdóttir

    17. October 2013

    Þessir púðar eru dásemdin ein. Mér finnst bleiki og grái alveg jafn fallegir svo að ég væri rosa glöð með annan hvorn :) jiminn

  42. Elísabet Hosseini Far

    17. October 2013

    Þessi grái væri flottur í stofunni :)

  43. Rósa María

    17. October 2013

    Uppáhaldsliturinn minn er tyggjóbleikur þannig að ég myndi elska að knúsa Round Brocade í tyggjóbleiku. Ég á líka afmæli í nóvember :) Annars takk fyrir Svart á hvítu <3

  44. Rebekka Magnúsdóttir

    17. October 2013

    Grái myndi vera flottur í turkís sófanum :)

  45. Arna Rut Þorleifsdóttir

    17. October 2013

    Ég gaf Notknot púða í brúðkaupsgjöf í sumar.
    Fannst viðeigandi að gefa hnút í brúðkaupsgjöf þar sem brúðhjónin voru að ,,tie the knot”.
    Mig langar svo í svona púða að ég var næstum búin að kippa gjöfinni aftur með mér heim.
    Hér hugsa ég að ég myndi velja þann bleika.

  46. Margrét Arna

    17. October 2013

    Get ekki valið á milli, til í þá báða. Ég mun einhverntíman eignast a.m.k. einn:)

  47. Aldís òsk òladòttir

    17. October 2013

    Bleiki er dàsamlega fallegur!

  48. Auður

    17. October 2013

    Vávává þessir eru sko fallegir!

  49. Alexsandra Guðmundsdóttir

    17. October 2013

    Oh en skemmtilegur leikur! Er búin að fylgjast með þér í langan tima, áður en þú byrjaðir hér á Trendnet og það er alltaf svo gaman að lesa bloggið þitt :) Svona grár púði er búinn að vera á óskalistanum mínum lengi og ég er einmitt að flytja úr foreldrahúsum í mína fyrstu íbúð og þetta væri ekki slæm innflutningsgjöf x

  50. Sunneva Guðjónsdóttir

    17. October 2013

    Takk fyrir frábært blogg! Grár Turks Head er svolítið mikið ég….mig dreymir um hann :)

  51. selma

    17. October 2013

    var að festa kaup á fyrstu íbúðinni og hefði ekkert á móti því að fá einn svona gráan turks head í innflutningsgjöf frá þér :) hann myndi sko fullkomna nýja heimilið!

  52. Tanja Dögg

    17. October 2013

    Trylltir púðar! Búið að langa í þennan gráa mjög lengi, þannig ekki spurning að ég myndi velja hann. Bleiki er þó mjög fallegur líka. Frábært “giveaway” Svana ;-)

  53. Sóley Davíðsdóttir

    17. October 2013

    Æðislegir púðar, er búin að ætla mér að kaupa svona púða í lengri tíma en hef ekki getað valið, þeir eru allir svo fallegir! Ég held þó að bleiki passi betur :)

  54. Sandra Sif Friðgeirsdóttir

    17. October 2013

    Svo geggjaðir púðar, væri til í gráa! Ótrúlega skemmtileg síða, skoða hana daglega og er með fullt á hugmyndum í hausnum sem ég eftir að framkvæma!

  55. Salvör Lúðvíksd

    17. October 2013

    Ég væri gjarnan til í þennan gráa. Fallegir púðar!

  56. Aðalbjörg

    17. October 2013

    Æðislegir! Myndi elska að eignast appelsínugula :)

  57. Sveinn

    17. October 2013

    Grái yrði fyrir valinu :)

  58. Ása Ottesen

    17. October 2013

    Má ekki velja báða? Þeir eru dásamlegir. Ég ætla að velja bleika, því það má alveg fríska upp á heimilið mitt með fallegum lit. Spennandi leikur, ég held bara í vonina!

    :)

  59. Margrét Eir

    17. October 2013

    Ég væri rosalega til í gráa púðann :) Annars finnst mér þeir báðir ótrúlega flottir !

  60. Birta Sæm

    17. October 2013

    Mig hefur langað í svona púða svo lengi og minnist víst á það reglulega þar sem einn bróðir minn spurði mig um daginn hvort mig langaði ekki í svona púða í afmælisgjöf, og bræður mínir eru nú ekki gjarnir á að muna svona hluti. Ef hann hefði kostað aðeins minna þá ætti ég kannski svona púða núna en eins og er læt ég mig enn dreyma um að eignast hann einhvern daginn :) Þessir púðar færu svo ótrúlega vel í hvaða sófa eða stól sem er og ég myndi gjarnan vilja eignast gráa púðann þar sem ég er mega hrifin af öllu gráu! :)

    Takk fyrir bloggið, þetta er eina bloggið sem ég, manneskjan sem kann ekki að sörfa netið, les samviskusamlega.

  61. Halla G

    17. October 2013

    Frábær síða .! takk takk
    báðir púðarnir flottir, hvor á sinn hátt :) grái þó örlítið meira ég

  62. Maj Britt

    17. October 2013

    Notknot púðann nú vil fá, notalegan gráan. Höfuð mitt ég legg hann á, ég hreinlega verð að fá’ann. :)

  63. Unnur Sigfúsdóttir

    17. October 2013

    Ég væri heldur betur til í einn svona æðislegan gráan púða í stofuna mína :)

  64. Björg K. Sigurðardóttir

    17. October 2013

    Þessir púðar eru algjört æði! Hefði svo sannarlega ekkert á móti þessum gráa, hann væri fín afmælisgjöf fyrir mig :)

    Takk kærlega fyrir frábærlega skemmtilegt og flott blogg :)

  65. Bjarnfríður

    17. October 2013

    Svo fallegir púðar og lengi dreymt um einn :) hver öðrum fallegri en gráa týpan heillar meira.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  66. Sunna

    17. October 2013

    Væri til í gráan Turks Head. Takk fyrir skemmtilegt og áhugavert blogg, og vel ígrunduð skrif með góðum tilvísunum. Kann að meta það. Rock on!

  67. Hrafnhildur Arna

    17. October 2013

    mér bráðvantar svona fallegan púða í stofuna mína … Ég get ekki valið á milli þeirra því þeir eru báðir alveg æði æði !! krossa putta og læt mig dreyma ;)

  68. Elisabeth lind

    17. October 2013

    Þessir púðar eru allir svo fallegir!! Algjört augnakonfekt! Dreymir um einn svona gráan fallegan púða, myndi sóma sér vel í sófanum og gleðja daglega!

    Ps. Takk fyrir yndislegt blogg, frábær penni!

  69. Hugrún Lena Hansdóttir

    17. October 2013

    Var einmitt að kynna púðana og Ragnheiði í skólanum í morgun, hefði ekkert á móti því að fá einn gráan! :)

  70. Anna María

    17. October 2013

    Alltaf jafn gaman að kíkja hér inn! Frábært blogg.

    Glæsilegir púðar sem myndu passa fullkomlega inn í stofuna hjá mér :) Erfitt að velja, en ætli ég myndi ekki segja grái :)

  71. Lára Herborg Ólafsdóttir

    17. October 2013

    Frábær leikur! Ég myndi sko þrá heitt einn GULAN notknot púða á fallega sófann minn! Myndi svo sannarlega brjóta upp stemninguna heima hjá manni :) Þessir púðar eru geðveikir!

  72. Gabríella Sif

    17. October 2013

    Báðir eru æðii! Grá myndi passa vel í sófann minn :)

  73. Ásdís Halla

    17. October 2013

    Vá hvað ég væri til í einn svona fjólubláan, hef mjöög oft skoðað þá niðri í bæ :)

  74. Helga Ingimundardóttir

    17. October 2013

    Bleikt er best. Best, best, best!

  75. Sara Björg

    17. October 2013

    Væri yndilsegt að fá þennann gráa í sófann minn, elska þá báða

  76. Rakel Karlsdóttir

    17. October 2013

    Dásamlega fallegir Púðar sem eru búnir að vera á óskalistanum mínum lengi!
    Bleiki púðinn er æði, myndi sóma sér vel í Eamse-inum mínum ;)
    Takk fyrir frábært blogg – daglegur rúntur hjá mér :)

  77. Rósa Þórunn Hannesdóttir

    17. October 2013

    Mig hefur lengi dreymt um að eignast einn svona! Grái Turks Head myndi bara smellpassa inn í stofu hjá mér…

  78. Jóhanna Björg Sigurjónsdóttir

    17. October 2013

    úúúúú spennandi leikur :)
    Langar rosalega í svona gráan eða bláan notknot púða, svo erfitt að velja. Þessir púðar eru allir svo flottir.

  79. Íris Gunnarsd.

    17. October 2013

    Æðislegir – sá grái væri með eindæmum fallegur í nýju draumaíbúðina mína :) Takk fyrir snilldar blogg, það gefur manni svo sannarlega mikið af hugmyndum fyrir komandi tíma í að skipuleggja sig og íbúðinna!

  80. Erla Brynjarsdóttir

    17. October 2013

    Væri rosa mikið til í fjólubláan! Krossa putta og tær! :)

  81. Helena Guðrún Guðmundsdóttir

    17. October 2013

    Aaaaa! Ég þrái svona púða!! Get ekki ákveðið mig hvorn mig langar meira í! Gráa …. eða bleika. Gráa.

  82. Rósa

    17. October 2013

    Þvílík dásemd sem þessir púðar eru! Væri til í bleikan þar sem ég elska svona fölbleika liti :) Takk fyrir skemmtilegt og áhugavert blogg. P.s. bíð spennt eftir næsta 5 á föstudegi, orðið eitt af uppáhalds bloggunum frá þér :)

  83. Kristrún Ýr Óskarsdóttir

    17. October 2013

    Mig dreymir um að eignast svona bleikan. Alveg æðislegur ! :D

  84. Edda

    17. October 2013

    Það er eitthvað við púða sem er ómissandi þegar fer að hausta. Ég umkringi sjálfa mig með þeim. Það eru fjórir koddar í rúminu og þónokkrir í sófanum sem ég sit með í fanginu – af því að það er notalegt. Öruggt. Umvefjandi.
    Grár eða bleikur? það gildir einu. Hvor um sig hefur sitt að bera. Hvor um sig myndi bera sig vel í stofunni hjá mér – eða hjá mömmu.
    Það er bara þannig.

  85. Þórhildur

    17. October 2013

    er akkurat búin að vera velta því fyrir mér að fá mér svona púða! Og það er ekkert smá erfitt að velja á milli en þessi grái passar betur við stofuna mína þar sem þessi púði fengi alla ahyglina :)

  86. Guðrún Margrét

    17. October 2013

    Sá grái færi vel í sófanum mínum :)

  87. Bylgja Dögg Sigmarsdóttir

    17. October 2013

    Ef það er tilefni til að taka þátt í leik þá er það núna.. Hrikalega fallegir púðar og þyrfti ég að gefa mér góðan tíma til að velja lit og knút. Alltaf jafn gaman að fylgjast með blogginu.

  88. Heiðrún Ósk

    17. October 2013

    Þessir eru æði! Grái yrði klárlega fyrir valinu! :)

  89. Anonymous

    17. October 2013

    Takk fyrir frábært Blogg sem eg er búin að fylgjast með mjög lengi.
    Ég á einn bláan notknot púða og þessi bleiki væri æðislegur í sófanum heima <3

  90. Hrefna Sigurjónsdóttir

    17. October 2013

    Mig hefur lengi dreymt um að eignast svona púða. Eru eins og skúlptúr en samt svo kreistilegir. Fagurbleikur hnútapúði myndi sóma sér prýðilega í gráa sófanum okkar :)

  91. Kristín Óskarsdóttir

    17. October 2013

    Vá hversu gaman, ég er að elska gráa litinn ekkert smá flott hönnun.
    Get ekki komist í gegnum daginn án þess að thjékka hvort það sé komið nýtt blogg frá þér inná Trendnet alltaf með svo flotta sýn á hvað er flott á heimilið. Hlakka til að fylgjast með þér. Er btw. byrjuð að safna myndum frá þér með hugmyndum fyrir framtíðar búið er að elska þetta geometríska svart og hvíta stílhreina look.

  92. Sigríður Hulda Árnadóttir

    17. October 2013

    Þessi dásemdar púði er búinn að vera á óskalistanum í langan tíma.
    Held að þessi bleiki myndi prýða sér vel í stofunni minni og brjóta upp svart/hvíta/gráa þemað sem ræður þar ríkjum:)

  93. Ásdís Björk Jónsdóttir

    17. October 2013

    Ofboðslega fallegir púðar, báðir tveir. Akkúrat það sem vantar í stofuna mína. Held að sá bleiki heilli mig meira, þar sem að ég á ekkert bleikt og hann myndi njóta sín vel :) Frábært blogg!

  94. Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

    17. October 2013

    Ó! Þetta er mögulega besti leikur ever. Mig langar í þann bleika. Nei ég meina gráa! Nei… Ohh, ég get ekki valið! Báðir myndu sóma sig vel hjá mér ;)

  95. Svava

    17. October 2013

    Sá bleiki er flottur :)

  96. Berglind Anna Karlsdóttir

    17. October 2013

    Svo fínir! Væri alsæl með gráan :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg!

  97. Jenný Harðardóttir

    17. October 2013

    Ég er mikill aðdáandi púðanna og langar mjög mikið í þann gráa. Hann væri fullkominn inn í herbergið mitt en það er einmitt verið að taka það í gegn og mála! Svo er ég líka afmælisbarn í dag þannig að smá gjafalukka mundi fullkomna daginn :) <3

  98. Ólöf Helgadóttir

    17. October 2013

    Báðir púðarnir gleðja augað … en ég myndi velja þann gráa Turks Head !

  99. Margrét Ólöf

    17. October 2013

    Búin að dreyma um svona púða lengi !
    Bleikur myndi svo sannarlega gleðja

  100. Sigrún Erna Sævarsdóttir

    17. October 2013

    Ég er alveg viss um að sá grái myndi gera mikið fyrir litlu 101 íbúðina… sérstaklega með haustinu og öllum þessum lærdómi x

  101. SjöfnGunnarsdóttir

    17. October 2013

    Þetta er svo mikið augnakonfekt :) Er alveg bálskotin í þessum túrkis-bláa :)

  102. Heiðrún Finnbogadóttir

    17. October 2013

    Get ekki gert upp á milli þessara dásemda. Jú, tyggjóbleikur…

  103. Ásta Sigrún

    17. October 2013

    Mér finnst þeir báðir dásamlega fallegir, eins og þessi síða.

  104. Hanna Dís

    17. October 2013

    DREYMIR um þennan bleika í stíl við Þorsklifrina sem ég týndi orma úr hér forðum daga!

  105. Kristín María Gísladóttir

    17. October 2013

    Þessir púðar eru snilld! Svo flott hönnun. Er búin að langa í einn í laaaaangan tíma :) Þessi bleiki (bubblegum pink) myndi fullkomna lúkkið í stofunni minni.

  106. Margrét Á. Sigurðardóttir

    17. October 2013

    Ó hvað ég væri til í svona bleikan fallegan Notknot púða…og ó hvað ég væri til í að vinna hann þar sem ég hef ekki unnið neitt síðan ársbyrgðir af óskajógurt árið 1992….ó hvað ég yrði þakklát!

  107. Kristjana

    17. October 2013

    Jiminn þegar maður heldur að þú getir ekki toppað það hversu æðislegur bloggari þú ert þá hendir þú svona fínheitum í okkur!

    Þú hefur gefið mér svo mikinn innblástur með skrifum þínum og myndum. Ef ég ætti ekki kall sem héldi fast í taumana þá væri ég búin að umbreyta öllu nokkrum sinnum.

    Notknot púðarnir hafa verið á óskalistanum í langan tíma, ALLTOF langan og ég mun eignast einn fyrr en síðar. Þeir eru svo flóknir en samt svo einfaldir, mildir en samt svo sterkir og litaúrvalið dásamlegt! Fullkomnir fyrir minn litríka en samt svo einfalda persónuleika!

  108. Andrea Rún Carlsdóttir

    17. October 2013

    Í fyrsta lagi vil ég bara segja hvað þessi síða er frábær! Alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá hérna. Í öðru lagi bráðvantar mig þennan yndisfagra gráa kodda í nýja sófann minn. Það myndi sko gleðja námsmannahjartað <3

  109. Helga Kristín

    17. October 2013

    Þetta eru sniðugustu púðar sem ég hef séð og hef haft auga á þeim í langan tíma… gæti í raun og veru ekki valið á milli þeirra þar sem þeir eru svo flottir og skemmtilegir á sinn hátt… en mig mundi helst langa í þennan gráa ef ég mætti velja, því hann mundi passa við allt… síðan seinna gæti bæst við annar púði í lit sem myndi passa við gráa púðann.
    Væri nú ekki leiðinlegt að eiga marga svona og hafa það kósí ^_^

  110. Thelma

    17. October 2013

    Þetta eru svo æðislegir púðar sem myndu poppa upp „eldriborgara“ heimilið mitt sem er fullt af tekkhúsgögnum og vantar eitthvað svona nýtt og ferskt til að poppa það upp.

    Kv Thelma

  111. Rakel Rún Sigurðardóttir

    17. October 2013

    Mig er búið að dreyma um einn svona gráan mjöög lengi, og ég er undir þvílíkri pressu að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug en ég get varla skrifað, ég er svo spennt yfir hugmyndinni að vinna einn svona! Og svo skal ég alveg koma því á framfæri að ég skoða bloggið þitt oft á dag og svartáhvítu er algjörlega uppáhalds trendnet fíknin mín.

  112. Tinna Rut Alertsdóttir

    17. October 2013

    Notknot hafa hlotið verðskuldaða athygi! Virkilega fallegir og frábrugðnir öðrum púðum. Þeir verða á óskalistanum mínum þessi jól og verður Grár Turks Head efstur á listanum :)

  113. Telma Ýr Sigurðardóttir

    17. October 2013

    óó grár turkshead notknot hefur verið efst á óskalistanum mínum í skammarlega langan tíman. svo dásamlega fallegur. gæti horft á hann tímunum saman <3 elska bloggið þitt. þú ert með svo gott auga fyrir fallegum hlutum. finnst svo gaman að sækja innblástur hingað inn :) til lukku þeð frábært blogg :)

  114. Ingunn maría

    17. October 2013

    Þessi gráu er geðveikur! Ég væri mikið til í hann :)

  115. Ingunn maría

    17. October 2013

    Þessi grái er geðveikur! Ég væri mikið til í hann :)

  116. Klara Steinarsdóttir

    17. October 2013

    ótrúlegt hvað svona einfaldar hugmyndir geta orðið að dásamlega fallegri hönnun :)
    Þessi grái myndi sóma sér vel í sófanum mínum!

  117. Kristín Lilja Björnsdóttir

    17. October 2013

    Þessi bleiki er æðislegur. Hann myndi alveg fullkomna sófann minn :)

  118. Kristín Þórdís Þorgilsdóttir

    17. October 2013

    Ohh ég er sjúk í notknot – þessi bleiki myndi sóma sér vel í stofunni minni :)

  119. Aníta Rut Aðalbjargardóttir

    17. October 2013

    þeir eru geggjaðir, myndu báðir passa vel í sófann heima, væri til í svona Gráan Turks Head. :)

  120. Elva Björk Traustadóttir

    17. October 2013

    Ótrúlega fínir púðar, væri mikið til í þennan bleika :)

    Er bara nýbúin að uppgötva bloggið þitt en nú er það eitt af uppáhalds hér á Trendnet!

