fbpx

SUMARDAGSGJÖFIN

Persónulegt

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði í morgun var að ég yrði að eignast blóm! Hvað gera konur þá? Jú þær smella sér bara út í búð og kaupa nokkur handa sjálfri sér:)

Tvær pottaplöntur urði fyrir valinu og búnt af túlípönum sem reyna núna öll að lifa af nagið í Betúel!
IMAG4933 IMAG4937 IMAG4940

IMAG4932

 Það sem að smá grænt gerir fyrir heimilið, það lítur nefnilega allt betur út með nokkrum plöntum:)

En sumargjöfin var þó þessi fagri lampi sem ber heitið Flower Pot og var hannaður af Verner Panton árið 1968. Mig hefur langað í hann alveg gífurlega lengi og fannst ég svo sannarlega eiga hann skilið í gær.

Er eftir að finna fyrir hann rétta staðinn, en þangað til fær hann að standa úti í glugga í sólarljósinu þar sem að engin þörf er á lampa!

Gleðilegt sumar,

-SVANA

*Uppfært* Ég var að fá ábendingu um að t.d. Friðarliljan sem ég keypti sem og túlípanarnir séu eitraðir fyrir dýr svo ég mæli ekki með að kaupa slíkt ef þið eigið dýr sem eru hrifin af því að naga plöntur. Frekar upplýsingar um plöntur sem eru eitraðar fyrir dýr hér, og hér má sjá lista yfir hentugri plöntur fyrir dýraeigendur.

 

KOMMÓÐAN : FYRIR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

13 Skilaboð

  1. Oddný

    24. April 2014

    Hvaðan er vasinn ? Ótrúlega fallegur :-)

    • Svart á Hvítu

      24. April 2014

      Vasinn er e-ð sem ég keypti á flóamarkaði á ca 100 krónur, nota þennan “vasa” oftast flesta daga sem ílát undir eldhúsáhöld:)

  2. Steinunn Edda

    24. April 2014

    Kræst heimilið þitt er svo guðdómlegt! xx

  3. Jiii! Ekki vissi ég að túlípanar væru eitraðir ég passa þá sérstaklega vel héðan í frá – frábært að vita :)

  4. Brynja Björk Garðarsdóttir

    25. April 2014

    Ekki láta köttinn naga túlípanana þeir eru baneitraðir fyrir ketti!

  5. Brynja Björk Garðarsdóttir

    25. April 2014

    Vá ég las ekki alla leið ;) hehe

  6. Ásdís

    25. April 2014

    Hvar fékkstu plöntuna sem er í gluggakistunni hliðina á gylltu stjökunum? Og hvað heitir hún?

    • Svart á Hvítu

      25. April 2014

      Eg veit ekki nafnið a henni því miður, en ég keypti hana í Garðheimum:)

  7. Mílena Anna

    25. April 2014

    Ég sá mjög svipaðan marmaravasa í Ilvu í gær. :)

  8. Magga

    4. May 2014

    Sæl má ég spyrja hvar þú fékkst þennan lampa?