Ég veit það má varla segja það upphátt en mig er farið að hlakka til að haustið komi með öllum sínum dimmu kósýkvöldum og örlítið meira skipulagi. Síðustu kvöld þegar ég hef setið uppí sófa frameftir hef ég tekið eftir þvílíkum mun hversu dimmt er orðið og það bætist bara í á hverju kvöldi. Í gær sat ég frameftir að vinna með kveikt á lömpum í fyrsta sinn í langann tíma og útiseríunni og vá hvað það var notalegt …
Ég er hinsvegar þessa dagana að reyna mitt besta að vinna fram í tímann svo að ég fái verðskuldað sumarfrí í næstu viku en þá þarf ég sem er minn eiginn yfirmaður að vera mjög dugleg. Ég þrái nefnilega að fá að loka tölvunni í viku og leika við strákana mína. Það eru alls ekki mörg sumarkvöld eftir -best að nýta þau (helst í eitthvað annað en vinnu).
Skrifa Innlegg