fbpx

SJARMERANDI MYNDAVEGGIR

Fyrir heimiliðVeggspjöld

Öll heimili þurfa að hafa einn góðan myndavegg finnst mér, hvort sem það séu fjölskyldumyndir eða bara gott bland af plakötum og ljósmyndum. Það er hægt að fá nóg af innblæstri frá þessum myndum hér að neðan. Færslan sem ég hafði lofað um hvar er hægt að kaupa flott plaköt er í vinnslu, ég er reyndar á haus í vinnu þessa dagana vegna Hollandsferðarinnar minnar í næstu viku, svo færslan kemur eflaust inn eftir það. Það hafa nefnilega nokkrir rekið á eftir mér með þessa færslu:)

486b4c20b106dff3cb64b6d5662b2bd004d82793b72e655c92e96a0315ec1531 Picture 30937 f5dd8d00416c2a8eec7bee3e7533f75403268ca6bfbbba88e6c14658e3fd0d11 OLYMPUS DIGITAL CAMERA 018ef128d9abbbd9cb7932c5325d88fa

Ég mæli með að fylgjast með á morgun, þá endurtek ég afmælisleikinn í þriðja sinn og gef 2x xxxxxxx xxxx, og geta því tveir lesendur haft heppnina með sér:) Ekkert deila drasl hér, bara kvitt og like!

-Svana

LANGAR ÞIG AÐ BREYTA TIL?

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Annetta

    17. October 2013

    Æðislegir veggir, er byrjuð að safna römmum fyrir næsta myndavegg og væri ekki amalegt að eignast gómsætan glaðning :)

  2. Hildur

    17. October 2013

    Hvar fær maður ramma, annars staðar en í Ikea? Þá einhverja sem kosta ekki nokkur þúsund krónur stykkið

    • Bára

      17. October 2013

      Góði hirðirinn er með slatta af römmum til sölu :) Ef heppnin er með þér geturðu fundið fallega ramma þar á klink ;)

      • Svart á Hvítu

        17. October 2013

        Já sammála, það er oft hægt að gera góð kaup þar! Stundum þarf að spreyja þá samt, en annars hefur mér fundist Ikea vera með ódýrustu. Ilva og svo House Doctor er líka með.. held samt að það fylgi alltaf mynd/plakat í þeim:) Þau eru samt flott, var að skoða þannig í Fakó verslun í gær (s.s. Hpuse Doctor vörurnar).
        -Svana

  3. Sigríður Anna

    17. October 2013

    Hlakka til að geta gert svona fallegan myndavegg hjá mér þegar ég eignast heimili til framtíðar! Frábær innblástur :)

  4. Þórdís

    17. October 2013

    Ég elska svona fallega myndaveggi. Minn myndaveggur er komin ágætlega á leið, búin að hengja upp myndahillurnar og þar eru 4 dásamlegar myndir sem mér þykir svo vænt um.
    Hlakka til þegar ég klára hann :)

    • Svart á Hvítu

      17. October 2013

      Ég er ekki einu sinni byrjuð á mínum!:) Myndahillurnar frá Ikea eru samt stórsniðugar fyrir auðvelda myndaveggi, þægilegt að geta líka raðað þeim að vild.
      -Svana

  5. Margrét

    17. October 2013

    Takk fyrir skemmtilegt og fallegt blogg – innanhúsnördið ég elska að fylgjast með!

    Ps. Kvitt og like á afmælisleikinn :)

    • Svart á Hvítu

      17. October 2013

      Afmælisleikurinn sjálfur byrjar í kvöld… þá þarftu að kvitta undir aðra færslu til að lenda í pottinum:)
      En takk fyrir skemmmtilegt komment:)

  6. Dagný Björg

    17. October 2013

    Stórgott safn af myndaveggjum! Ég er með eina ikea myndahillu og breyti mjöög reglulega um uppstillingar i henni sem er àgætt svona í leiguíbúð þar sem breytingarmöguleikar eru takmarkaðar.