  121. Birna Harðardóttir

    17. October 2013

    Þessi grái myndi sóma sig vel hjá mér! Btw er búin að finna stað fyrir hann ;)

  122. Hafdís Bjarnadóttir

    17. October 2013

    Jesús, Pétur og Jóhannes! Bleikur er ofurfallegur og ofurvelkominn til mín :)

  123. Hrafnhildur Kristinsdóttir

    17. October 2013

    mig hefur lengi langað í svona púða, þessi laxableiki færi mér og sófanum mínum afskaplega vel ;)

  124. Bogga

    17. October 2013

    Ótrúlega fallegir púðar og engan vegin sem ég get bent á hvor eða hver er fallegastur :)

  125. Ólína Dröfn

    17. October 2013

    mikið ofsalega eru þetta fallegir púðar, ég er rosa skotin í þessum tyggjóbleika ;)

  126. Rannveig Eva Karlsdóttir

    17. October 2013

    Tyggjóbleikur Round Brocade af því að skammdegið þarf á tyggjóbleikri stemmningu að halda! ;)

  127. Snædís Hjartardóttir

    17. October 2013

    Takk fyrir dásamlegt blogg. Elska þegar ég kem hingað inn og sé að þú ert búin að gera nýja færslu :)
    Svo væri ég alveg til í einn svona fallegan gráa púða :)

  128. Irmý Ósk

    17. October 2013

    Eitt stykki grár turks head myndi sko sóma sér vel á sófanum hjá mér hér á Spáni :) Væri ekki leiðilegt að fegra fallegt umhverfi með íslenskri hönnun ha!! :)
    P.S. guði sé lof fyrir bloggið þitt elsku Svana … innblástur og afþreying af bestu gerð!

  129. Kristín Gunnarsdóttir

    17. October 2013

    Yndislegir púðar, bleiki gæti sko lífgað upp á svarta sófann minn.

  130. Sigrún Lína Pétursdóttir

    17. October 2013

    Svo ótrúlega flott hönnun, en úff get ekki valið…báðir betri! Þakka ávallt smekklegt og skemmtilegt blogg:)

  131. Halla

    17. October 2013

    NotKot púðarnir eru skemmtilega hannaðir. Væri alveg til að eignast einn í stólinn minn. Mér finnst gaman að sjá hvað íslenskir hönnuðir eru að gera skemmtilega hluti. Húrra húrra þeim til handa. Vona að við Trendnets aðdáendur fáum sem lengst að lesa þitt skemmtilega blogg.

  132. Sibel Anna

    17. October 2013

    Mikið væri maður nú til í fallegan tyggjóbleikan í nýja sófann :) Dásamlegt blogg!

  133. Paula

    17. October 2013

    Það væri frábært að eignast þennan púða !
    en hann hefur verið lengi á óskalistanum og er þessi bleiki alveg æðislegur!
    Er dyggur aðdáandi bloggsins og finnst þú alltaf koma með æðislegar hugmyndir !
    ER ein af þeim sem getur ekki beðið eftir myndaveggja blogginu :) <3
    Takk fyrir æðislegt blogg! :)

  134. Unnur Ágústsdóttir

    17. October 2013

    Svo fallegt, mig langar í einn svona bleikan – þá svíf ég um á bleiku skýi…

  135. Adda Valdís

    17. October 2013

    Ó hvað ég vildi óska þess að ég fengi einn gráan. NotKnot eru púðar drauma minna

  136. Bára Sif Magnúsdóttir

    17. October 2013

    Væri rosa mikið til í gráa !

  137. Guðrún Erna

    17. October 2013

    Ég er alveg hrikalega skotin í þessum púðum og mig hefur lengi langað að eignast einn. Þeir eru báðir mjög flottir, en ég hugsa að þessi bleiki myndi passa vel hjá mér:)
    Ég fylgist vel með blogginu þínu, kem hingað inn í leit að innblæstri, hef gaman af skrifum þínum og mér finnst gaman að fylgjast með hvað þú ert að bralla:)

  138. Unnur Linda Konráðsdóttir

    18. October 2013

    ef ég ætti fuullt af pening ætti ég amk 3 notknot púða en ég væri svoo til í tyggjóbleika round brocade púðann!! ég er ítrekað búin að setja notknot púða á afmælis/jólagjafa og meira að segja brúðkaupslista en því miður hefur enginn ratað til mín ennþá þannig að ég krosslegg fingur og tær að þessi fallegi púði rati til mín í þetta skiptið :)

  139. Þórdís Þorvarðardóttir

    18. October 2013

    Þessi bleiki er æðislegur :)

  140. Guðrún Andrea Maríudóttir

    18. October 2013

    ég myndi vilja gráa púðann :)

  141. Alda Svansdóttir

    18. October 2013

    þetta eru sjúkir púðar mig hefur alltaf dreymt að eiga þessa gráu. Vona svo innilega að ég vinni :)

  142. Adda Soffia

    18. October 2013

    Væri afskaplega þakklát fyrir þennan gráa :)

  143. Yrsa Úlfarsdóttir

    18. October 2013

    Óó..hvað ég væri til í NotKnot púða í nýju íbúðina mína! Hef dreymt um þennan gráa í langan tíma :)
    Takk fyrir frábært blogg, skoða það á hverjum degi og hef gert lengi!

  144. Magnea Friðriksdóttir

    18. October 2013

    Rosalega flottir púðar hjá henni Ragnheiði, hún er algjör znilli! Væri alveg til í einn gráann púða. Ekkert smá gaman að fylgjast með blogginu þínu og fá innblástra, þú átt mikið hrós skilið fyrir skemmtilegt og flott blogg, eins og allir þeir sem að eru að blogga á Trendnet, svakalega flottur hópur,, algjörir znillar!!

  145. Bjargey Ósk Stefánsdóttir

    18. October 2013

    Þú ert svo sannarlega smekkmanneskja – Eru ekkert smá flottar gjafir hjá þér og hefur mig dauðlangað í þær allar.

    Bloggið þitt er æðislegt og finnst mér einstaklega gaman að fylgjast með því sem þú setur inn enda kíki ég við á hverjum degi :)

    Mér finnst báðir púðarnir fallegir og væri ég einstaklega þakklát fyrir annanhvorn :)

  146. Elsa Sól Gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Ég er eiginlega að drepast mig langar svo í þá báða!! Held samt að þessi grái færi betur heima hjá mér þar sem ekki er mikið um liti í stofunni minni. Ég er búin að láta mig dreyma um svona púða lengi.

    P.s. þú ert uppáhalds bloggarinn minn hérna á trend, tékka á þér daglega :)

  147. Bára Bragadóttir

    18. October 2013

    Ég væri svo mikið til í gráa púðann – einstaklega fallegur og takk fyrir skemtilegt blogg :) Væri gaman að prufa í svona leik einu sinni hehe!

  148. Sædís Jana Jónsdóttir

    18. October 2013

    Grái er klikkað flottur! :)

  149. Margrét Pétursdóttir

    18. October 2013

    Notknot er án efa á top 5 óskalistanum mínum, fallegri púða hef ég ekki séð. Bleiki er algjörlega uppáhalds,ekki síst útaf hringforminu og hann myndi smellpassa með bleika uglydoll og gæru-púðunum mínum :) (ég væri reyndar himinlifandi með hvaða lit sem er).

    takk kærlega fyrir skemmtilegasta íslenska bloggið, hef fylgst með frá upphafi. :)

  150. Helena Helgadóttir

    18. October 2013

    Þeir eru báðir og allir mjög fallegir, eflaust fallegustu púðar sem ég hef séð, frábært hönnun. Ég hugsa ég myndi velja gráa :)
    Takk fyrir frábæra síðu, hef fylgst með Svartáhvítu frá upphafi og þú hefur aukið áhuga minn á hönnun og fallegum hlutum alveg verulega og mér finnst þú ná að koma með svo skemmtilegar og fallegar færslur.
    Gangi þér vel og til hamingju með bloggafmælið :)

  151. Valdís Klara Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    yndislega flottir púðar sem mig er búið að dreyma um lengi! Bæði grár og bleikur myndi fara voða vel við heimilið mitt en ætli ég myndi ekki velja gráa ef ég ætti að velja annanhvorn!
    kv
    Valdís Klara

  152. Anna Þórsdóttir

    18. October 2013

    Jiii erfitt að velja… bæði betra??? Ef ég verð og ég vona að svo verði – klárlega sá grái. :)

  153. Andrea

    18. October 2013

    Væri til í gráa, sjúkir púðar!

  154. Sonja Marsibil Þorvaldsdóttir

    18. October 2013

    Er með krossaða putta og tær! Langar svo í þennan bleika <3

  155. Guðrún Fríður

    18. October 2013

    Bleika – afþví að það er október og hann er krabbameinsmánuður, meistaramánuður og svo á ég afmæli 24.október á sjálfan Kvennafrídaginn!! Pretty-in-pink-all-the-way!

  156. Kristrún Selma

    18. October 2013

    Væri svo til í einn gráan :)

  157. Hildur Kristín

    18. October 2013

    Ohh þeir eru svo fallegir…báðir gleðja svo en ég væri meira en til í bleika til að fríska aðeins upp á heimilið :)

  158. Óskar Þór

    18. October 2013

    Svart á hvítu er klárlega með skemmtilegustu vinningana, fyrst Jón í lit svo Notknot.
    Tveir hlutir á topp 5.
    Já, takk. Ég myndi vilja gráa púðan takk.

  159. Lilja Dröfn

    18. October 2013

    Æðislegir púðar.. myndi elska að fá þennan gráa í nýja húsið mitt :) þvílík dásemd

    kv. Lilja

  160. Ingi Björn Ingason

    18. October 2013

    Langar rosalega mikið í þennan gráa! Myndi vera algjör dýrðgripur á heimilinu

  161. Elín Rós Arnlaugsdóttir

    18. October 2013

    Væri mikið til í Turks Head. Ótrúlega fallegur! Notknot er mjög ofarlega á jólalistanum í ár! :)

  162. Karen Sif

    18. October 2013

    Langar svakalega mikið í þennan yndislega bleika púða. Er nýbúin að kaupa mína fyrstu íbúð og langar svo að gera heimilið fallegt :)

    Takk fyrir yndislegt blogg. Er búin að fylgjast með frá upphafi og fengið ótal hugmyndir <3

  163. Hafdís Helga Helgadóttir

    18. October 2013

    Grár púði væri draumur :) Hafdís Helga

  164. Guðný

    18. October 2013

    Fylgi leiðbeiningum. Grái er bjútí. Kvitta og krossa fingur

  165. Erla Björk Hjartardóttir

    18. October 2013

    Omg hvað þetta er fallegt, finnst grái svaka fallegur.
    – er byrjuð að krossa putta..;)))

    Líf&fjör

  166. Þórunn Guðlaugsdóttir

    18. October 2013

    Systir mín á svona gráann Turks Head og eitt skiptið sem ég kom í heimsókn til hennar var ég í ágætis galsa, sem hefði verið ósköp eðlilegt nema hvað að vinir mannsins hennar voru þarna akkúrat að kveðja. Ég fer og dásama nýja púðann hennar og sting hendinni minni í gegnum hann miðjan, lít á systir mína, stilli mér upp og spyr hana hvort að hún hafi séð nýja Lady Gaga armbandið mitt.
    Eins lélegur og þessi brandari var hjá mér þá veltumst við um, báðar með tárin í augunum af hlátri (Hún var greinilega líka þreytt) á meðan maðurinn hennar og vinir hans horf’u á okkur.

    Bottom line, ég væri ótrúlega ánægð ef ég myndi vinna eitt sætt Lady Gaga armband ;) ..Sem sagt Gráann Turks Head

  167. Bjarney Anna

    18. October 2013

    Þú ferð náttúrulega alveg með mann með þessum gersemum sem þú stillir upp fyrir okkur!
    Ég stend í þeirri meiningu að grái hnúturinn færi alveg sérstaklega vel heima hjá mér :)

  168. Andrea Ósk Finnsdóttir

    18. October 2013

    Væri ofboðslega til í gráa koddann! alveg æðislegur :)

  169. Guðbjörg Lilja

    18. October 2013

    Á enga fallega púða, væri svo til í að fá einn svona fallegan inn á heimlið mitt. Er með rauðan leðursófa svo að grár eða gulur myndu smell passa við það! Elska íslenska hönnun, og er alltaf að safna í búið.

    Ég hef fylgst lengi með blogginu þínu, áður en þú varst meira segja á Trendnet.. by far uppáhaldsbloggið mitt.

    Get haldið endalaust að skrifa… krossa fingur að ég fái svona púða inn á mitt heimili.

  170. Sigríður Ösp Arnarsd.

    18. October 2013

    Þetta er erfitt val, en ætli grái sé ekki meira safe, gengur við allt :)

  171. Sóley

    18. October 2013

    Langar SVO mikið í svona púða, þessi grái er svo ofur fallegur.
    Elska bloggið þitt og hugmyndirnar, hef nýtt mér ófáar.

  172. Thelma

    18. October 2013

    Finnst báðir púðarnir æðislegir. Grái myndi smellpassa í stofuna, en ég held að það sé kominn tími á smá breytingu og að hleypa smá litum inn á heimilið. Svo tyggjóbleiki púðinn væri æðisleg upplyfting :) Krossa putta, því ég á tvær yndislegar stúlkur sem yrðu sáttar með litavalið

  173. Freyja Jóhannsdóttir

    18. October 2013

    VALKVÍÐI – Væri algjör draumur að eiga einn svona rauðann og grár kemur líka sterkur inn

  174. Þórunn Hanna

    18. October 2013

    Endalaust fallegir puðar, minn heitasti draumur að eignast svona finan notknot puða !

  175. Hildigunnur Kristinsd

    18. October 2013

    Elska þessa púða og finnst grái er æði ;-)

  176. Kristín Erla Jónsdóttir

    18. October 2013

    Gránn, nei bleikann, nei ég get ekki valið! bæði betra ! langar bara í svona fallegan púða í sófann minn :)

  177. Hildur Guðrún Þorleifsdóttir

    18. October 2013

    Finnst grái alveg gaaasalega huggulegur :)

  178. Dalrós Líndal

    18. October 2013

    Draumur!! Báðir gullfallegir, ég gæti komið mér vel fyrir með þessum gráa!

  179. Thelma

    18. October 2013

    Grár góður..bleikur betri…..eða bara báðir betri..:) báðir eða annar sama hvor er ……langar barasta í báða…!

  180. Jónína Þóra

    18. October 2013

    Aaa þessi grái væri svo dásamlegur í stofuna mína! Þetta finnst mer geggjað give away Svana! Það er alltaf svo gaman að fylgjast með blogginu þínu… Endalaust af skemmtilegum hugmyndum og fíneríi!! Keep it up! Afram þu✌️✌️

  181. Fríða Stefáns

    18. October 2013

    Langar mikið að eignast svona púða, draumurinn reyndar að eiga tvo, þannig það myndi vera æði að þurfa bara að fjárfesta í einum :)
    Langar mikið í þennan bleika, þessi týpa af bleikum er klárlega í miklu uppáhaldi þessa dagana!
    Svo er ég líka að flytja ein í íbúð í fyrsta sinn og á bráðum afmæli ;) þannig á einn svona púða svakalega skilið :)

  182. Halla B. Randversdóttir

    18. October 2013

    Grái er dásamlegur :)

  183. Sigga Elefsen

    18. October 2013

    mikið væri gaman að eiga einn svona dúllupúða í sófanum. þeir eru ekkert smá fínir, báðir tveir.

  184. Viktoria

    18. October 2013

    Svo notalegt og fallegt útlit en hafa samt svona gamalt ömmu bragð yfir sér. Kæmi sér svo vel í stofunni hjá mér :)

  185. Andrea Lind Stephenson

    18. October 2013

    Ekkert smá erfitt að velja á milli þeirra en ég held það sé grái;) Sófarnir mínir eru einmana og þeim vantar hlýju og vænan skammt af fegurð.

  186. Birna Íris Hlynsdóttir

    18. October 2013

    Langar að byrja að segja takk fyrir skemmtilegt blogg! þessir púðar eru of dásamlegir til að freista ekki gæfunnar í þessum leik. Þeir eru báðir svo fallegir en ég myndi líklega velja bleika :)

  187. Hildur Mist

    18. October 2013

    Mig hefur langað í notknot púða síðan fyrir síðustu jól svo það fer að koma tími á að eignast svoleiðis dásemd. Væri til í hvorn sem er, báðir afskaplega fallegir.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  188. Ragnheiður Friðriksdóttir

    18. October 2013

    Vá, í gærkvöldi þegar ég fór að sofa skrifaði ég niður nokkra hluti sem mig langaði að gefa og fá í jólapakka. Þar á meðal voru ákkúrat þessi bleiki hringhnútapúði! Talandi um að alheimurinn sjái um sína.
    Krossa putta að ég verði ein af sú heppnu! :)

  189. Anna Kristin

    18. October 2013

    Þessir eru aðeins of flottir!
    Grái hnúturinn kæmi sér vel fyrir í sófanum.

  190. Hera

    18. October 2013

    Grár Turks Head til Danmerkur! Já takk! Takk fyrir ædislegt blogg

  191. Jovana Stefánsdóttir

    18. October 2013

    Æðislegir puðar! Væri svo til i þennan gráa…falleg hönnun!

  192. Inga Rún Björnsdóttir

    18. October 2013

    Þeir eru æðislega flottir Notknot púðarnir, ég er sjúk í þá og væri sko alveg til í að hafa þennan bleikan í sófanum mínum :)

  193. Aldís Lind Hermannsdóttir

    18. October 2013

    Væri sko alveg til í þennan gráa. Myndi sæma sig vel á nýja heimilinu. Buin að vera sækja innblástur á síðunni þinni á meðan ég hef verið að koma mér fyrir.

  194. Björk Bryngeirsdóttir

    18. October 2013

    Ég væri sko alveg til í að skipa einum af H&M púðunum úr sófanum út fyrir svona dásamlegan bleikan Notknot púða :) Takk fyrir skemmtilegasta bloggið á Íslandi :)

  195. Björk Bryngeirsdóttir

    18. October 2013

    Ég væri sko alveg til í að skipta einum af H&M púðunum úr sófanum út fyrir svona dásamlegan bleikan Notknot púða :) Takk fyrir skemmtilegasta bloggið á Íslandi :)

  196. Eva María Árnadóttir

    18. October 2013

    Þessi bleiki er alveg ómótstæðilegur! Finnst dásemd að geta lesið um fallega hönnun og nýjar hugmyndir á íslensku, verandi Íslendingur í útlöndum. Svart á hvítu lengi lifi, 4xhúrra!

  197. Anna Björg

    18. October 2013

    Váaa flottir vinningar!! Þessir púðar hafa verið lengi á óskalistanum, ótrúlega fallegir!! – alltaf gaman að lesa bloggið þitt og er dugleg að geyma færslur sem ég mun glugga í aftur þegar mig vantar innblástur fyrir heimilið :)

  198. Helga Rún

    18. October 2013

    Þeir eru svo flottir, væri til í hvorn sem er :) Takk fyrir frábæra síðu er búin að fylgjast með þér nánast frá byrjun.

