Í sumarfríi með börnin þarf stundum að finna upp á skemmtilegri og nýrri afþreyingu til að hafa þetta dálítið spennandi þrátt fyrir að vera bara heima og reynir þá á hugmyndaflugið. Ég er með börn á aldrinum 2 og 7 ára svo þarfirnar þeirra eru ansi ólíkar en þó náum við þrjú oft saman í einhverskonar föndri eða skapandi dundi svo ég reyni að gera sem mest af því og mæli mikið með að skapa minningar á þann hátt.
Hvaða skemmtilega (heima) afþreying fyrir börn er í uppáhaldi hjá ykkur?
Oft þurfa þessi yngri þó ekkert meira en bara smá vatn, hér er mín skotta að þrífa fyrir mig ávextina og gat dundað sér heillengi yfir því alsæl. Það var líka mjög gaman hjá okkur að bleyta chia fræ og lita með matarlit og búa til umhverfi fyrir risaeðlur og playmokalla umlukið vatni og múslí steinum. Börnin mín gleymdu sér heillengi yfir því dúlleríi, en það má sjá mynd af svipuðum leik í myndasafninu hér að ofan.
Vona að þið eigið góða helgi!
Skrifa Innlegg