fbpx

SUMARFRÍ – CHECK!

Persónulegt

Góðan dag kæru lesendur og velkomin aftur eftir stutt sumarhlé sem fröken Svana ákvað að taka sér í fyrsta sinn í lífinu og jiminn hvað það var ljúft og þarft. Það hefur ýmislegt á daga mína drifið undanfarnar vikur og uppúr standa bæði skemmtileg ferðalög innan og utanlands sem ég kem inná á næstu dögum:) Allskyns verkefni innan veggja heimilisins urðu líka partur af sumarfríinu mínu, að mestu leyti vegna þess að ég hafði lofað að lána heimilið okkar erlendum gestum í nokkra daga í byrjun ágúst og jiminn ég verð að viðurkenna að þetta var mesta hvatning sem ég hef fengið að eiga von á fólki sem gæti opnað allar skúffur og skápa og séð “messið” sem ég hafði skapað á undanförnum annasömum mánuðum (jafnvel árum haha). Við erum að tala um að ég fór í gegnum hvern einasta hlut á heimilinu og hvert einasta ryk, leikskólateikningar 9 ára sonarins voru flokkaðar, lego kubbum var litaraðað og allar skúffur og skápar eru því komin í þokkalegt orden og lausar við matarleifar – og einnig búið að losa út heilu pokana af óþarfa og rusli ahhhh svo mikill léttir. Og toppurinn var svo þegar gestirnir tilkynntu mér daginn fyrir komuna að þau kæmu svo ekki hahaha.

Á meðal þeirra verkefna sem voru kláruð var fallegi eldhúsbekkurinn minn sem ég skrifaði einnig um í dag og þið getið séð hér. Vá hvað ég er ánægð með útkomuna en ánægðust er ég með að geta strikað þetta verkefni af listanum!

Ég vildi bara rétt kíkja hingað inn og skrifa nokkur orð og dusta rykið af lyklaborðinu. Ég er enn með brennandi áhuga á bloggi og efnissköpun og er því að koma aftur sterk til leiks og hlakka mikið til að deila með ykkur allskyns fallegu og áhugaverðu ♡

Þangað til næst,

x Svana

LÍTIL ÍBÚÐ & SÆNSK SMARTHEIT

Skrifa Innlegg