  199. Hildur V

    18. October 2013

    Æðislega flottir púðar sem myndu passa vel inni í litlu stofuna mína,
    ef ég þyrfti að velja myndi ég taka gráa :) Þessir eru búnir að vera lengi á óskalistanum!! Takk fyrir flott blogg, er daglegur gestur :)

  200. Hildur Sif

    18. October 2013

    Mikið væri ég til í svona fallegan gráan Notknot púða! Hann myndi passa vel í nýja sófann minn hjá mér :) Ps. elska bloggið ykkar! Var að flytja í mína fyrstu íbúð og fæ oft hugmyndir héðan :)

  201. Kristrún

    18. October 2013

    ó hvað ég væri mikið til í þessa dásemd í sófann minn;))))gráann,fjólubláann eða bleikann td;))))

  202. ásta hemanns

    18. October 2013

    mig hefur lengi dreymt um að eignast sovna fallegann púða og þessi grái myndi sóma sér mjög vel á hemilinu :)
    takk fyrir frábært, skemmtilegt og fróðlegt blogg :D

  203. Jóna Kristín

    18. October 2013

    Kærar þakkir Svana fyrir skemmtilegt blogg!
    Færslurnar þínar hafa veitt mér mikinn innblástur fyrir heimilið síðastliðin ár. Fyrir rúmu ári eignaðist ég íbúð í miðbæ Reykjavíkur og síðan þá hef ég ósjaldan gengið inn í tvær búðir þar, sem selja Notknot púðana.
    Sjálf er ég of bleik og er að reyna að stoppa mig af í þeim málum (svo heimilið verði ekki of stelpulegt) en mig dreymir um þennan bleika og ég þyrfti helst að eignast þann gráa með.. (haha) Báðir ómótstæðilegir og flottir saman.
    Ég krossa fingur fram á sunnudag!

  204. Sif Heiða Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    Yndislegir púðar, sem hvert heimili væri sómi af! Grái fær mitt atkvæði – hann myndi fara vel í stofunni hjá mér :)

  205. Agnes Eva

    18. October 2013

    Takk fyrir frábæra síðu, er búin að fylgjast með síðan þið Rakel byrjuðuð með síðuna! Þú ert alltaf með svo skemmtilegar umfjallanir um íslenskar vörur og svo eru innlitin mitt uppáhald, svo gaman að sjá hvernig aðrir eru með heima hjá sér og fá innblástur.
    Notknot púðarnir eru dásemd og ég vildi helst vilja eiga þá alla en það fær að bíða þar til námsmannsfjárhagurinn braggast, það væri nú samt ótrúlega gaman að fá einn til að byrja með og grái turks head finnst mér betur höfða til minnar litapallettu eins og er :)
    Enn og aftur takk fyrir frábæra síðu og endilega haltu áfram að deila með okkur öllum skemmtilegu hönnunarfréttunum!

  206. Katrín

    18. October 2013

    Þessir eru sko ofarlega á óskalistanum, hugsa að grái passi betur inn hjá mér :)
    takk fyrir frábært blogg!

  207. Sigurborg

    18. October 2013

    Mig er búið að langa í svona púða lengi, þessi grái myndi sæma sér vel hér :)

  208. Ester Björk

    18. October 2013

    Svana bloggið þitt er virkilega flott og skemmtilega, elska að skoða myndirnar sem þú setur inn og ég er oftast sammála þér með fegurð heimilana! Ég hef fylgst með blogginu þínu í nokkur ár núna og mér finnst það alltaf verða flottara og flottara! Og uppfullt af inblæstri fyrir okkur hin :) Og svo eru NotKnot púðarnir stofustáss sem ætti að vera til á hverju heimili! :) Grár Turks Head myndi passa fullkomlega í stofuna mína!

  209. Ingibjörg Möller

    18. October 2013

    Hvílík dýrð og dásemd sem þessir púðar eru og þeir lífga heldur betur upp á umhverfið. Aðdáunarverð hugmynd og frjó hugsun sem liggur að baki.
    Ég vel þennan gráa.

  210. Elva Ösp

    18. October 2013

    Ég væri sko alveg til í einn gráan Turks Head ! :)

  211. Áfram Svana!
    Ég hefði ekki trúað þessu upp á mig en mig langar frekar í BLEIKAN! Kannski hef ég smitast af bleikum október, en ég sé púðann fyrir mér lífga upp á annars frekar líflausan sófann í litlu krúttu íbúðinni ;)
    Yngir dóttirin yrði líka alsæl með bleika, því þrátt fyrir aðfinnslur móðurinnar á bleikum lit þá heldur hún auðvitað upp á hann í laumi.

  212. Sara Lind

    18. October 2013

    Æðislegt bloggið þitt! :) Kemur með svo flottar og skemmtilegar hugmyndir. Mér hefur lengi langað í þennan gráa púða og veit nákvæmlega hvar hann færi, á eames stólnum mínum inn í stofu :)

  213. Hrönn Ívarsdóttir

    18. October 2013

    Var að fá nýjan sófa í stofuna sem bráðvantar svona fallegan púða í sig…bleikur myndi bæta algerlega upp allt testósterónið heima hjá mér…bleikan fyrir einu stelpuna á heimilinu :)

    Takk fyrir að vera svona skemmtilegur bloggari…elska að fylgjast með þér og Trendnet!

  214. Helga Huld

    18. October 2013

    Ofsalega flottir púðar og grár myndi passa vel inn á heimilið mitt.
    Virkilega skemmtilegt blogg og búin að fylgjast með því í mjög langan tíma, löngu áður en trendnet kom til sögunnar :)

  215. Silja M Stefáns

    18. October 2013

    Ég er sjúk í þessa púða! Held ég gæti horft endalaust á þá :) Mér finnst þessir litir báðir mjög fallegir en hugsa að grái færi betur í stofunni minni :)

  216. Hugrún Malmquist

    18. October 2013

    Þeir eru báðir jafn dásamlegir og bloggið þitt :) svartáhvítu er lang uppáhalds bloggið mitt, það er alltaf það fyrsta sem ég kíki á þegar þegar ég er búin að koma orkuboltunum mínum í skólana og litla peðinu í vagninn og búin að hella uppá kaffið. Lífið væri nálægt því að vera fullkomið með svona púða í tekksófanum mínum, drekkandi kaffið mitt og skoðandi bloggið þitt ;)

  217. Særún Magnea Samúelsdóttir

    18. October 2013

    þessi bleiki yrði fullkominn í ruggustólinn minn:-)

  218. Hjördís Sif

    18. October 2013

    Ég væri alveg ofsalega mikið til í þennan gráa :)

  219. Berta

    18. October 2013

    Þetta eru æðislegir púðar dreymir um einn, væri til í gráan :)

  220. Bryndís V. Ásmundsdóttir

    18. October 2013

    Guðdómlegt blogg og guðdómlegir púðar. Ég yrði hæstánægð með hvorn sem er.

  221. Tinna Björk Gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Mig er búið að langa í NotKnot síðan í sá þá fyrst. Ótrúlega skemmtileg hönnun. Finnst bæði grái og bleiki mjög flottir.

  222. Rebekka

    18. October 2013

    Ég er búin að girnast þennan gráa alveg síðan ég sá umfjöllun um hönnuðinn nokkru áður en púðarnir voru komnir í sölu, væri mikið til í hann til að fegra heimilið.

  223. Fríða G. Birgisdóttir

    18. October 2013

    Er nýlega farin að fylgjast með blogginu þínu og finnst það æðislega skemmtilegt :)
    Erfitt að velja púða þar sem þeir eru allir svo fallegir :D Held samt að sá grái myndi passa best inn í stofuna.

  224. Auður Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    Mig hefur lengið langað í svona púða, þeir eru geggjaðir ! :) Mér finnst báðir mjög fallegir en ég held að þessi grái mundi betur passa í sófann heima :)

  225. Elísabet Kristjánsdóttir

    18. October 2013

    Finnst þeir báðir mjög flottir og væri glöð með hvorn sem er :)
    kepping my fingers crossed :)

  226. Sólveig Sara

    18. October 2013

    Ég væri mikið til í að eiga einn í turquoise lit í stíl við teppið mitt :)

  227. Hildur Birna Helgadóttir

    18. October 2013

    Það er svo erfitt að velja! En gun to my head þá væri það þessi bleiki hringlótti. Ég hef fylgst með blogginu þínu síðan 2010 en þó kviknaði einmitt áhugi minn á innanhúsarkitekt, núna skoða ég mörg önnur interior blogg en ekkert þeirra kemst með tærnar þar sem þitt hefur hælana.
    Bloggin eru alltaf skemmtileg og spennandi, takk fyrir mig!

  228. Elsa Guðrún

    18. October 2013

    Ég er búin að dást af þessum púðum í langan tíma :) Held að þessi bleiki yrði flottur í nýja sófanum mínum :) :)

  229. Gréta María

    18. October 2013

    ég væri sko til í einn gráan á litla heimilið mitt:)

  230. Agla Harðar

    18. October 2013

    Ég er sjúk í að eignast þennann stein gráa. Hann passar fullkomlega inn í litasamsetninguna í stofunni hjá mér ;)

  231. Guðrún Ósk

    18. October 2013

    VÁ þessir eru þeir allra flottustu! Einn grár turks head myndi hafa það roooosa kósý í sófanum :)

  232. Svanhildur Skúladóttir

    18. October 2013

    Ó svo fínir báðir tveir! :) En elsku besti Strandmon hægindastóllinn minn yrði mjög hamingjusamur með þennan gráa, þeir yrðu afskaplega góðir félagar :)

    Takk fyrir frábæra síðu, hönnunarfróðleiksmolarnir eru í algeru uppáhaldi, að fá söguna á bak við hlutina gerir þá einhvern veginn skemmtilegri :)

  233. Elsa

    18. October 2013

    Ohh svo fallegir púðar, hef lengi verið að dást af þeim :) held að þessi bleiki yrði mjög flottur í nýja sófanum mínum :)

  234. María

    18. October 2013

    Frábært framtak og skemmtilegt blogg sem ég fylgist alltaf með. Grái púðinn myndi fara dásamlega vel í ný uppgerðu stofunni minni í eldgamla húsinu mínu :)

  235. Hildur Björk Þorsteinsdóttir

    18. October 2013

    langar svo í turkis!!! :))

  236. Steinunn Reynisdóttir

    18. October 2013

    Mikið ofsalega er þetta flott gjöf í afmælisleiknum! Mikið væri ég til í að eignast þennan gráa…. hann færi ekkert smá vel í stofunni í nýju íbúðinni minni sem við hjónin erum að vinna í á fullu þessa dagana.
    Ég krossa sko klárlega fingur! :)

    Takk fyrir skemmtilegt blogg, ég kíki hérna inn daglega til að fá innblástur fyrir íbúðina.

  237. Karítas Gissurardóttir

    18. October 2013

    Ó báðir svo fallegir ! Þeir væru fullkomnir saman, en held að ég mundi frekar vilja “byrja á” gráa ;)

  238. Sigríður Anna

    18. October 2013

    Draumapúðar!! Einn svona myndi lífga mikið upp á stofuna mína hér í Eindhoven! :)

  239. Helga

    18. October 2013

    Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, þú gefur manni góðar hugmyndir :)

    Mig langar alveg rosalega mikið í einn gráann, hann myndi sóma sig vel í sófanum mínum!

  240. Helga Þórey Rúnarsd.

    18. October 2013

    úff… báðir púðarnir eru svo fallegir.. en ég held ég myndi vilja gráa frekar, held hann myndi sóma sér mjög vel í stofunni minni… :) annars finnst mér allir púðarnir æðislegir.. skoða þá reglulega og hefur langað í svona þó nokkuð lengi…

    Finnst sjúklega gaman að koma hér inn og skoða bloggið og fá smá innblástur.. alltaf jafn skemmtilegt.. :)

  241. Heiða Pétursdóttir Dam

    18. October 2013

    Ég þrái þennan bleika! þvílík feðurð **

  242. Bergþóra Þorgeirsdóttir

    18. October 2013

    Ég veit ekki hversu lengi mér hefur dreymt um svona púða… Ég væri svo tryllt mikið til í þennan gráa… ég yrði valhoppandi kát !
    Takk annar fyrir mega blogg.. ég hef fylgst með því alveg síðan löngu fyrir trendnet og hlakka til að fylgjast með því í langann tíma í viðbót!

  243. Hildigunnur Helgadottir

    18. October 2013

    Báðir púðarnir er æðislegir, en sá bleiki er guðdómlegur :)

  244. Berglind Ýr Jónasdóttir

    18. October 2013

    Mikið væri gaman að eignast svona fallegan gráan púða til að poppa aðeins upp sófann :)

  245. LV

    18. October 2013

    Ég væri ótrúlega mikið til í þennan bleika, algjör draumur :) Takk fyrir skemmtilegt blogg !

    -LV

  246. Dúdda

    18. October 2013

    Takk fyrir frábæra síðu! Mér þykja þessir púðar alltaf svo dásamlegir! En ef ég þarf að velja á milli myndi ég velja þennan gráa.

  247. Hjördís Arna Hjartardóttir

    18. October 2013

    Draumurinn er að eignast gráan Turks Head!

  248. Veronika Ómarsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru æði! Nefndi það einmitt við kærastann minn í gær hvað það væri flott að fá einn svona notknotpúða í sófann okkar til að lífga uppá! Vorum að flytja til Vínar og erum að safna í búið og okkur vantar svo mikið fallega íslenska hönnun til að eiga hérna í útlandinu :) Væri mikið til í þennan tyggjóbleika <3

    En mig langar líka til að segja þér að ég er búin að skoða bloggið þitt á hverjum degi í 2 ár og þú ert frábær innblástur! Ég er að stefna að því að fara í innanhúshönnunarnám í Austurríki og ég mundi segja að það hafi verið bloggið þitt sem kveikti áhugann minn á því fagi :)

    Takk kærlega fyrir mig!

  249. Guðbjörg Aðalsteinsdóttir

    18. October 2013

    Mig langar í gráan turks head, væri góð viðbót í litlu búslóðina mína.

    ps. Hrós í hattinn fyrir frábært blogg!

  250. Erla

    18. October 2013

    Hæ hæ og takk fyrir frábæra síðu:) Væri mjög spennt fyrir gráa púðanum. Takk takk og góða helgi.

  251. Habba

    18. October 2013

    Þessi púðar eru svo fallegir og mér þætti ekki leiðinlegt að eignast gráa eða gula. Dásemdar litir.
    Er búin að fylgjast með blogginu þínu frá því þú byrjaðir fyrir svo löngu. Algjörlega uppáhalds bloggið mitt, þú ert svo mikil smekkmanneskja og veitir mér mikinn innblástur fyrir heimilið mitt.
    Mbk. H

  252. Ragnheiður

    18. October 2013

    Langar svoo í svona púða, mér finnst grái æði! :)

  253. María Erla Kjartansdóttir

    18. October 2013

    Æðislegir púðar – einn grár myndi flikka upp á stofuna hjá mér!
    Takk fyrir gott blogg.

  254. Andrea Gylfadóttir

    18. October 2013

    Svooo fallegir! Langar mest í bleikan :)

  255. Hrönn Arnardóttir

    18. October 2013

    Mig langar í svona bleikan! :)

  256. Anna Vala

    18. October 2013

    Frábært blogg og draumapúðar, þessi grái væri voða fínn í stofunni minni!

  257. Lóa

    18. October 2013

    Svo fallegir púðar :-)
    Langar í gráan!
    Æðislegt blogg – fullt af fallegum hugmyndum til að fegra heimilið :-)

  258. Guðný Hrefna Sverrisdóttir

    18. October 2013

    dásamlegt skart fyrir heimilið , báðir æðislegir en bleikur heillar mikið :)
    takk fyrir frábært blogg <3

  259. Bryndís María

    18. October 2013

    Alltaf jafn æðislegt að skoða bloggið, fá hugmyndir og láta sig dreyma um að eiga aðeins meira af peningum en raun ber vitni til að eignast alla fallegu hlutina sem maður sér bregða fyrir :)

    Það væri ÆÐI að eignast gráan notknot en það myndi heldur ekkert væra um þann bleika í sófanum eða stólnum! :)

  260. Astrun

    18. October 2013

    fallegir púðar, virkilega skemmtileg hönnun :) væri til í svona gráan. kv Astrun

  261. Aðalheiður

    18. October 2013

    Laaaaangar svo í gráan, alger draumur í dós

  262. Karen Dúa Kristjánsdóttir

    18. October 2013

    Auðvitað tekur maður þátt í þessum leik eins og hinum:) Það er smá eins og ég hafi valið vinningana í leikinn því þetta eru allt hlutir sem mig hefur dreymt um að eignast en ekki leyft mér, – enn. Ég var næstum búin að kaupa mér einn rauðan púða síðasta vetur en ég er glöð að ég gerði það ekki því nú langar mig í gráan!

    – takk fyrir gott blogg, aftur;)

  263. Íris Dögg Hákonardóttir

    18. October 2013

    Sá tyggjóbleiki er hreinn unaður, læt mig dreyma og krossa putta. Áfram þið :)

  264. Margrét Jónsdóttir

    18. October 2013

    Ég krossa fingur og vona að ég vinni núna! Plís, plís, plís :)
    Þeir eru báðir æði, en ég myndi segja að grái passaði betur inn á mitt heimili.

  265. Fanney Björk Friðriksdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru svo flott hönnun! Grár Turks Head er alveg í uppáhaldi! Mjög klassískur og fallegur, eins og allir púðarnir reyndar :)

  266. Aðalbjörg (Abba)

    18. October 2013

    Ég væri til í þennan gráa, guðdómlega fallegur! Fingurnir mínir eru allir krossaðir í klessu!!

    Annars elska ég bloggið þitt Svana, margar góðar hugmyndir sem hafa svo ratað inn á heimilið mitt…. sem er fyrir vikið orðið muuuun huggulegra – takk fyrir það ;)

  267. María

    18. October 2013

    Púðarnir eru báðir svo fallegir!! Ég væri sko til í báða, en held að bleiki myndi fara extra vel heima hjá mér :) Takk fyrir frábært blogg – snilld að fá góðar hugmyndir fyrir heimilið!

  268. Andrea Jóhannsdóttir

    18. October 2013

    Sæl ;)
    Hefur alltaf langaði í svona púða
    Væri til í þennan Gráa Turks Head, hann er geggjaður :D

  269. Jórunn Gröndal

    18. October 2013

    Grár myndi akkurat passa inn í litaskemað í stofunni minni sem stendur til að breyta og bæta :)

  270. Guðrún Lilja

    18. October 2013

    Dreymir um að eignast svona púða finnst þeir allir fallegir en mundi sennilega velja gráan:)

  271. Guðbjörg

    18. October 2013

    Ekkert smá flottir væri svo alveg til í einn svona gráan :)

  272. Salka Þórðardóttir

    18. October 2013

    Jiii það væri ekki amalegt að fá einn svona þegar maður er að safna sér í búið einsog enginn sé morgundagurinn! Mér finnst þessi grái alveg trylltur!

  273. Heiða Pálrún

    18. October 2013

    Mikið sem mig langar í gráa púðann!
    Takk fyrir skemmtilegt blogg :)

  274. Bára

    18. October 2013

    Ég eiginlega bara verð að freysta gæfunnar og taka þátt í þessum flotta leik þínum Svana.
    Get samt ekki gert upp við mig hvort bleiki eða grái yrði fyrir valinu því þeir væru svo ótrúlega fallegir saman.

