fbpx

SUMARLÍNAN FRÁ MOOMIN // GLAÐLEGIR LITIR & VEIÐAR

Fyrir heimilið

Sumarlína ársins frá Moomin mætir í verslanir á morgun, föstudaginn 13. maí og hún er ekkert nema dásamlega falleg og sumarleg! Sumarlínurnar eru alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér því litirnir eru alltaf svo glaðlegir og bjartir, núna í ár er bollinn einmitt í pastel bleikum og sandlit sem passar virkilega vel við aðrar eldri sumarlínur. Það er einnig gaman að lesa sér til um sögurnar sem skreyta hverja vörulínu fyrir sig og læt ég því alltaf fylgja með smá textaklausu sem útskýrir myndefnið:

“Myndskreytingin á sumarkrúsinni sameinar teikningar úr þremur mismunandi teiknimyndasögum frá árunum 1957, 1958 og 1959. Múmínálfarnir búa nálægt sjónum og við hliðina á húsinu þeirra rennur lítil á. Þeir veiða bæði í sjó og í ánni og þá sérstaklega Snúður sem býr í tjaldi við ána. Hann lifir að miklu leyti á fiskinum sem hann veiðir sjálfur en Snúður grillar fiskinn oftast við varðeldinn.

Veiðar voru líka mikilvægar fyrir Tove Jansson sjálfa, sem bjó hálft árið á lítilli eyju í ysta eyjaklasanum í Finnlandi með sambýliskonu sinni Tuulikki Pietilä. Þar þurftu þær að veiða sér að miklu leiti til matar sjálfar. Netaveiðar, stangveiðar og snöruveiðar koma oft fram í Múmínsögum Jansson, bæði í skáldsögunum og í teiknimyndasögum.”

Sumarlína Moomin fæst hjá flestum söluaðilum iittala ásamt í ibúðinni sem er í Kringlunni.

FALLEG ÍSLENSK HEIMILI // PENTHOUSE ÍBÚÐ Á SELTJARNARNESI

Skrifa Innlegg