fbpx

SUMAR & SÓL

ÓskalistinnVerslað

Í tilefni af þessari dásamlegu veðurspá sem við fáum næstu daga ákvað ég að taka saman nokkra sumarlega hluti. Ég ætla að njóta næstu daga í botn í sólinni á Vestfjörðum og eiga ljúft sumarfrí með litlu fjölskyldunni minni. Það verður kærkomið frí að fá smá frí líka frá tölvunni, en engar áhyggjur ég ætla mér að tímastilla nokkrar færslur fyrir bloggið.

Sumar

 1. Sumarlakkrísinn frá Johan Bulow er mjög góður í ár. -Epal. // 2. Hálsmen frá Hring eftir hring. // 3. Plakat Rose II. Væntanlegt aftur hjá Intería. //  4. Acapulco stóll á svalirnar. Epal. // 5. Krossapúði frá Intería. // 6. Blómavasi frá House Doctor, Línan. // 7. Lyngby vasi, Epal. // 8. Nike hlaupaskór, Footlocker.com. // 9. Sætur ananaslampi frá UrbanOutfitters.com.

Þetta eru að sjálfsögðu allt saman bráðnauðsynlegir hlutir til að eiga! Nei nei ég lifi svosem án flestra þeirra þó að ég sé búin að blikka systur mína að kaupa nýja Nike Roshe skó handa mér í Ameríkunni þegar hún fer þangað, svo ofsalega gott að ganga á þeim. Svo mættu allir hinir hlutirnir á þessum lista rata heim til mín.

Njótið veðurblíðunnar næstu daga, x Svana

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

VERSLUNARTIPS: MALMÖ MODERN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Elín

    24. June 2015

    Ég veit ekki hvað er að mér en mér finnst ég verða að eignast einhverskonar ananasgrip! Og ég finn að ég á ekki eftir að stoppa fyrr en ég eignast einn…

    • Svart á Hvítu

      24. June 2015

      Hahahahah, þú ert ekki ein;) Ég er með þennan blessaða ananas á heilanum!

  2. Perla

    25. June 2015

    Geturðu sett link á þennan ananaslampa. Ég er búin að fletta UO síðunni endalaust og ég finn hann ekki. Ég er með ananasblæti!