    Áfram þú og þessi flotta síða <3

  275. Elín Ösp

    18. October 2013

    Bleiki púðinn myndi sóma sig vel hjá mér :) Þetta eru æðislegir púðar. Takk fyrir að vera með svona frábært blogg, eitt af mínum uppáhalds!

  276. Anna Kristín

    18. October 2013

    Grái púðinn er æði! Bloggið þitt líka, bíð alltaf spennt eftir nýjum færslum.

  277. Sæunn Elsa

    18. October 2013

    Þessi fallega gjöf frá ykkur myndi fullkona daginn minn – jafnvel meistaramánuðinn :-)

  278. Sara Ósk

    18. October 2013

    Þetta eru svo fallegir og flottir púðar! Bleiki myndi sóma sig vel í gráa sófanum mínum.
    X-Krossafingur-X!! :)

  279. Arna Íris

    18. October 2013

    Ótrúlega fallegir báðir.. Væri mikið til í einn bleikan :-)

  280. Ásbjörg Bergþórsdóttir

    18. October 2013

    Ég væri sko mikið mikið mikið mikið til í að vinna svona púða :) finnst þeir æði. Gráan takk :)

    Fæ svo skemmtilegar hugmyndir af síðunni,alveg frábært :)

  281. Hildur Gylfa

    18. October 2013

    Væri frábært að eignast einn svona gráan :)

  282. HUlda Magnúsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar myndu gera svo margt fyrir sæta sófann minn. Báðir yndis, en ég held ég myndi heldur velja bleikan.

  283. Elín Lovísa

    18. October 2013

    Ég myndi elska gráa púðann. Ég er nýflutt að heiman og leita alltaf á svartáhvítu að innblæstri! alltaf svo gaman að lesa! Þessi púði myndi líta mjög vel út í stofunni hjá mér!

  284. Aðalbjörg (Abba)

    18. October 2013

    Ég væri til í þennan gráa, guðdómlega fallegur! Fingurnir mínir eru allir krossaðir í klessu!!

    Annars elska ég bloggið þitt Svana, margar góðar hugmyndir sem hafa svo ratað inn á heimilið mitt…. sem er fyrir vikið orðið muuuun huggulegra – takk fyrir það ;)

  285. bryndís

    18. October 2013

    mér finnst þú að gefa þvílíkt veglega vinninga – ég myndi deyja fyrir þennan túrkis litaða – svo ótrúlega fínn !! xx

  286. Sif Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Yndislegir púðar og sérstaklega sá grái :)

  287. Hólmfríður Kristín Árnadóttir

    18. October 2013

    Gleðilegan föstudag – Bleiki er alveg undursamlegur.

  288. Iris

    18. October 2013

    Úúú þeir eru svo flottir :D bleiki púðinn yrði frábær á mínu heimili :)

  289. Valgerður Sverrisdóttir

    18. October 2013

    Geðveikir púðar og frábær síða hjá þér ! væri til í púða til að lífga upp á mitt heimili :) gangi þér vel.

  290. Inga Hlín

    18. October 2013

    Ó ég elska þessa púða…myndi helst vilja gráan turks head :) Færi vel í grænum sófa.

  291. Kristín Lórey Guðlaugsdóttir

    18. October 2013

    Er mjög svo skotin í gráa púðanum, hann er æði :)

  292. G.María Brynjólfsdóttir

    18. October 2013

    Þessi grái yrði perfect í nýja stólinn minn <3

  293. Rakel

    18. October 2013

    elska þessa, grái myndi njóta sín vel í sófanum

  294. Kristín Valsdóttir

    18. October 2013

    Gæti hugsað mér að eiga alla púðana! En ég held að þessi bleiki myndi passa fullkomlega með ullarteppinu mínu frá Geysi!
    Takk enn og aftur fyrir skemmtilegt blogg :)

  295. Ása Magnea

    18. October 2013

    Já takk, ég myndi velja Grár Turks Head.
    Hingað til hef ég ekki verið mikil púðamanneskja og á ég ekki einn einasta púða. En núna er ég að verða einhver púðaperri held ég haha. Þessi myndi allavega sóma sér vel í svarta sófanum mínum eða Svaninum mínum.

  296. Katrín Andrésdóttir

    18. October 2013

    Vá, gjafirnar í leikjunum þínum eru vægast sagt dásamlegar og miklu meira en það! Ég kíki að sjálfsögðu samviskusamlega á bloggið daglega og hef gert löngu síðan fyrir tíma trendnets. Sérstaklega yfir aðventukransa og jólaskreytinga tímbilið þá kíki ég inn vandræðalega oft á dag, sorry. Ég er voða léleg að kommenta (ég er hins vegar dugleg að nota litla like-hjartað í staðinn) svo það er löngu kominn tími á að ég segi takk fyrir ótrúlega smart og skemmtilegt blogg og til hamingju með afmælið auðvitað :)
    Varðandi NotKnot púðana þá er ég er dolfallin aðdáandi Round Brocade og þessi bleiki er to die for!

  297. Erla Kolbrún

    18. October 2013

    Væri mikið til í gráann:-) takk fyrir skemmtilegt blogg! :-)

  298. Tinna Óðinsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru dásemd, mikið sem ég væri til í einn tyggjóbleikan Round Brocade! :)

  299. Arna Björgvinsdóttir

    18. October 2013

    Langar rosalega í svona fallegan gráan púða!! Myndi sóma sér vel í sófanum :)

  300. Ína

    18. October 2013

    Ég væri alveg til í bleika púðann. Hann myndi geta dregið athyglina frá ljóta, græna lazyboy stólnum sem maðurinn minn vill endilega hafa í stofunni :)

  301. Solrun Tinna Eggertsdottir

    18. October 2013

    Hef lengi dreymt um svona fallegan púða. Myndi gleðja mitt hönnunarhjarta að eignast einn. Elska bloggið!

  302. Hrund Einarsdóttir

    18. October 2013

    Hæ! Frábært blogg hjá þér, alltaf!
    Grár myndi sóma sig vel í mínum sófa :)

  303. Margrét Anna Magnúsdóttir

    18. October 2013

    Þetta eru svo yndislega fínir púðar. Á milli þessara tveggja myndi ég velja mér þann gráa. Ef ég vinn hann ekk hér á ég sko eftir að kaupa mér svona fyrr eða seinna :)

  304. Hófí

    18. October 2013

    Vá þvílíkir vinningar! Það er bara hver hönnunarsnilldin á fætur annarri :) Elska þegar hönnuðir ná að hugsa svona skemmtilega út fyrir kassann eins og hún Ragnheiður Ösp með notknot púðana, þeir eru allir æðislegir og ég myndi nú ekki slá hendinni á móti einum slíkum, maður á víst ekki möguleika ef maður tekur ekki þátt! :)

    • Hófí

      18. October 2013

      Ég heiti nú víst Hólmfríður Magnúsdóttir, betra að láta það fylgja ;)

  305. Lilla

    18. October 2013

    Ó hvað ég væri til í þennan undurfagra bleika á mitt heimili !! hann er dásemdin ein <3

  306. Silja Hanna Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    Ofboðslega fallegir púðar! :)
    Í rauninni finnst mér þeir báðir alveg sjúklega fallegir þannig að ég væri bara glöð í hjartanu mínu að vinna annan hvorn! Get bara ekki gert upp á milli þeirra :)

  307. Andrea Sif

    18. October 2013

    Ótrúlega fallegir púðar, mig dreymir um þennan bleika!
    Takk fyrir frábært blogg :)

  308. Daníel Gauti Georgsson

    18. October 2013

    ég væri til í Grár Turks Head púðan :) Takk fyrir frábært blogg

  309. Erla Björt Björnsdóttir

    18. October 2013

    Lengi dreymt um Notknot púða – svo fallegir!
    Ég myndi velja gráan turks head :)

  310. Heiðrún baldursdottir

    18. October 2013

    Er með appelsínugulan sófa sem sárvantar svona fallegan :)

  311. Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru æði! Myndi ekki slá hendina á móti þessum bleika, enda bleikur október ekki satt :)

  312. Anna Gerður

    18. October 2013

    Gráu og appelsínugulu púðarnir hennar Ragnheiðar í öllum útgáfum eru bara dásamlegir og í algjöru uppáhaldi :)
    Takk fyrir frábært blogg, það bregst aldrei að kíkja hérna inn í leit að innblæstri þegar maður vill dekra við heimilið sitt :)

  313. Auður M Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    Þessir hafa verið ansi lengi á óskalistanum mínum.
    Ég á eiginlega erfitt með að velja annan hvorn, báðir svoooo fallegir.
    En ég segi Grár Turks :)

  314. Jana Katrín Knútsd.

    18. October 2013

    Læt mig dreyma um þennan gráa :)

  315. Rannveig Hrönn Brink

    18. October 2013

    Þvílíka dásemdin sem þessir púðar eru!!! Get ómögulega gert upp hug minn þar sem báðir myndu þeir passa afskaplega í bleika sófann minn, Grái myndi kannski poppa meira út og því held ég að ég myndi velja hann ef snúið yrði fast uppá höndina á mér ;)

  316. Vallý

    18. October 2013

    Báðir púðarnir eru gullfallegir – grái væri voða fínn :) Takk fyrir skemmtilegt blogg

  317. Magga Ploder

    18. October 2013

    Ihh þessir púðar eru svo óendanlega girnilegir. Ég get enganvegin valið hvorn mig langar meira í. Held að þeir myndu sæma sér jafnvel í bláa sófanum mínum. Takk fyrir eðal siðu, les á hverjum degi og get alltaf fundið eitthvað skemmtilegt að lesa um hér. :)

  318. Hallbera Rún Þórðardóttir

    18. October 2013

    Ég væri meira en til í einn svona gráann :)

  319. Sara

    18. October 2013

    Væri yndis að vinna einn gráan, hann hefur lengi verið á óskalistanum!

  320. Rut R.

    18. October 2013

    Alveg hrikalega töff púðar.
    Sé þennan gráa algjörlega fyrir mér inní stofu, í rauða gamla stólnum frá langafa og ömmu :)

    kv. Rut Rúnarsdóttir.

  321. Bylgja Dögg

    18. October 2013

    Væri sko alveg til í einn gráan, mér finnst bloggið þitt æði :)

  322. Margrét Inga

    18. October 2013

    Ég yrði himinlifandi með svona dásamlega fallega þrítugsafmælisgjöf! Og þeir eru báðir betri!! En ég held að ef ég yrði að velja, þá væri það sá bleiki, gaman að poppa aðeins upp með svona fallegum lit :)

  323. Dóra Hansen

    18. October 2013

    Takk fyrir bloggið þit Svana og Notknot púðarnir eru bara flottir þarf ekki að segja neitt meira um það……. Ég er ekki mjög bleik svo að grái færi mér betur en bleiki væri auðvita ögrandi inn í mitt líf :)

  324. Mæja

    18. October 2013

    Mig vantar punktinn yfir i:ið í sófann minn….Grár NOTKNOT væri fyrirtaks punktur:)

  325. Helga Marie Þórsdóttir

    18. October 2013

    Væri ótrúlega mikið til í gráa : )

  326. Kristín María Kristinsdóttir

    18. October 2013

    Ég er búin að láta mig dreyma um að eignast einn svona í þónokkurn tíma! Bleiki hnúturinn myndi gleðja mig mikið.

  327. Elín Rós

    18. October 2013

    Æðislegir púðar! gæti átt þá alla! Grái, bleiku og bláu í uppáhaldi <3

  328. Eva Kristín Dal

    18. October 2013

    Þessi grái myndi passa Nesto ruggustólnum mínum svo vel. Þetta er yndislegur stóll frá sjöunda áratugnum en hann er með rimlabaki sem getur verið frekar hart. NotKnot myndi gera hann meira kósí… sé þetta alveg fyrir mér með flottri gæru líka, myndi umbreyta honum í mest kósí stað heimilisins!

  329. Íris

    18. October 2013

    Tyggjóbleiki er kúl!

  330. Jóhanna Ósk Kristinsdóttir

    18. October 2013

    Þetta eru báðir svo flottir púðar! Reyndar er ég hrifin af öllum þessum litum. Væri æðislegt að fá einn tl að fullkomna stofuna :)

  331. Þórdís Þórðard.

    18. October 2013

    Nú er ég loksins búin að láta verða af því að læka nýju facebook síðu svarts á hvítu! og mig langar í bleikan notknot púða, ég sé fyrir mér að geta notað hann til að halda haus í prófunum…

  332. Ingibjörg Jónsdóttir

    18. October 2013

    Mig er búið að dreyma um gráan Turks Head púða í langan tíma. Hann færi vel inn í stofu hjá mér :) Takk fyrir skemmtileg blogg í gegnum tíðina!

  333. Ríkey Eydal

    18. October 2013

    Mikið óskaplega er þessi grái girnilegur til eignar, ég væri alveg til í hann :)

  334. Thelma Gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Þeir eru báðir svo ótrúlega fallegir !!!

  335. Ásta Dröfn

    18. October 2013

    Ég væri til í gráa púðann, hann er aðeins of flottur. Verst að sófasettið mitt er grátt og hann á líklega eftir að týnast í því en hey þá verð ég að kaupa mér nýtt sófasett ;)

  336. Rakel S. Sigurdardottir

    18. October 2013

    Ó, um þennan “Tyrkjahaus” mig lengi hefur dreymt
    ástæður kaupa reyni að finna
    og þó svo ég reyni, honum fæ ég ei gleymt
    þennan leik ég verð að vinna!

    Mikið yrði ég glöð og þakklát ef ég fengi svona fallegan Turk´s head í stofuna hjá mér.

    Takk fyrir frábært blogg, orðið hluti af föstum netrúnti hjá mér.

  337. Helga Eir

    18. October 2013

    Ó guð ertu að meina þetta! Ég var auðvitað fyrir löngu búin að læka facebook síðuna – enda dyggur lesandi. Mér finnst báðir alveg hreint dásamlegir… en held ég myndi velja gráa.
    Takk fyrir frábæra síðu :)

  338. Sonja Hrund

    18. October 2013

    Þetta er æðisleg síða og ég kíki á þig á hverjum einasta degi! Einn af þessum púðum myndi sóma sér svo vel hérna heima hjá mér í nýju íbúðinni! :)

  339. Marta

    18. October 2013

    Við mamma erum báðar alveg ástfangnar af þessum púðum og því yrði draumur að geta sett einn í stofuna – er nú þegar búin að ákveða staðinn :)

  340. Hafdís Anna

    18. October 2013

    Þessir púðar eru alveg frábærir, er hrifin af báðum en þessa stundina passar bleiki betur inn í íbúðina hjá mér.
    Annars verð ég að segja að Ragnheiður er frábær vöruhönnuður, að taka tugþúsunda gamalt fyrirbæri eins og að hnýta hnút, sem engum finnst merkilegt og vinna úr því svona fallegar vörur. Finnst bara mesta skömm að núna sé fólk farið að herma eftir henni úti í heim til að græða á þessari frumlegu hugmyndavinnu…

  341. Eyleif

    18. October 2013

    Yndislegir púðar, grár myndi sóma sér vel á mínu heimili :)

  342. Tinna Rut Róbertsóttir

    18. October 2013

    Þetta eru draumapúðarnir mínir og þá sérstaklega þessi grái :)

  343. Sigrún Guðjónsdóttir

    18. October 2013

    Langar í þennan gráa en fengi mæðraverlaun ársisn frá dótturinni ef þessi bleiki fengi að sitja í sófanum mínum.

  344. Sólrún Þrastardóttir

    18. October 2013

    ohh báðir púðarnir eru gordjöss, það er svo erfitt að gera upp á milli, en Grár Turks Head hefur vinninginn :) :)

  345. Kristín María Erlendsdóttir

    18. October 2013

    Mig hefur dreymt um þennan gráa (bókstaflega), það sem hann myndi sóma sig vel í tómlegu nýju stofunni. Takk fyrir frábært blogg með TONN af nýjum innblæstri reglulega, það sem ég dagdreymi um alla þessa fallegu hluti sem þér tekst að finna og sýna okkur hinum sem eru ekki eins lúnkin við þetta og þú. Takktakktakk

  346. Unnur Kristjánsdóttir

    18. October 2013

    Óminneini! það sem er búið að vera á listanum mínum í langan tíma…og get ég aldrei gert upp hug minn hvaða lit ég vil. Held ég sletti þessu gamla góða: Bæði betra :)
    Þú ert svo mikill snillingur Svana og hefur haft gríðarleg áhrif á mitt heimili með þessu frábæra bloggi þínu <3
    KrossaPutta

    p.s. hlakka til að sjá plakat-a færsluna hjá þér, vantar eitthvað nýtt á vegginn.

  347. Íris Blöndal

    18. October 2013

    Hrikalega flottir, væri meira en lítið til í grára Turks Head í litlu stofuna mína :)

  348. Lilla Lange

    18. October 2013

    Hef svo lengi langað í NotKnot púða, myndi vera gríðarlega lukkuleg með þann gráa :))

  349. Oddný Jóna

    18. October 2013

    Ég væri mikið til í gráa <3

  350. Íris

    18. October 2013

    Elska þessa púða og langar svooo mikið í einn. Get eiginlega ekki valið á milli þar sem ég elska allt sem er bleikt og grái er líka svo fallegur, væri ánægð með hvort heldur sem er :)

  351. Lilja Rún Gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru frábærir og eru búnir að vera á listanum mínum lengi væri mikið til í Gráan Turks Head :)

  352. Anna Sif Gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Svo skemmtilegt blogg hjá þér, þessi grái er náttúrulega bara geggjaður og myndi fara ósköp vel heima hjá mér :)

  353. Eva Engilráð Thoroddsen

    18. October 2013

    hef uppfyllt öll skilyrðin til að geta tekið þátt í leiknum, meira segja krossleggja fingur. Því áætla ég að ég muni vinna gráa púðann :D

  354. Hertha

    18. October 2013

    Eg vildi nu adallega deila gledinni efir thennan snjalla honnud:)

  355. Þóra Hrund

    18. October 2013

    Fyrsta og eina skiptið sem ég tek þátt í svona leik, mig langar bara svo mikið í þennan fína fína púða :) Æðislegt blogg, æðislegur púði og æðislegur leikur. Grár er uppáhaldsliturinn minn svo ég myndi velja hann.

  356. Ásrún Ág.

    18. October 2013

    Svooo fallegir púðar! Bleiki myndi poppa stofuna mína vel upp en í leið gera hana svo rómó og kósý fyrir veturinn :)

    ps. takk fyrir snilldar blogg!

  357. Herdís María

    18. October 2013

    Þessi grái er rosalega flottur!

  358. Kristín Marselíusardóttir

    18. October 2013

    Ohh langar svoo í þennan bleika, en þeir eru báðir dásamlegir samt :)
    Takk annars æðislega fyrir æðislegt blogg, hef fylgst með því síðann frá upphafi og fíla stílinn þinn geðveikt og síðann hefur verið mér mikill innblástur þegar ég skipulegg framtíðaheimilið mitt sem er reyndar aðeins til í kollinum mínum eins og er :D En þessi púði passar vel inn í þá mynd og myndi hjálpa til við að gera herbergið aðeins meira kósý og fallegra ;)

  359. Barbara Helgadóttir

    18. October 2013

    ég væri til í þennan gráa :)

  360. evabjorkjonu

    18. October 2013

    jeg ville vælge den grå! hann myndi passa betur hjá mér. keep up the good work svana mín – bkv. E

  361. Bergþóra Jóns

    18. October 2013

    Takk fyrir frábært blogg Svana, dett reglulega hér inn.
    Væri meira en til í einn svona gráan!

