Enn heldur afmælisleikurinn áfram og í þetta sinn hef ég valið æðislegu Notknot púðana frá Umemi sem hannaðir eru af Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur. Púðarnir hafa ekki bara slegið rækilega í gegn hérlendis, en það má sjá þeim bregða fyrir í ótalmörgum erlendum hönnunatímaritum sem keppast um að dásama púðana. Notknot er einn af þessum hlutum sem situr ofarlega á óskalistanum hjá mörgum og því verða tveir lesendur valdir í þetta skiptið og fá þeir sitthvorn Notknot púðann.
Ragnheiður er fædd og uppalin á Suðurnesjunum. Hún lærði vöruhönnun á Íslandi og svo síðar í Bandaríkjunum þar sem hún rannsakaði japanskan sætleika (kawaii) sem hefur haft mikil áhrif á það sem hún skapar. Í dag rekur hún lítið fyrirtæki undir nafninu Umemi, þar sem hún hannar húsgögn og fylgihluti fyrir heimilið.
Hnútar hafa verið hnýttir í marga tugi þúsunda ára til skemmtunar, nytja og skreytis. Fyrir Notknot púðann valdi hún fjóra mismunandi hnúta, tvo kínverska skrauthnúta: Round Brocade og Good luck, skátahnút: Turk’s head og blómahnút eftir hnútafrumkvöðulinn Clifford W. Ashley sem gaf út bók sína Ashley’s book of knots árið 1944. Með Notknot leikur Ragnheiður sér með hlutfall og áferð hnútsins. Hann er stækkaður til muna og hnýttur úr fylltum ullarhólkum sem gera hann mjúkan og hlýlegan. Notknot er vélprjónaður úr íslensku einbandi.
Hér má sjá allar týpurnar sem til eru: Ashley’s Flower, Good Luck, Round Brocade og Turks Head.
Hér má sjá fallega litakortið, en hver ætti að geta fundið sinn fullkomna Notknot púða. Sjá betur á Facebook síðu Umemi hér.
Notknot púðarnir sem hægt er að vinna eru þessir tveir að ofan: Tyggjóbleikur Round Brocade & Grár Turks Head.
Þessa dásamlegu púða getur þú unnið, en þáttökuskilyrðin eru þessi þrjú:
1. Setja like á facebook-síðu Svart á Hvítu
2. Like-a þessa færslu
3. Skilja eftir skemmtilega athugasemd hér að neðan með nafninu þínu og hvorn púðann þú vilt!
Og krossa svo fingur:)
Ég dreg svo út tvo heppna lesendur þann 20.október.
-Svana
Skrifa Innlegg