  362. Yrsa Guðrún

    18. October 2013

    Alltof erfitt að segja til um hvor liturinn sé málið! Enn grái liturinn myndi taka sig vel út á sófanum mínum! Alltaf gaman að kíkja inn á bloggið til þín Svana, takk fyrir skemmtilegar færslur :-)

  363. Sigríður Elfa Elídóttir

    18. October 2013

    Dreymir um þessa !

  364. Þórunn Valdimarsdóttir

    18. October 2013

    Mig er lengi búið að langa í svona Notknot púða, þessi grái færi mjög vel í stofunni hjá mér :)

  365. Sigríður Margrét jónsdóttir

    18. October 2013

    Þessi bleiki er of ómótstæðilegur <3

  366. Þórarna Gró Friðjónsdóttir

    18. October 2013

    Báðir betri. En ef ég ætti að velja þá myndi það vera grái :)
    Takk fyrir frábært blogg!!

  367. Arna Rún Rúnarsdóttir

    18. October 2013

    Aldrei hefði ég trúað því upp á mig en ég er ferlega skotin í þessum bleika! Ég er ekki bleik að eðlisfari en þetta er óskaplega fallegur púði.
    Alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt.. fullt af innblæstri og góðum hugmyndum. Keep up the good work!

  368. Sæunn Þórisdóttir

    18. October 2013

    Þetta eru svo æðislega smart púðar að það hálfa væri hellingur! Ég var að kaupa mér glænýjan mosagrænan sófa og grái púðinn myndi heldur betur sóma sig vel í honum. Ég krossa putta :) Takk fyrir skemmtilegt blogg og skemmtilega leiki, þú ert frábær penni! Góða helgi :)

  369. Soffía Arna Ómarsdóttir

    18. October 2013

    Er svo lengi búin að vera að horfa á þessa púða! Langar sjúklega mikið í. Þessi bubblegum bleiki er æðislegur og myndi looka SVOvel í stofunni minni :)

  370. Hilma

    18. October 2013

    Dásamlegir púðar! Ég *KROSSA* putta :)
    Takk æðislega fyrir frábært blogg!

  371. Herdís

    18. October 2013

    Dásamlegir púðar, ég held að bleiki væri fallegur í gráa sofanum mínum :)
    Uppahalds bloggarinn, alltaf svo gaman að skoða færalurnar þínar ;)

  372. Sólrún Haraldsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru báðir rosalega fallegir ! Væri til í einn svona gráan :)

  373. Tinna Gilbertsdóttir

    18. October 2013

    Ég er ástfangin af þessum gráa og elska þessa síðu. Ég yrði svo glöð að fá einn slíkan í innflutnings- og afmælisgjöf frá Svart á hvítu!! Ég er yfirleitt ekki með heppnina með mér í svona gjafaleikjum en vona að það verði breyting á því núna :D Fingers crossed!

  374. Sara Sjöfn Grettisdóttir

    18. October 2013

    Notknot hefur verið lengi efst á óskalistanum en draumurinn hefur ekki ennþá ræst!
    Bleikur notknot mundi setja punktinn yfir i-ið í stofuna hjá mér :-)

    Ég hef fylgst með blogginu nokkurvegin frá upphafi og það hefur gefið mér heilan helling af innblæstri og þar á meðal að fara blogga sjálf!
    Takk fyrir mig!

  375. tinna björk

    18. October 2013

    Fjólublái væri fallegur a heimilið mitt, eða bleikur :)

  376. Andrea Kjartansdóttir

    18. October 2013

    Svo flottir púðar langar svo að safna þeim :) væri til í gráan í stofuna mína :)

  377. Sesselja Guðmunds

    18. October 2013

    Ekki spurning hvorn púðann skátamamman velur…. hnútar eru kúl.

  378. Þorkatla Sif

    18. October 2013

    Æðislegir puðar. Væri til i einn i stofuna mína :)

  379. Gulla Þorbjörnsd.

    18. October 2013

    Langar ofsalega mikið í notknot, og þá gráan af þessum tveimur :)

  380. María Óskarsdóttir

    18. October 2013

    Mig dreymir um að eignast þennan gráa, er búinn að vera lengi á óskalistanum mínum ;)

  381. Ásgerður Höskuldsdóttir

    18. October 2013

    Þetta eru svo fínir púðar! Bleiki púðinn myndi looka vel heima hjá mér :)

  382. Kolbrún Birna Árdal

    18. October 2013

    Mig langar endalaust mikið í svona púða, finnst þeir dásamlega fallegir.Ég væri mikið til í svona gráan :)
    Annars finnst mér bloggið þitt æðislegt, ég er áskrifandi á bloglovin og les færslurnar þínar alltaf :)

  383. Berglind

    18. October 2013

    Þeir eru svo mikið ÆÐI þessir púðar. Erfitt að velja en held ég vilji bleikan

  384. Þórunn

    18. October 2013

    Báðir púðarnir eru ofsa fallegir. En ég myndi helst vilja bleika púðan til þess að lífga aðeins upp á heimilið ;)

  385. Anita Elefsen

    18. October 2013

    Svo ótrúlega fínir púðar – þú kannt aldeilis að velja fína vinninga! ;)
    En ég á mjög erfitt með að gera upp á milli – við fyrstu sýn hefði ég valið þann gráa – en held að þessi bleiki myndi poppa upp Chesterfieldinn í stofunni ;)

  386. Þórdís Valsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru yndislegir, myndu gefa annars litlausu heimili mínu smá lit! :)

  387. Þórdís

    18. October 2013

    Ég bilast mig langar svo í þennan dásamlega fallega gráa!

  388. Erla G

    18. October 2013

    Ó hvað mig langar í gráa púðann! Notknot er snilld.

    Ég les bloggið þitt oft í viku enda er það stútfullt af fíneríi sem ég myndi ekki hafa hugmynd um að væri til annars. Afmælis- og jólagjafalistarnir mínir eru sem dæmi nær eingöngu settir saman af einhverju sem ég hef séð ákkúrat hér!

  389. Inga Lilja Eiríksdóttir

    18. October 2013

    Ég elska þessa púða!! Á einn rauðan Turks Head – vantar Round Brocade :)

  390. Lilja

    18. October 2013

    Æðislegir púðar og æðislegt blogg – mikill innblástur sem ég hef fengið héðan síðan ég flutti nýlega í mína fyrstu íbúð :) Hef enn ekki fjárfest í púða í sófann og væri sá bleiki frábær viðbót.

  391. Unnur Ragna Pálsdóttir

    18. October 2013

    Langar svo mikið í svona púða, væri alveg til í þennan gráa :)

  392. Líf Lárusdóttir

    18. October 2013

    Æðisleg síða:)

    Væri rosalega til í þennan bleika :)

  393. Birna Sig.

    18. October 2013

    ó þessi fegurð af púðum…… langar mikið í einn, og held að grár myndi sóma sér vel heima hjá mér á einum stól sem væri til í púðafélagsskap :-)

  394. Kristín Pétursdóttir

    18. October 2013

    Yndislega fallegir púðar allir saman og myndi svo sannarlega vilja fá að skreyta heimilið með einum slíkum og fá í fyrirfram afmælisgjöf – Báðir litirnir eru mjög fallegir en held að grái færi betur við hjá mér :)
    ps.Ótrúlega skemmtilegt að skoða bloggið þitt og fá hugmyndir úr allskonar áttum í fyrstu íbúðina :):)!!!

  395. Berglind Sigurðardóttir

    18. October 2013

    Komment dagsins er frá manninum mínum: “snilldar blogg sem heldur konunni minni kátri en buddunni minni pínu slappri. Held að konan mín eigi skilið smá verðlaun fyrir að vera diggur aðdáandi og bókstaflega herma eftir öllum sniðugu hugmyndunum þínum. Frábær síða” …og ég er hjartanlega sammála kallinum! Bleiki púðinn væri dásemdin ein :)

  396. Helga SINgimarsdóttir

    18. October 2013

    Mig dreymir um asni margt og hef langan lista, þar á meðal eru púðarnir sem myndu bræða mitt hjarta við slíka gjöf. Say no more . :)

  397. Bergrún Björnsdóttir

    18. October 2013

    Svo ótrúlega fallegir :)

  398. Katrín Einarsdóttir

    18. October 2013

    Ég yrði svo glöð að vinna einn svona púða, grái myndi sóma sér vel hérna í stofunni minni :)

  399. Karitas Jónsdóttir

    18. October 2013

    Æðislegir púðar! Sá gráir myndi sóma sér vel í stofunni minni :)

  400. Friðrika Ýr Einarsdóttir

    18. October 2013

    Þennan gráa þótt þér séu báðir ÆÐI!

  401. Eva María Mattadóttir

    18. October 2013

    Ooo þessi bleiki er akkurat touch-ið sem mig vantar í stofuna mína!

  402. Maren Lind Másdóttir

    18. October 2013

    Ég held að þessi yndislega tyggjóbleiki púði myndi heldur betur bæta upp buxurnar sem ég eyðilagði með því að setjast á tyggjóklessu í byrjun meistaramánaðar ;)

  403. Sunna María Jónasdóttir

    18. October 2013

    Ohhh þeir eru svo fallegir þessir púðar, væri til í þá báða en þessi grái myndu sóma sér vel í sófanum mínum :) elska þessa gjafaleiki þína með íslenskri hönnun! :)

  404. Sandra

    18. October 2013

    Mig langar rosalega mikið í gráa púðann fyrir nýju fyrstu íbúðina mína. Hef alltaf fylgst með blogginu þínu, áður en þú byrjaðir á trendnet og finnst gaman að lesa bloggið þitt og fá hugmyndir og hlakka strax til að flytja út til að gera allt fínt hjá mér :)

  405. Hilda Karen

    18. October 2013

    Notknot er búinn að vera lengi á óskalistanum. Skil ekki af hverju ENGINN gefur mér svona púða, svo borðleggjandi minn stíll! Báðir þessir dásamlegu púðar myndu sóma sér vel hjá mér en svona til að velja segi ég grár í dag.

    Kærleikur til allra.

  406. Sunna Vilborg

    18. October 2013

    Flott hönnun og kósý fílingur. Á antíksófa með ljósgráu áklæði sem þetta færi vel við.

  407. Sigrún Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Elska þessa púða, búnir að vera á óskalistanum í alltof langan tíma. Grái púðin myndi passa vel inní stofuna hjá mér :) Bloggið þitt er í algjöru uppáhaldi hjá mér og skoða ég allt sem þú póstar hér. Gefur manni margar hugmyndir fyrir framtíðar húsið sitt :)

  408. Erla

    18. October 2013

    Herre gud hvað mig langar íííí! Áfram íslenskt <3

  409. Lilja Bjarnadóttir

    18. October 2013

    Svo fallegir púðar! Yrði himinsæl með þennan gráa, hann er búinn að vera lengi á óskalistanum.
    Takk fyrir frábært blogg!

  410. Eygló Stefánsóttir

    18. October 2013

    Fer inn á síðuna ykkar á hverjun degi. Hef fylgst með -SVART Á HVÍTU frá upphafi. Finnst grái púðinn fallegastur og er nýbúin að sjá hann í BO BEDRE. Með fyrirfram þökk Eygló Stefánsdóttir. :) :)

  411. Íris Lind Björnsdóttir

    18. October 2013

    Afskaplega fallegir báðir tveir. Ég væri þó heldur til í gráa :)

  412. Guðlaug Gylfadóttir

    18. October 2013

    Skemmtilegt blogg! Mig langar mest í svona gráan púða!

  413. Alda Sveinsdóttir

    18. October 2013

    Ofurfallegir. Væri mikið til í svona gráan ;)

  414. Linda Rögnvaldsdóttir

    18. October 2013

    Þessir eru svo flottir, get ekki valið á milli hvorn ég myndi frekar vilja, er alveg dolfallinn af öllum litunum!

  415. Ásdís Björg

    18. October 2013

    Þeir eru svo æðislegir! Mér finnast báðir ótrúlega flottir, en er ekki frá því að mig langi meira í bleika kransinn í þetta skiptið :)

  416. Ólöf

    18. October 2013

    æðislegir púðar! væri til í einn gráan :)

  417. Birna Katrín Harðardóttir

    18. October 2013

    Ó, mikið langar mig í
    fallegan (gráan) Notknot púða
    sem fær mig til að pæla í því
    að hann er mun þægilegri en lúða

    gerast varla skemmtilegri þessi ljóð ;)

  418. Dagbjört Steinarsdóttir

    18. October 2013

    báðir rosa fallegir en hugsa grái :)

  419. Rakel Ósk

    18. October 2013

    Einu sinni var grár púði frá Íslandi og hann átti hvergi heima. Síðan kom alveg frábær stelpa til hans sem heitir Rakel og bauð honum að búa hjá sér og þau lifðu hamingjusöm heim hjá henni til æviloka.
    Endir!

  420. Edda Magnúsdóttir

    18. October 2013

    Notknow púði er búinn að vera á óskalistanum heillengi! Bæði bleiki og grái eru hrikalega flottir, en þessi grái myndi sóma sér betur í stofunni heima hjá mér :)

    • Edda Magnúsdóttir

      18. October 2013

      úbbs, Notknot meina ég! varð svo æst yfir þessum vinning að ég skrifaði Notknow :)

  421. Þórdís Anna

    18. October 2013

    Æðislegir púðar ! Væri til í þennan bleika, gefur smá lit á heimilið :)

  422. Bergljót Halla Kristjánsdóttir

    18. October 2013

    Þetta eru svo dásamlegir púðar, ég gaf einmitt grænan Turks head í brúðkaupsgjöf um daginn og síðan þá hefur mig dreymt um gráan púða til að geta haldið mér félagsskap þegar ég sit og prjóna peysna mína

  423. Hafdís

    18. October 2013

    <3 Bleika

  424. Sunna

    18. October 2013

    Mig dreymir þessa púða dag og nótt en hef ekki enn látið verða af því að eignast slíkan þar sem ég fæ alltaf valkvíðahnút í magann þegar kemur að því að velja! Mér líst því ótrúlega vel á úllen, dúllen, doff hérna og er ekki í vafa um að gráa yndið myndi prýða heimilið eins og höfðingi :)

  425. Embla Sigurást

    18. October 2013

    Þessi grái er geðveikur!

  426. Margrét

    18. October 2013

    Þessir púðar eru náttúrulega bara draumur í dós! Grái myndi smellpassa í stofuna mína :)

  427. Arna Þorleifsdóttir

    18. October 2013

    Væri mikið til í svona gráan! Æðislegir púðr.

  428. Þóra

    18. October 2013

    Grái er æði

  429. Sigrún Erla Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Mig bókstaflega VANTAR þennan gráa í stofuna mína og inn í líf mitt!

  430. Guðrún Mjöll

    18. October 2013

    Finnst þessi púðar svo fallegir og væri mikið til í einn! Hef fylgst með síðunni þinni frá upphafi og finnst alltaf jafn gaman að lesa :)

  431. Anna Þóra

    18. October 2013

    Vá hvað það eru mörg komment hérna að ofan! Æðislegt hvað íslensk hönnun er eftirsótt enda snillingur hún Ragnheiður. Þessi grái myndi sóma sér vel í sófanum mínum, sé það alveg fyrir mér :)

  432. Doris Poligrates

    18. October 2013

    Bubblegum Pink Round Brocade or Gray Turks Head, doesn’t matter. Just want something beautiful to look at ;-)

  433. Laufey Geirs

    18. October 2013

    Ó frá því að ég sá þessa púða fyrst þá vissi ég að einn daginn yrðu þeir mínir (er svolítið skringilega symetrísk og þarf oft tvennt af öllu). Þannig að þetta hér, að fá púða nú, væri draumur að rætast (hinn myndi ég svo setja á langa fallega jólalistann minn). En með litinn; húsið mitt er svolítið eins og mini-sirkus, ein dama sagði það eins og svona crayola draumaveröld með litum út um allt en samt ekki of mikið. Hins vegar, þá er grái líka svo nauðsynlegur svo maður nái sér niður á jörð og jafni allt hitt út. Önnur öxlin skríkir ´bleiki´ en hin hvíslar munúðarfullt ´grái´ :) Krossa allt og bíð spennt!

    p.s. hef ekki hugmynd af hverju “gráa öxlin” er svona munúðarfull…??

  434. Harpa

    18. October 2013

    Ég elska þennan tyggjóbleika! Væri algjör draumur að vinna einn slíkan til að poppa upp á heimilið :)

  435. Þóra Sigurðardóttir

    18. October 2013

    mig langar að borða þennan bleika!

  436. Íris

    18. October 2013

    Mér finnst þeir báðir guðdómlegir en kannski grái myndi henta mínu heimili frekar þar sem ég er með rosalega mikið af litum nú þegar :D

  437. Sólrún Halldóra Þrastardottir

    18. October 2013

    Æðislegir púðar. Langar mikið í þennan gráa. Svo mun ég án efa bæta grænum við. Það ætti að passa vel inn í gráu og grænu stofuna mína.

  438. Ósk

    18. October 2013

    Þessi grái hefur verið á óskalistanum hjá mér lengi!

  439. Helena

    18. October 2013

    Bleiki er æði :) líka einstaklega fallegur hnútur

  440. Linda Rakel

    18. October 2013

    Þessir púðar eru með þeim fallegri sem ég veit um og ég myndi gjarnan vilja fá einn svona bleikan í sófann minn til að fullkomna stofuna :*

  441. Kristín

    18. October 2013

    Sá bleiki er svo minn stíll :) Elska notknok!

  442. Ólína

    18. October 2013

    Æðislega skemmtinleg síða, get eytt öllum deginum bara að lesa, mjög áhugaverð og góð tímaeyðsla hehe ;)
    Ég elska bleikann og fjólubláan, kölluð Olla belika :D svo ég væri til í bleikann eða fjólubláan púða og finnst grár lika sígildur passar við allt :D Mega flottir púðar :D

  443. Ólöf

    18. October 2013

    Báðir svo æðislega fallegir að það er varla hægt að gera upp á milli þeirra! :) algjört must að eignast þá báða en vel bleika að þessu sinni….

  444. Ásgerður Ágústsdóttir

    18. October 2013

    Mig langar rosalega mikið í svona púða og ef ég myndi vera dregin út þá myndi stíga út fyrir þægindarammann og velja þennan bleika. Einstaklega fallegur.

  445. Brynja Rún

    18. October 2013

    Grái hnúturinn er hjartanlega velkomin á mitt heimili :)

  446. Kristjana Björg

    18. October 2013

    Geggjaðir púðar! Myndi velja þennan gráa núna :)

  447. Berglind Bjarnadóttir

    18. October 2013

    Mér finnst þeir báðir hrikalega flottir! Það væri ekki leiðinlegt að eignast annan þeirra

  448. Ragnhildur Sigurbjartsdóttir

    18. October 2013

    Þessi bleiki er alveg yndislegur! Myndi fara svooo vel í isunda gráa karlstad sófanum mínum :)

  449. Heiða Hrönn

    18. October 2013

    Notknot eru svo fallegir! Turks head púðinn er á óskalistanum og verður vonandi inná heimilinu mínu sem fyrst ;)
    Það er alltaf hægt að þakka þér aftur og aftur fyrir þetta frábæra blogg :)

  450. Eyrún Erla Vilhj.

    18. October 2013

    Þessir púðar eru algjört æði og gera svo mikið fyrir heildarmyndina :)

  451. Kristín Hanna Bjarnadóttir

    18. October 2013

    Hæhæ, mér finnst bleiki æði. Hann myndi gleðja mig :-)

  452. BRíet Kristý

    18. October 2013

    ómæææ, ég bara verð að eignast svona púða! Appelsínuguli og grái skora hæst, en allir eru þeir guðdómlegir.

  453. Ragnheiður Pétursdóttir

    18. October 2013

    Nafna mín hún Ragnheiður er að gera svo flotta hluti með Notknot púðunum sínum. Væri meira en til í einn bleikan :) Takk fyrir frábært blogg. Kv. Einn tryggur lesandi.

  454. Bryndís Axelsdóttir

    18. October 2013

    Mér finnst þeir allir fallegir… væri til í hvaða lit sem er ;)

  455. Margrét Lára Jónsdóttir

    18. October 2013

    … játs væri nú til í báða en eftir umhugsun þá tel ég að sá grái fsmelli betur við stílinn okkar fjölskyldunnar! Passar vel í salt og piparhornsófann okkar!

  456. Eva Karen Þórisdóttir

    18. October 2013

    Æðislegir púðar, hefur dreymt um lengi að eignast einn slíkan :)
    Ls síðuna þína alltaf reglulega og get alveg gleymt mér tímunum saman að skoða bloggin þín.

  457. Dagný

    18. October 2013

    Grái er algjör draumur!

  458. Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir

    18. October 2013

    ef ég væri svo heppin að vinna mundi mig langa í gráan Turks Head því þá gæti ég gefið yndislegri tengdadóttur minni hann, henni Guðrúnu Andreu Maríudóttur sem skildi einmitt eftir skilaboð hér miklu ofar.

  459. Anna Dagbjört Þórðardóttir

    18. October 2013

    finnst þeir allir æðislegir en rauður, blár, eða grár eru uppáhalds litir :)

  460. Birgitta

    18. October 2013

    Hriiiikalega fallegir púðar! Virkilega erfitt að velja lit en held ég mundi velja gráa frekar :)

  461. Aldís

    18. October 2013

    Finnst svo gaman að skoða bloggið þitt maður fær svo mikið af innblæstri að sjá öll þessi dásamlega fallegu heimili og hugmyndir. Þessir púðar hafa lengi verið á óskalistanum og það væri æðislegur endir á erfirði viku að fá þennan bleika !

  462. Kristveig

    18. October 2013

    Takk fyrir frábært blogg! Ef ég yrði svo heppin að vinna yrði bleiki fyrir valinu!

  463. María K.

    18. October 2013

    Svana, þú ert manneskja sem bankar á þær hurðir sem þig langar inn fyrir og þess vegna ertu ein af mínum fyrirmyndum :) Alveg sama hvorn litinn á Notknot, þeir eru báðir fallegir.

  464. Jóhanna

    18. October 2013

    Þessi grái væri æði :)

  465. Rannveig Jónsdóttir

    18. October 2013

    æðislegur þessi bleiki :) búin að fylgjast með blogginu þínu lengi, ótrúlega skemmtileg!

  466. Donna Kristjana

    18. October 2013

    Takk yndisleg fyrir skemmtilegt blogg og pinterest síðu, deilum sömu ástríðu fyrir hönnun og fallegum heimilum. Ég hef haft mikla ánægju af því að fylgjast með þér í þessi 4 ár. Þú ert ein af þessum sem maður kíkjir alltaf á þegar maður fer í tölvuna <3
    Mig hefur lengi langað í púða frá henni Ragnheiði Ösp finnst þeir báðir alveg einstaklega fallegir en myndi líklega velja þann gráa frekar því hann færi betur í sófanum heima. Takk takk

  467. Kristrún Gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Mér finnst þessi grái æðislegur, ekki það að þeir eru allir gullfallegir og eiginlega skyldueign!
    Takk fyrir skemmtilegar færslur og innsblástur :)

  468. Hanna Lind

    18. October 2013

    Þekki þig ekkert en dýrka þig þó. Bloggið þitt hefur alltaf gefið mér innblástur og ég er með þónokkrar save-aðar myndir inn á tölvunni sem þú hefur sett inn. Sumar sem ég er búin að koma í framkvæmd og aðrar á leiðinni. Ég er soddan nörd þegar kemur að fallegum heimilum. Elska falleg heimili. Þessir púðar eru bjútífúl og hann sá bleiki yrði fullkominn í nýja eames stólinn minn.

  469. erla margrét gunnarsdóttir

    18. October 2013

    Takk fyrir frábæra síðu – alltaf skemmtilegar færslur hjá þér! Mig hefur lengi langað í svona púða, það er svo frábært hvað það er mikið að gerast í íslenskri hönnun. Báðir púðarnir eru æði en ef ég yrði að velja á milli þá myndi ég velja þann gráa <3

  470. Sunna

    18. October 2013

    Ég var ekki búin að sjá alla þessa litadásemd… takk fyrir skemmtilegan innblástur í heimilsprýði, ég held að ég hætti aldrei að breyta heima.

    Mig hefur dreymt um þessa dásamlegu púða í nokkra mánuði eftir að ég sá þá fyrst í Mýrinni niðrí bæ. Þá minntist ég á þá í blogginu mínu og ég bíð spennt eftir jólunum í von um að þessi rati inná heimilið :) Þessa stundina er ég búin að gera það besta úr IKEA púðunum mínum en draumurinn er að hver og einn púði verði sérstakur og geri heimilið að aðeins fallegri og notalegri stað.

  471. Ég og kærasti minn erum búin að vera saman síðan að við vorum 14 ára, erum 23 ára í dag og erum að fara að flytja inn saman í okkar fyrstu íbúð núna í janúar! Mikið væri ofboðslega gaman að eiga eitthvað svona fallegt til að skreyta með! Ég væri rosalega til í þennan gráa :)

  472. Guðrún Helgadóttir

    18. October 2013

    Báðir mjög flottir :) ég vel þann gráa :)

  473. Dagný R

    18. October 2013

    Væri gaman að lífga upp á heimilið með einum svona bleikum :D

  474. Gríma

    18. October 2013

    Ég yrði ótrúlega hamingjusöm ef ég fengi einn svona gráan, þeir eru reyndar báðir gullfallegir :)
    Takk fyrir skemmtilegt blogg Svana!

  475. Agatha

    18. October 2013

    Takk fyrir frábært blog! Ó hvað það væri dásamlegt að vinna svona púða – yrði punkturinn yfir i-ið í nýju stofunni minni x

  476. Sandra Guðjónsdóttir

    18. October 2013

    Þessi bleiki myndi heldur betur lífga uppá nýju pínulitlu íbúðina mína :)

  477. Magnea Björg

    18. October 2013

    Svona púði er á fermingagjafaóskalistanum ;) Einn grár yrði pörfekt í herberginu mínu :D

  478. Gunnur

    18. October 2013

    Vil byrja á því að segja hversu mikið ég held uppá síðuna hjá þér – hún hefur verið í mínum daglega bloggrúnti síðustu ár og hef alltaf jafn gaman af! :D
    Ég læt mig dreyma um svona gráan fallegan Notknot púða í stofuna hjá mér – hann er svo sannarlega punkturinn yfir i-ið! :)

  479. Þóra Margrét Jónsdóttir

    18. October 2013

    Frábær síða hjá þér!
    Ég myndi velja sinnepsgula púðann :)

    kkv.Þóra

  480. Yrsa Stelludóttir

    18. October 2013

    Geggjuð síða hjá þér, Svana mín :*
    finnst þessir koddar geggjaðir væri meira en til í einn svona gránn (Grár Turks Head) :)

  481. Margrét Rós

    18. October 2013

    Þessir púðar eru svo æðislegir og hefði ég ekkert á móti því að eignast annan þeirra, get ekki valið á mili :)

  482. Nína Gísladóttir

    18. October 2013

    Svo flottir púðar ! Væri til í þann gráa til að lífga upp á herbergið mitt :D

  483. Vordís

    18. October 2013

    held sá grái yrði fyrir valinu af þessum tveim þar sem ég er ekki mjög mikið fyrir bleikt….

  484. Ósk Kristinsdóttir

    18. October 2013

    Sat án gríns í 30+ mín fyrir framan tölvuskjáinn með valkvíða um hvorn litinn (Bleikur passar þarna, þarna og þarna eeen grár væri flottur hér og þar!) Búin að langa lengi í eitt stykki og ætla segja GRÁR :)

  485. Sara

    18. October 2013

    Notknot eru svo dásamlega fallegir púðar sem mig dreymir um að eiga, en hef ekki efni á.
    Mér finnst þeir báðir flottir og væri glöð með hvorn sem er. Bleiki finnst mér skemmtilegri litur en grái er líka æði.
    Á afmæli eftir nokkra daga og bíð spennt að vita hvort ég verði heppin í afmælisleiknum hjá þér ;)
    Skoða mjög oft Trendnet og þína síðu, með skemmtilegri síðum á netinu.

    Kveðja,
    Sara

  486. Ólöf Arnardóttir

    18. October 2013

    Ég var að klára verkefni um Notknot púðana og Ragnheiði. Mig hefur dreymt um Turk’s Head síðan þá, ekkert smá flottir :)

  487. Linda

    18. October 2013

    Yndislega fallegur púði sem slegist er um á heimilinu. Börn og maður vilja liggja á honum en mamman segir nei!!! Bara horfa!!! Væri til í annan gráan Turks Head til AÐ HORFA á og njóta. Krossa fingur! :)

  488. Guðlaug Rut Þórsdóttir

    18. October 2013

    Ó vá hvað ég væri til í svona dásamlegan púða á heimilið :) Báðir æði, erfitt að velja! Væri glöð með hvorn sem er!
    Það væri sérstaklega gaman að fá íslenska hönnun þegar maður býr erlendis :)
    Takk fyrir skemmtilega bloggið þitt, skoða á hverjum degi! Alltaf hægt að fá skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið :)

  489. Guðbjörg Lára Rúnarsdóttir

    18. October 2013

    Ég væri svo mikið til í svona gráan Notknot púða í sófann minn, finnst þeir æðislegir og elska að fá innblástur fyrir heimilið á blogginu þínu.

  490. Auður Anna Aradóttir Pind

    18. October 2013

    Þessir notknot púðar hafa lengi verið á óskalistanum hjá mér. Mér finnst þessi grái einn af flottustu litunum sem eru í boði og held að hann myndi sóma sér ótrúlega vel í stofunni hjá mér.

    Annars vil ég þakka þér fyrir skemmtilegt blogg :)

  491. Jóna María

    18. October 2013

    Ég les hverja einustu færslu sem kemur hér inn og það skemmir svo sannarlega ekki fyrir þegar þær eru jafn spennandi og þessi! :)
    Ég er að flytja í nýja íbúð eftir nákvæmlega 72 daga og þessi bleiki round brocade notknot er fullkominn í nýja gráa sófann minn!

    Takk fyrir frábært blogg og góðar hugmyndir fyrir nýja íbúðareigendur!

  492. Heiðdís Lóa

    18. October 2013

    Vá hvað mig langar! Þessi grái yrði fyrir valinu hjá mér. Takk fyrir frábært blogg xx

  493. Margrét Helga

    18. October 2013

    Þessir púðar eru náttúrulega bara æðislegir. Búnir að vera mjög lengi á óskalistanum hjá mér. Finnst báðir litirnar mjög flottir en vel gráan :)
    Takk fyrir frábært blogg! :)

  494. Helena Jóhannsdóttir

    18. October 2013

    Heimsins fallegustu púðar! Það sem það myndi gleðja mig að fá einn fallegan hnút til mín út til Ítalíu, svo ég gæti nú sýnt hvað við erum rík af klárum hönnuðum á Íslandi! Ég væri meira en sæl með hvort sem gráa eða bleika, en ef ég yrði að velja held ég að það yrði fallegi bleiki Round Brocade :)
    Takk fyrir frábæra síðu! Alltaf jafn skemmtilegt að líta hér inn og sjá allar fallegu myndirnar sem svo auðvelt er að fyllast innblæstri af :)

  495. Erna Þráins

    18. October 2013

    Báðir mjög fallegir, en ég held að Grár Turks Head púði myndi passa einstaklega vel í nýju íbúðinni minni :)

  496. Erna Sigurðar

    18. October 2013

    væri til í svona fjólubláan eða gráan

  497. Sonja Jónsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru ekkert nema snilldin ein! Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að þessi grái turks head verði fyrir valinu. Takk fyrir flott blogg :)

  498. Elísa Jóhannsdóttir

    18. October 2013

    Takk fyrir frábæra síðu. Alltaf svo gaman að skoða þetta blogg!

  499. Hrafnhildur

    18. October 2013

    Mér finnst þeir báðir mjög fallegir. Mig langar samt aðeins meira í þennan gráa :)

  500. Elva Dögg Pálsdóttir

    18. October 2013

    Ómægod! Ég er búin að þrá svona púða svo lengi! Ég fylgist reglulega með þér og smekklegu færslunum frá þér og hef alltaf jafn gaman af :)
    Það myndi vera algjör draumur í dós með cherry on top ef að ég ynni þennan dásamlega púða! Grái passar betur heima en ég myndi aldrei segja nei við bleikum! ;)
    <3 <3 <3

  501. Anan Bergmann Björnsdóttir

    18. October 2013

    Grátt Grátt Grátt finnst mér vera fallegt!
    Grátt grátt grátt passar inn til mín!
    Not-a-knot púðar,
    lífga upp á heimilið,
    – fyrir alla eins og mig og þig! <3

  502. Perla

    18. October 2013

    Finnst báðir æði. Væri meira til í gráan.

  503. Gunna Lísa

    18. October 2013

    Æðislegir púðar! finnst báðir rosa fallegir <3

  504. Heiðdís

    18. October 2013

    Þessi grái er sá allra flottasti og myndi líða vel í íbúðinni minni hérna í Aarhus – enda 100 ára gamalt hús, týpískt danskt með viðargólfi og frönskum gluggum og húsin í götunni grá eða pastellituð :)
    Takk fyrir besta bloggið Svana, alltaf gaman að lesa hérna, sem og var á gömlu síðunni :)

  505. Bergey

    18. October 2013

    Báðir rosa fallegir – en mér finnst grái flottari !

  506. Kolla

    18. October 2013

    Alltaf svo skemmtilegt að skoða færslurnar þínar. En þessi grái mundi passa ótrúlega vel hjá mér

  507. Anna Lilja Sigurvinsdóttir

    18. October 2013

    ooooo hvað ég þarf svona fallegan púða – þá get ég nefnilega keypt mér nýjann sófa. Grár er minn litur

  508. Lilja Lind

    18. October 2013

    Þetta er bara það allra flottasta og get ég sagt að ég sé búin að dreyma um svona púða í laaaangan tíma. Er ekki viss hvorn litinn ég vil því að bleiki mun koma mjög vel út í hvíta hay stólnum mínum en grái passar alveg sjúklega vel inn í stofu í sófanum. Erfitt að gera upp á milli en held að grái mun samt standa upp úr :)

  509. Anna María

    18. October 2013

    Ef að ég frá Svart á hvítu, einn gráan Notknot fengi, myndi ég ljóma af gleði, langa langa lengi.

  510. Sigurborg Rútsdóttir

    18. October 2013

    ég var að flytja í nýja íbúð og þessi grái Turks Head myndi fullkomna nýja heimilið mitt!

  511. Unnur Skúladóttir

    18. October 2013

    Mér finnst þessi bleiki æðislegur og hann myndi passa vel í sófanum heima hjá mér.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg:)

  512. Sara Ólafsdóttir

    18. October 2013

    Æðislegir púðar, hver öðrum flottari ! Er búin að láta mig dreyma um einn slíkan lengi ! :D
    Finnst þeir báðir æðislegir, en held að grái myndi fara mér betur !

  513. erla

    18. October 2013

    Þeir eru báðir æði og myndu báðir sóma sér vel í sófanum hjá mér :)

  514. Jóhanna

    18. October 2013

    Tyggjóbleikt er klárlega minn litur. Æðislegir púðar :)

  515. Hlín Magnúsdóttir

    18. October 2013

    ég væri til í gráan! :D

  516. Sirrý

    18. October 2013

    Svo flottir, langar í alla! :p

  517. Gunnfríður

    18. October 2013

    Algjör draumur þessir púðar :)

  518. Kristín Ragnarsd.

    18. October 2013

    Ég get ómögulega valið hvorn því þeir eru báðir svo ótrúlega flottir. Grái væri kannski meira praktískur en bleiki lífgar svo sannarlega uppá stofuna hjá mér… haha ég held að ég verði að segja báða bara :)

    Í leiðinni langaði mig að segja þér að ég eeeelllska bloggið þitt, það gefur manni svo sannarlega innblástur og meiri fjölbreytni en margar af þessum erlendu síðum sem allir eru að missa sig yfir :)

  519. Hugrún Ósk

    18. October 2013

    Stofan mín verður ekki fullkomin fyrr en þessi dýrð sest í sófann minn! Grái passar betur en sófinn minn er sætur og getur vel rokkað þennan bleika :)

  520. Jóhanna

    18. October 2013

    Dásamlega fallegir púðar- rosalega skemmtileg og frumleg hönnun! Langar ótrúlega mikið í þennan gráa en ég er með opna íbúð og rúmið á miðju gólfi svo hann mundi líta sérlega fallega út á miðju rúminu :)

  521. Berglind Bergmann

    18. October 2013

    Mig hefur ó svo lengi dreymt um að eignast Turks Head! Gæti heldur betur stært mig af einum slíkum hér í Gautaborginni. <3 á þann gráa.

    kærar kveðjur yfir hafið frá einum dyggum lesanda sem hefur fylgt þér frá byrjun!

    puss och kram,
    Berglind Bergmann

  522. Sandra Jónsdóttir

    18. October 2013

    Mikið væri ég til í gráa tyrkjahausinn inná litla kotið mitt!! Bý á Stúdentagörðum í stúdíóíbúð og eitt svona stykki myndi sko breyta heimilinu í PRO-heimili!!! :D

  523. Íris Grímsdóttir

    18. October 2013

    Þeir eru allir æði en þar sem ég er lítið bleik vel ég gráa.
    Takk fyrir mjög svo skemmtilegt blogg :) Ég laumast oft hingað inn án þess að skilja eftir mig spor – skal reyna að bæta mig í því!

  524. Bergþóra

    18. October 2013

    Úllen dúllen doff,
    kikke lane koff,
    koffe lane bikke bane,
    úllen dúllen doff…
    … og ég endaði á gráum Turk’s Head. Hann væri æðigæði og algjörlega fullkominn í nýja en samt gamla fína stólnum mínum sem annars er svooo einmana. Takk fyrir frábært, innihaldsríkt og gefandi blogg, Svana! Og takk Ragnheiður fyrir frábært innlegg í íslenska hönnun, love it!

  525. Elsa Jóhannsdóttir

    18. October 2013

    Mig hefur ótrúlega lengi langað i svona gráan flottan :)

  526. Alex

    18. October 2013

    Mikið ofboðslega væri ég til í einn gráan Notknot púða…alveg YnDisLeG hönnun =)

  527. Anna Lilja Hallgrímsdóttir

    18. October 2013

    Mig dreymir um svona púða – Sófinn minn yrði líka svo hamingjusamur að fá þennan gráa, hann er alveg kominn með nóg af ómerkilegum IKEA púðum :0)

  528. Lára Betty Harðardóttir

    18. October 2013

    Trendnet er uppáhalds! Kem hér við á hverjum degi og hef fengi ótal hugmyndir. Fer alltaf glöð í hjarta frá tölvunni eftir að hafa séð hér fallegar myndir og skrif :)

  529. Elva Ýr Magnúsdóttir

    18. October 2013

    Þessi púði er svo dásamlega fallegur og myndi sóma sér svo vel í stofunni minni. Ég elska að lesa Svart á Hvítu þegar mig vantar hugmyndir til að fegra heimilið. Hún einfaldlega klikkar ekki :) Grái púðinn heillar mig alveg upp úr skónum <3

  530. Steinunn Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    Grár væri yndi <3

  531. Helga Hallgrímsdóttir

    18. October 2013

    Æðislega sniðug hönnun :) langar rosalega mikið í alla púðana, en eg ég á að velja þá er það grái :D

  532. Kristín Sjöfn Ómarsdóttir

    18. October 2013

    Mig hefur lengi langað í notKnot púða, ég er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar.
    Grár Turks Head yrði mjög fallegur hér heima í stofunni minni :)

  533. Þórdís

    18. October 2013

    Ó jiminn, það væri nú ekki leiðinlegt að fá eina svona dásemd í gjöf. Held ég myndi örugglega velja gráa, þó að bleiki sé líka ansi fallegur. Ég væri örugglega búin að kaupa mér svona púða fyrir lifandis löngu, en þegar maður er námsmaður þá er ekki hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist! Takk fyrir snilldar blogg, hef verið aðdáandi lengi lengi og stefni ekki á að hætta því neitt á næstunni! :) x

  534. Ásta María Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    Langar ótrúlega í fjólulitaðan! Snilldar afmælisleikur – krossa fingur!!

  535. Hildur Gylfa

    18. October 2013

    Þessi grái er búinn að vera lengi á óskalistanum…

  536. Jóhanna Björk Magnúsdóttir

    18. October 2013

    VÁ- þetta eru svo fallegir púðar! Eru sko algjörlega búnir að vera á óskalistanum mínum lengi.

    En þar sem ég var nú að byrja að vinna sem kennari þá get ég nú ekki leyft mér að kaupa neitt svona fínerí hahaha!

    Væri hrikalega gaman að vinna einn og þá væri mér sama með lit.. en ef ég verð að velja þá segi ég bleiki, nei grái… nei bleiki, já bleiki! …nei fokk segi grái! :)

  537. Hrund

    18. October 2013

    Ég er að safna fallegum púðum í sófann minn og einn Notknot átti alltaf að verða þar á meðal. Væir ekki verra að vinna hann í afmælisleik Svartáhvitu ;) Hugsa að ég myndi velja þennan gráa.

  538. Matthildur Birna

    18. October 2013

    Þegar ekki er hægt að kaupa nýjan sófa þá er nauðsynlegt að geta hulið þann gamla, ljóta með fallegum púðum ;) Þessi grái er æðislegur.

  539. Aðalheiður

    18. October 2013

    Dásamlegir púðar- gulur eða…………bara allir litir flottir!

  540. Bryndís Ösp Birgisdóttir

    18. October 2013

    Úff, hvernig á maður að geta valið þegar þeir eru báðir svona fallegir? Ég elska einstaka og öðruvísi hluti og þessir púðar eru allt annað en týpískir! Bleiki er ótrúlega fallegur bleikur og ég veit að hann myndi lífga upp á hvaða stað sem er en grái passar allsstaðar. Ég hef verið að uppgötvað meira og meira hvað grár er fallegur og vanmetinn litur svo ég held að ég hallist meira að honum en…komdu mér á óvart ;)

  541. Eygló Sigurðardóttir

    18. October 2013

    Var einmitt í Epal í gær að dást af þessum púðum og gráta það að námslánin leyfi ekki svona kaup í bili. sá bleiki myndi svo sannarlega lífga upp skammdegið og dökkgráa sófann hér í stofunni. Fyrir utan það hvað hann verður viðeigandi ef það verður lítil prinsessa sem bætist í fjölskylduna eftir áramót :)

  542. Audur Bra

    18. October 2013

    Mig dreymir um þessa púða!

  543. Elísabet María Guðmundsdóttir

    18. October 2013

    Væri alveg til í þennan gráa .)

  544. Rannveig

    18. October 2013

    Líst vel á þann gráa. Á einmitt brúðkaupsafmæli þ. 20. október svo ekki væri verra ef púðinn yrði minn og myndi skreyta sófann við tímamótin og í framtíðinni ;)

  545. Sigrún Bjarnadóttir

    18. October 2013

    Ég verð að byrja á því að segja takk fyrir frábær blogg, og líka að mér finnst þessir púðar eitt af því allra flottasta úr íslenska hönnunarheiminum! Sá bleiki myndi nú sóma sér vel í pínulitla stúdíóinu mínu í London, alltaf gaman að hafa íslenska hönnun uppi við- en sérstaklega þegar maður býr í útlöndum!

  546. Drífa Mjöll Sigurbergsdóttir

    18. October 2013

    Yndislega fallegu púðar! Langar svo mikið í einn slíkan, held að hún dóttir mín væri meira en til í bleika púðan hann er sjúkur :)

  547. Sæja

    18. October 2013

    Ó svo fallegir púðar. Sá grái er agnarörlítið fallegri en bleiki.
    Takk fyrir skemmtilegt blogg.
    Kv.Særún

  548. Harpa

    18. October 2013

    Váá ég elska NotKnot og búin að þrá að eignast einn mjög lengi :) en ég held ef ég þyrfti að velja að þá mundi ég velja gráan :)

  549. Þurí

    18. October 2013

    Svo fallegir púðar, væri alveg til í bleikann :)

  550. Sólrún G. Rafnsdóttir

    18. October 2013

    Kósí að hafa þennan gráa í sófanum….og kveikja á kerti…gerist sennilega ekki betra :O)

  551. Helga Hrönn Óskarsdótti

    18. October 2013

    Geggjaðir púðar hjá henni Ragnheiði, ég væri til í þennan gráa :)

  552. Berglind Jóns

    18. October 2013

    Takk fyrir æðislegt blogg! Finnst frábært að lesa blogg sem tengjast vöru- og húsgagnahönnun, skemmtileg tilbreyting frá öllum tískubloggunum þarna úti! Faglega unnin og skemmtileg blogg :)
    Ég væri svakalega til í að eignast bleika púðann, finnst hring-hugmyndin alveg frábær.
    -Berglind

  553. Ásdís Gestsdóttir

    18. October 2013

    væri svo mikið til í að eignast svona fallegann púða..liturinn skiptir engu máli, báðir jafn fallegir :)

  554. Dagný Erla

    18. October 2013

    Takk fyrir skemmtilegt blogg Svana þar sem alltaf er hægt að finna eitthvað við sitt hæfi :) Þessir púðar eru algjör draumur og yrði ég glaðasta manneskjan í Norðurmýrinni ef ég myndi eignast einn slíkan. Ég á tvo gráa gamla sófa og myndi bleiki púðinn passa fullkomlega við :)
    -dagný

  555. Heiðrún María Magnúsdóttir

    18. October 2013

    ÓÓóóó hvað mig langar í ashley’s flower púða! Get samt ekki valið lit!! Svo margir flottir!! úff.. kannski túrkís?
    En takk fyrir frábært blogg, ekkert smá gaman að fylgjast með því :)

  556. Anna Guðný Andersen

    18. October 2013

    Fallegir og tímalausir fylgihlutir sem fara vel á hvaða heimili sem er :) yrði mjög svo glöð að eignast svona gersemi.
    Það er svo gaman að fylgjast með blogginu þínu Svana, hver svo sem færslan er fanga ég mig alltaf við að lesa hana orðanna á milli ;)

  557. Kristín

    18. October 2013

    Mikið væri gaman að skreyta sófann hjá sér með fallegum notknot púða. Úrvalið er svo mikið að mig langar í næstum alla. Púðar er eitthvað sem er aldrei nóg af!

  558. Helena Másdóttir

    18. October 2013

    Svo ótrúlega fallegir púðar sem hafa verið á óskalista hja mér lengi. Það væri afskapalega ljúft að eignast einn slíkan. Ég get varla gert uppá milli þessara tveggja. Þeir hafa báðir sinn sjarma!

  559. Ágústa Sigurrós Andrésdóttir

    18. October 2013

    Grái hnúturinn færi afskaplega vel í nýju íbúðinni minni :)

  560. Eydís Herborg Kristjánsdóttir

    18. October 2013

    Ég væri til í Gráan Turks Head púða svo ég geti læknað heimþrána aðeins með því að fá fallega íslenska hönnun á heimilið :)

  561. Jónína Guðrún Reynisdóttir

    18. October 2013

    Hef verið heilluð af Notknot púðunum í langan tíma og þessi grái myndi sko gera heimilið mitt enn fallegra :)
    Takk fyrir skemmtilegar færslur hér á Trendnet, les þær alltaf ;)

  562. Friðbjörg Eyrún Sigvaldadóttir

    18. October 2013

    Ótrúlega flottir púðar og hönnun þeirra alveg með eindæmum falleg. Erfitt að gera á milli þessara tveggja en held að grái hnútinn myndi sóma sér vel í stofunni minni. Hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni! Íslenskt já takk!

  563. Linda Hrönn Schiöth

    18. October 2013

    Ég væri svo til í að eignast einn svona gráan, hann er búinn að vera á óskalistanum mínum ansi lengi :)

  564. Dagný Björg

    18. October 2013

    Snillingurinn þú að gera svona skemmtilega gjafaleiki í afmælismánuðinum þínum! Púðarnir eru endalaust fallegir, langar agalega mikið í gráann goodluck púða!

  565. Ingibjörg Sigþórsdóttir

    18. October 2013

    Jiiii ég verð að eignast báða, ef ég fæ einn þá kaupi é annan

  566. Gabríela Bryndís Ernudóttir

    18. October 2013

    Væri mjög mikið til í bleika púðann, myndi lífga vel upp á heimilið mitt. Takk fyrir bloggið!

  567. Sandra

    18. October 2013

    Búin að dreyma um þessa púða of lengi, er að safna mér fyrir 2 stk.
    Gæti ekki valið á milli þeirra, þeir eru báðir rosalega fallegir :)

  568. Sara Sigurlásdóttir

    18. October 2013

    Þessir fallegu púðar hafa verið á óskalistanum lengi hjá mér og það að auki grár í uppáhaldi! Kveðja frá Stokkhólmi.

  569. Halla Pálsdóttir

    18. October 2013

    Þessir púðar eru tær snilld. ég elska þennan gráa. ;)

  570. Anonymous

    18. October 2013

    Væri meira en til í NotKnot púða. Finnst þessi grái ofboðslega fallegur og appelsínuguli og guli og græni og bleiki og túrkís og fjólublái og rauði og blái og bleiki sem ég mundi segja að væri gammel rosa eins og er sagt pa dansk :) kv. María

  571. Sigríður Hauksdóttir

    18. October 2013

    grái er fáránlega flottur, væri sko alveg til í hann :)

  572. María Arthúrsdóttir

    18. October 2013

    Væri meira en til í NotKnot púða. Finnst þessi grái ofboðslega fallegur og appelsínuguli og guli og græni og bleiki og túrkís og rauði og blái og bleiki sem ég mundi segja að væri gammel rosa eins og er sagt pa dansk :)

  573. H. Sandra

    18. October 2013

    Þessi grái er alveg fáranlega flottur, hefði ekkert á móti honum. Dýrka bloggið þitt annars !

  574. Lóa

    18. October 2013

    svo óskaplega fínt fínt:)

  575. Bergrún Mist

    18. October 2013

    yndislegt blogg sem hefur gefið mér frábærar hugmyndir þegar ég vil breyta til heima, væri æði að fá svona púða í rúmið svo maður myndi einhverntímann nenna að búa um það :)

    BKV Bergrún Mist

  576. Laufey Sif Lárusdóttir

    18. October 2013

    Byrjaði meistaramánuðinn á því að loka facebookinu ( frekar erfitt ) svo að gamla Svart á Hvítu like-ið mitt er tímabundið dottið út.
    Heimsótt trendnet.is oft en núna í meistaraoktóber er þetta bara komið út í öfgar held ég, þið póstið bara ekki nógu miklu efni á dag fyrir mig ;-)

    Grái turks head hnútapúðann er einstaklega fagur og myndi smellpassa inn í svarta spari-stofuhornið okkar.

  577. Hjördís

    18. October 2013

    Mig dreymir um bubblegum pink! :)

  578. Vilborg

    18. October 2013

    Langar svoooooooo í svona púða myndi líklega velja þann gràa :)

  579. Tinna

    18. October 2013

    Til hamingju með afmælið kæra Svana og Svart á Hvítu :-) Alltaf gaman að koma í heimsókn, hvort sem það er daglega net-rútínan eða til að fá hugmyndir.

    Notknot púði er efst á óskalistanum, tyggjóbleikur Round Brocade er algjör draumur :-)

  580. Margrét Bjarnadóttir

    18. October 2013

    Ohhh jáááá takk það hefur verið draumur LENGI hjá mér að eignast einn svona <3

  581. Védís

    18. October 2013

    Sá grái er akkúrat það sem vantar í dömustólinn sem afi mannsins míns framleiddi á sínum tíma og við fengum endurbólstraðan í brúðkaupsgjöf frá tengdaforeldrum mínum :-)

  582. Hrönn

    18. October 2013

    skátinn velur auðvitað skátahnút: Turk’s head gráan ;)

  583. Jóna Björg

    18. October 2013

    Æðislegir púðar, ég myndi vilja gráa, held að hann fari betur í sófanum mínum :) Annars flott síða og takk fyrir að gefa okkur tækifæri á að vinna svona fallega hönnun.

  584. Helga Birgisdóttir

    18. October 2013

    Ó hvað þessi grái mundi sóma sér vel í stofunni hjá mér, búin að hafa auga á NotKnot púðunum lengi en hef ekki enn fengið mig til að splæsa í einn svo þetta mundi svo sannarlega gleðja mig mikið. =)

  585. Arna Óttarsdóttir

    18. October 2013

    Bloggið þitt stendur alltaf fyrir sínu :) Áhugavert, skemmtilegt og fræðandi!
    Finnst báðir púðarnir æðislegir en ætli grái standi ekki annars meira uppúr er bleiki :)

  586. Sólveig Á.

    18. October 2013

    Á held ég enga púða heima hjá mér, svo það væri ekki slæmt að byrja púðasafnið á einum svona fínum!

  587. Helga T.

    18. October 2013

    Lengi langað í svona púða, enda gullfallegir. Hugsa að ég fari út fyrir rammann og velji bleika :-)

  588. Elín Sigrún

    18. October 2013

    Á svo einmanna hvítann sófa sem þætti vænt um að fá Gráan Turks Head sem félagsskap

  589. Sigríður Jónsdóttir

    18. October 2013

    Við púðarnir eigum svo mikið sameiginlegt þar sem ég hrekk oft í kút og fer alveg í hnút, það er alltaf svo gott að umgangast þá sem eiga við sama vandamál að stríða! :P Báðir eru yndislegir en grái og ég myndum passa vel saman. :)

  590. Sandra Dögg Vignisdóttir

    18. October 2013

    Eyði föstudagskvöldinu í að lesa(aftur) gamlar færslur og fletta í gegnum kommentin hérna. Ég fýla Turks Head púðann örlítið betur og væri meira en til í að punta heimilið aðeins fyrir veturinn með honum!

  591. Sigrún Ósk Jónsdóttir

    18. October 2013

    Þessir eru alveg frábærir er búin að langa í svona lengi! Virkilega flottir og skemmtileg hönnun. Ég heillast rosalega af þessum bleikalit og því myndi ég velja hann :) Annars er grái líka virkilega flottur væri alveg til í báða liti !
    – Sigrún :D

  592. Linda

    18. October 2013

    Þessi grái væri svoooooo flottur í nýja húsið mitt,

  593. Guðný Sóley

    18. October 2013

    Langar svooooooooooo í gráa gullmolann :)

  594. Sóley Sigurðar

    18. October 2013

    Æðislegir púðar sem yndislegt væri að fá í stofuna sína :)

  595. Begga Veigars

    18. October 2013

    Langar svooooo í gráa púðann :D :D :D

  596. Auður Jóns

    18. October 2013

    Ofsalega skemmtileg síða sem ég kíki daglega á. Sá grái er einstaklega fallegur og klassískur og myndi sóma sér afar vel – hvar sem er um ókomin ár.

  597. Hildur Loftsdóttir

    19. October 2013

    Geggjaðir púðar

    • Hildur Loftsdóttir

      19. October 2013

      báðir æðislegir

  598. Sigrún Inga Guðnadóttir

    19. October 2013

    Sá bleiki væri dásemd :)

  599. Anna Margrét

    19. October 2013

    Girnilegur þessi sinnepsguli!

    • Anna Margrét

      19. October 2013

      Og þessi grái líka:)

  600. Hjördís Pálsdóttir

    19. October 2013

    Ég væri til í gráa, myndi passa vel í gamla ruggustólinn minn :-)

  601. Steinunn

    19. October 2013

    Einstök fegurð! Ég heiti því að fara ávallt vel með púðann, ef svo heppilega vill til að hann verði minn ;) Grái fær mitt atkvæði! :)

  602. Olga Árnadóttir

    19. October 2013

    Sá grái væri fullkominn í sófann minn :)

  603. Hildigunnur

    19. October 2013

    Yrði alveg himinlifandi ef ég myndi verða svo heppin að fá annan hvorn þessara púða inná heimilið- báðir eru algjört listaverk en ef ég þyrfti að velja þá yrði sá bleiki fyrir valinu. Takk kærlega fyrir skemmtileg blogg :)

  604. Harpa Dögg Sigurðardóttir

    19. October 2013

    Vil nú byrja á að þakka fyrir frábæra síðu. En mig langar agalega mikið í svona gráan púða, og núna þar sem að ég er flutt til noregs er um að gera að hafa fallega íslenska hönnun í kringum sig :)

  605. Guðrún Íris

    19. October 2013

    Mig hefur lengi langað í þennan gráa, myndi passa vel í sófann minn :)

  606. Jóna Marín Ólafsdóttir

    19. October 2013

    En frábær leikur! Mig sárvantar þennan bleika til að lífga upp á litasamsetninguna í stofunni hjá mér. Stórt luv á þig og Svartáhvítu!

  607. Anna Kristín halldórsdóttir

    19. October 2013

    Þetta er falleg síða og þessi bleiki púði væri bara frábær í stofuna mína

  608. Halla Eyjólfsdóttir

    19. October 2013

    Vá vá vá! Ég er búin að fylgjast með blogginu þínu lengi og svo skemmtilegt að hafa svona afmælisviku :) Ég myndi verða rosalega þakklát ef ég myndi vinna gráa Turks Head púðinn sem er svo fallegur.

    Takk fyrir gott blogg :)

  609. Anna Signý Guðbjörnsdóttir

    19. October 2013

    Þessir púðar eru svo fallegir, mér finnst grái Turks Head æði og hann tæki sig vel út á sófanum hjá mér :) Takk fyrir skemmtilegt blogg!

  610. Hólmfríður

    19. October 2013

    Fallegir púðar og kósí fyrir haustið!

  611. Sigrún Björnsdóttir

    19. October 2013

    Til hamingju með frábært blogg!
    Ég væri til í gráann Turks Head, hann er bara of fallegur!

  612. Harpa Dögg Kjartansdóttir

    19. October 2013

    sjúklega flott hjá Ragnheiði. Finnst þeir allir æði og langar jafn mikið í þessa tvo :)

  613. Sólveig Geirsdóttir

    19. October 2013

    Æðislegt bloggið þitt, kíki alltaf reglulega og uppgötvaði einmitt Notknot púðana hér! Væri mjög mikið til í svona gráann í rauða sófann minn :)

  614. Rósa Birna

    19. October 2013

    Fallegir þessir púðar. Bleikt hentar mínu heimili betur, en þar er mikið um litadýrð :)

    • Rósa Birna

      19. October 2013

      Rósa Birna Þorvaldsdóttir

  615. Gyða Björk

    19. October 2013

    Svo fallegir báðir tveir! Væri samt meira til í þennan gráa :)

  616. Björg Hákonardóttir

    19. October 2013

    Mér finnst þessi grái algjört æði :)

  617. Helga Rúna Péturs

    19. October 2013

    En dásamlegir púðar, hef alltaf dreymt um að eignast svona. Þessi bleiki myndi smellpassa inn á mitt heimili. Vil þakka þér fyrir frábært blogg sem ég fylgist með daglega og hef gert ansi lengi. Þú hefur ótrúlegt minni þegar kemur að nöfnum á hlutum og kannt svo sannarlega að blanda saman dýrri hönnunarvöru og annarri sem er ódýrari. Haltu áfram að gleðja okkur lesendur með einstaku bloggi. Kærar þakkir

  618. Linda Jóhannsdóttir

    19. October 2013

    Vá þeir eru báðir yndislegir og ég er alveg í knút yfir því að velja en hallast að þessum gráa ;)

  619. Bergdís Inga

    19. October 2013

    Þessir púðar eru einmitt á óskalistanum mínum! Mér finnst þeyr algjört æði. Ég myndi vilja bleika púðan, en ég er mjög bleik þessa dagana. Til hamingju með blogg afmælið :)

  620. Guðrún K. Þórisdóttir

    19. October 2013

    Já takk, mig langar svakalega mikið í þennan tyggjóbleika, hann færi svo vel hjá mér.
    Takk fyrir þessa flottu síðu hjá þér, alltaf jafn gaman að lesa færslurnar þínar.

  621. Soffía Rós Stefánsdóttir

    19. October 2013

    Mig er búið að langa í svona púða í dágóðan tíma núna, en þar sem ég er háskólanemi hef ég engan vegin efni á honum. Ég er ótrúlega hrifin af þessum gráa, hann er einstaklega fallegur :-) takk fyrir frábært blogg!

  622. Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir

    19. October 2013

    Þessir eru æði, hefði ekkert á móti þessum bleika. Hann er búin að vera á óskalistanum mjög lengi.
    Takk fyrir að vera á trendnet ég elska að lesa í gegnum færslurnar þínar <3

  623. Þórný Edda Aðalsteinsdóttir

    19. October 2013

    Mamma væri alveg til í þennan bleika og mig langar svo að gleðja hana með honum:)

    Skoða síðuna þína daglega og hún er alltaf jafn skemmtileg.

  624. Guðrún Lilja

    19. October 2013

    Takk fyrir dásamlegt blogg þar sem hver færsla veitir manni innblástur! Notknot púðarnir eru svo fallegir og frábær viðbót við íslenska hönnunarflóru. Mig hefur LENGI langað í svona og hann fer ekki af óskalistanum fyrr en ég hef eignast að minnsta kosti eitt stykki, og þó að allir litirnir séu fallegastir og erfitt að velja, þá held ég að grái myndi passa vel heim til mín :)

  625. Inga

    19. October 2013

    Hef svoooo gaman af færslunum þínum! Yndis púðar sem eru sko á óskalistanum mínum! Mikið væri ég til í að kynna gráann Notknot púða fyrir púðunum í sófanum mínum! <3

  626. Birna Rún

    19. October 2013

    Svo fallegir, krossa fingur og tær um að sá grái verði minn :-)
    …takk fyrir frábæra pósta :-)

  627. Anna Lilja Sigurvinsdóttir

    19. October 2013

    æ hvað þetta myndi gera mikið fyrir gamla þreytta sófann minn – grár myndi lífga uppá lífið og tilveruna

  628. Ástrós Jónsdóttir

    19. October 2013

    Búið að langa lengi í svona púða…grái væri algjör draumur! :)

  629. Tinna Heimisdóttir

    19. October 2013

    Þessi grái, fjólublái og bubblegum pink eru sjúklega flottir, get ekki valið á milli! :)

  630. Ingibjörg Jenný Jóhannesdóttir

    19. October 2013

    Finnst þeir báðir rosalega flottir, en ég væri til í þennan gráa :-)

  631. Sara Waage

    19. October 2013

    Æðislegir púðar & æðislegt blogg :) bíð alltaf spennt eftir nýrri færslu til ad skoða yfir kaffibolla;)
    En grái turks head er fullkominn! Mikið væri èg til í að eiga einn svoleiðis

  632. Herdís Ingibjörg

    19. October 2013

    Ég væri ofboðslega til í þennan gráa, ég á gráan kött og þeir myndu taka sig mjög vel út saman á sófanum!

  633. Karen Ósk Úlfarsd.

    19. October 2013

    M I G E R B Ú I Ð A Ð L A N G A L E N G I Í Þ E N N A N T Y G G J Ó B L E I K A Þ V Í G R Á I S Ó F I N N M I N N Y R Ð I S V O F Í N N M E Ð H O N U M Í T A K K F Y R I R Æ Ð I S L E G T B L O G G E L S K A Þ A Ð O G S K O Ð A Á H V E R J U M D E G I !

  634. Ragnheiður Kristjánsdóttir

    19. October 2013

    Flottari gjafaleikur hefur ekki litið dagsins ljós, æðislegir vinningar sem þú ert að gefa elsku Svana Lovísa. Bleiki púðinn finnst mér ofsa fínn og myndi sóma sér vel á heimilinu mínu. Takk fyrir frábært blogg, er búin að fylgjast með frá byrjun!

  635. Óttar Már Hallórsson

    19. October 2013

    Það væri algjör snilld að vinna svona gráan Turks púða fyrir kærustu mína þar sem ég veit að hún elskar þetta meira en allt :)

  636. Kristín Guðmundsdottir

    19. October 2013

    Væri meiriháttar til í gráan, bleiki væri þó ekkert síðri! Flott blogg hjá þér, hef bætt mörgum fallegum hlutum á óskalistann minn eftir að þú fjallar um þá ;)

  637. Hanna Lea Magnúsdóttir

    19. October 2013

    Væri rosalega til í gráa púðann! Er einmitt að safna í mitt fyrsta heimili og mig vantar svona dásamlega fallega hluti!

  638. Snædís Ósk

    19. October 2013

    Vávávááá! Þeir eru svo fallegir! Ég myndi alveg elska það að eignast þann gráa :)

  639. Berglind Árnadóttir

    19. October 2013

    Grár Turks Head væri dásemd í Eames ruggustólinn

  640. Bryndís Ýrr Pálsdóttir

    19. October 2013

    Ohh dreymir um einn svona í nýja fína sófa minn sem er frekar tómlegur svona einn án púða:) Takk fyrir æðislegt blogg, veitir manni innblástur fyrir heimilið:)

  641. Heiðrún Ósk Ölversd. Michelsen

    19. October 2013

    Alltaf svo skemmtilegt að lesa og skoða þessa síðu :)

    Púðarnir eru báðir æðislegir, grái heillar mig þó meira!

  642. Guðrún Björk

    19. October 2013

    Sæl Svana, til hamingju með tímamótin. Þetta er svo flottur gjafaleikur hjá þér að það er ekki hægt að sleppa því að vera með! Margir komnir í pottinn fyrir gráa púðann en ætla samt að troða mér þar með. :)

  643. Erla Þorsteinsdóttir

    19. October 2013

    Notknot púðarnir eru búin að vera á óskalistanum svo lengi! þessi grái er algjör draimur ;)

  644. Erla Jónatansdóttir

    19. October 2013

    Þessir púðar eru svo ótrulega fallegir. Finnst báðir litirnir mljög flottir en þar sem ég hef verið óvenju bleik í vali á hluti inn á heimilið þá langar mig svolítið í bleika. Takk fyrir frábært blogg, alltaf gaman að skoða.

  645. Elísabet H

    19. October 2013

    Frábært blogg sem ég skoða daglega! :) Þessir púðar eru náttúrulega bara flottir. Finnst bleiki æði… og grái líka! Báðir betri!

  646. Sandra Vilborg Jónsdóttir

    19. October 2013

    Það væri algjör draumur að fá svona fallega púða til að gera stofuna notalegri! Litirnir eru báðir fallegir en ef ég þarf að velja á milli þá vel ég þann gráa!

  647. Ólöf Edda

    19. October 2013

    Væri ánægjulegt að eignast þennan gráa eða bleika þeir eru báðir mjög fallegir :)

  648. Margrét Björnsdóttir

    19. October 2013

    Þeir eru alveg yndislegir púðarnir hennar Ragnheiðar og það virðist ætla að taka endalausan tíma að decorate-a íbúðina mína en eitt er víst að þessi bleika dásemd myndi algjörlega stela senunni inní stofu þannig að enginn tæki eftir tómu hvítu veggjunum … :)

    Kær kveðja, Margrét Björns

  649. Brynja Björk Garðarsdóttir

    19. October 2013

    Sjúklega fallegir púðar! Langar í þann bleika :)

  650. Guðný Þórsteinsdóttir

    19. October 2013

    Dásamlega fallegir púðar, það er erfitt að velja á milli þeirra en ég held að grái myndi sóma sér vel í sófanum hjá mér. Takk fyrir gott blogg.

  651. Eva Karls

    19. October 2013

    Þeir eru báðir yndislegir en mér finnst bleiki alveg trylltur! Verð nú bara að segja að það er svo gaman að fylgjast með ykkur Trendneturum… alltaf hellingur af nýju efni sem bíður manns í hvert skipti sem maður kíkir við:) Takk fyrir að lífga uppá íslenska bloggheiminn :)

  652. Lilja Rún

    19. October 2013

    Grár og gordjös! Þessi síða er líka gull!

  653. Harpa Einars

    19. October 2013

    Þessi púði er búinn að vera lengi á óskalistanum :) Grái væri fullkominn inn í stofuna hjá mér.. Finnsta samt bleiki líka rosa fallegur :)

  654. Halla Dröfn

    19. October 2013

    Báðir algert æði en bleiki myndi svo poppa upp stofuna mína :)

  655. Elín Bríta

    19. October 2013

    Grái turks head myndi sóma sér virkilega vel í rúminu hjá okkur skötuhjúum, myndi klárlega hjálpa til við að vera duglegri að búa um!

  656. Greta

    19. October 2013

    Elsku Svana til hamingju með 4 ára bloggafmælið. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið og að sjá falleg heimili og fá góðar hugmyndir. Þú ert virkilega góð í því sem þú gerir og ert yndisleg útígeng ;)

  657. Kristín Magnúsdóttir

    20. October 2013

    Þessir púðar eru avo einstakir og fallegir, snilldar hönnun. Ég hefði ekkert á móti því að eiga einn svona gráan og glæsilegan

  658. Thelma Lind

    20. October 2013

    Þessir púðar eru svo mikill draumur ! Kemst ekki yfir hvað þessi hönnun er falleg.
    Það væri æðislegt að fá einn svona í búið, svo gaman að geta sankað að sér fallegum vörum frá íslenskum hönnuðum.

    Takk fyrir skemmtilegt blogg Svana, það klikkar ekki að líta hér inn ef manni vantar innblástur fyrir heimilið :)

  659. Una Áslaug Sverrisdóttir

    20. October 2013

    Endalaust gaman að lesa bloggin þín Svana. Mig er lengi búið að dreyma um að eignast Notknot púða svo það yrði algjör himnasending að fá einn “Gráan Turks Head” – Keep up the good work!

  660. Birna Magnúsdóttir

    20. October 2013

    Frábært blogg hjá þér, kíki hérna inná daglega ! en mikið hrikalega eru þetta flottir púðar ég væri alveg til í þennan gráa :)

  661. Karen Irena Mejna

    20. October 2013

    Þetta eru svooo flottir púðar! Manni langar helst í alla í öllum litum til að skipta um :):)
    Mig langar mest samt í gráan turkis head núna! :)

  662. Hrafnhildur Marta

    20. October 2013

    Ó þeir eru báðir svo yndislegir. Væri svo ósköp ljúft að kúra sig með íslenskri hönnun í námsmannaholunni minni í útlandinu. Ég myndi velja bleika í tilefni af bleikum október til heiðurs nöfnu minnar og ömmu sem hefði eflaust kunnað vel að meta þessa tvo. Til hamingju með fína bloggið þitt!

  663. Guðrún Fríður Hansdóttir

    20. October 2013

    Bleika – því lífið er svo fallegt í lit!

  664. Guðrún Birna

    20. October 2013

    Við hjónin vorum að gera upp mjög gamlan hægindastól og hefur alltaf verið talað um að bleikur NOTKNOT púði væri það eina sem mundi passa við ákvæðið sem við völdum úr “Steelcut trio” línunni.
    Við vorum að fá stólinn til baka og mundi þessi fagurbleiki púði setja punktinn yfir i-ið á æðislegum stól.
    Takk fyrir góðan innblástur oft á tíðum á blogginu :)

  665. Sigrún Gylfadóttir

    20. October 2013

    ♥ trendnet ♥svart á hvítu ♥ notknot ♥ gráan

  666. Alex Jónsson

    20. October 2013

    Ég elska konuna mína svo mikið og ég veit að konan mín mundi elska þennann bleika

  667. Valgerður Sigurðardóttir

    20. October 2013

    Falleg hönnun og gaman að því að hún sé íslensk. Báðir eru þeir fallegir grár eða bleikur. Líklega er ég samt of sein að sjá þetta og senda. En takk samt fyrir að ætla að gefa þetta dýrmæti.

  668. Harpa M. Fenger

    20. October 2013

    Ég varð alveg svakalega spennt þegar ég sá þessa færslu! Er búin að dreyma lengi um Notknot púða. Mér finnst þeir báðir dásamlega fallegir en ég held að grái Turks Head yrði fyrir valinu :) Takk fyrir fallegt blogg :)

  669. Helena Rúnarsdóttir

    20. October 2013

    Ég væri sjúklega ánægð með annan hvorn púðann :) mér finnst báðir ótrúlega fallegir, get ekki gert upp á milli :)

  670. Íris

    20. October 2013

    Síðan þín er í svo miklu uppáhaldi! gaman að skoða íslenskt blogg sem fjallar um hönnun og heimilið og er ekki fast í því sem er “mest í tísku” .. sem gerir það að verkum að maður er ekki að lesa það sama hér og alls staðar annars staðar ;)

    Búin að fylgjast með lengi og mun fylgjast með áfram!

    myndi gleðja mig mjög að fá gráa Turks head ;) er einmitt í púðavandamálum

  671. Bergþóra Friðriksdóttir

    20. October 2013

    En yndilega fallegir púðar! Hefur lengi langað í gráa Turks head!

  672. Þóranna Einarsdóttir

    20. October 2013

    Hef alltaf verið virkilega skotin í þessum púðum og væri það dásamlegt að fá einn svona heim til sín til þess að dást að daglega. Báðir æði og myndi grái fara vel í gamla afastólinn mínn :)

  673. Ingunn Þorvarðardóttir

    20. October 2013

    Takk fyrir frábæra síðu ! – Þetta eru svo ótrúlega fallegir púðar og eitt stykki myndi svo sannarlega sóma sér vel í sófanum mínum :)

  674. Dagný Vilhelmsdóttir

    20. October 2013

    Alltaf skemmtilegt að skoða bloggið þitt og mér finnst sérstaklega skemmtilegt hvað þú ert dugleg að kynna hafnfirskar verslanir. Það er svo margar skemmtilegar verslanir í Hafnarfirðinum.

    Mig hefur langað í svona púða lengi og þá einna helst Turk’s head púðann. Ég er í skátunum og þessi hnútur hefur alltaf verið einn af mínum uppáhalds svo púðinn myndi held ég gera stofuna mína aðeins persónulegri en hún er núna þar sem flest húsgögnin eru ekki frá mér.
    Mig myndi langa í burnt orange en það er samt erfitt að velja því allir litirnir eru svo fallegir.

    Takk fyrir skemmtilegt blogg
    Dagný

  675. Dagný Vilhelmsdóttir

    20. October 2013

    Ég sá ekki að það væri grái og bleiki sem hægt væri að vinna en grái Turk’s head myndi passa við hinn hlutinn í stofunni sem mér þykir rosa vænt um, Geysisteppið mitt.
    kv.Dagný

    • Harpa Theodórsdóttir

      20. October 2013

      Snilldar vöruhönnuður, bleiki er æði. Elska síðuna þína og þín tips, ætla er drífa mig að kaupa Boligmagasinet :-)

  676. Sòlveig Þorvaldsdóttir

    20. October 2013

    Ó bàðir svo fallegir! Á engann notknot og langar mikið í þennan gráa! :)

  677. Kristín H Guðmundsdóttir

    20. October 2013

    Ég yrði rosalega þakklát og ánægð ef að þessi grái fengi að njóta sín í sófanum mínum, enda æðislega flottur púði.
    Takk fyrir frábært blogg. xx

  678. Eva Ruza

    20. October 2013

    Ohh mundi eeelskaa að fá þennan gráa fallega púða í nýju stofuna mína! Goowdjöss

  679. Sigga F

    20. October 2013

    mjá takk!

  680. Svart á Hvítu

    20. October 2013

    Búið er að draga í leiknum, takk fyrir þáttökuna ♡ ♡ ♡

  681. Aldís

    20. October 2013

    Gráa :)

  682. Silvá

    20. October 2013

    Alltaf gaman að lesa færslurnar þínar ! Grái myndi vera punkturinn yfir i-ið hér heima hjá mér, fingur hér með krossaðir! :)

  683. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir

    29. October 2013

    Takk fyrir flotta síðu kæra nafna! Ég hef unun af að skoða það sem þú setur hér inn enda mikil áhugamanneskja um bæði íslenska og erlenda hönnun. Þú ert líka svo skemmtileg og innilega, algjörlega þú sjálf og það kann ég að meta :) Ég væri alveg til í einn fallegan púða frá þessari líka eðal konu, alveg sama hvaða lit en grár er alltaf klassískur. Keep up the good work! Kveðja, Svanhildur

  684. Anonymous

    29. October 2013

    Dásamlegir púðar í alla staði, sem gerir hvaða sófa sem er fallegri! Myndi gleðja mitt hjarta að fá einn svona gráan í sófann minn :)

  685. Margrét Ingólfsdóttir

    29. October 2013

    Dásamlegir púðar í alla staði, sem gerir hvaða sófa sem er fallegri! Myndi gleðja mitt hjarta að fá einn svona gráan í sófann minn :)