fbpx

STOFAN MÍN & BLÓMIN

Persónulegt

Dagurinn í gær var extra góður, ég átti 28 ára afmæli og bauð uppáhaldsfólkinu mínu í heimsókn. Heimilið mitt ilmar núna eins og í bestu blómabúð og stofan er einstaklega lífleg, það er fátt fallegra en litrík blóm og í dag á ég sko nóg af þeim:)

Screen Shot 2014-06-10 at 11.52.47 AM

Okkur tókst 90% að koma öllu fyrir áður en gestirnir komu, það er reyndar enn eftir að negla upp myndir en ég ákvað að gefa því smá meiri tíma. Ég held það sé gott að venjast aðeins heimilinu fyrst og sjá svo til hvar allt naglfast á að vera. Pabbi mætti um morguninn og hengdi upp koparljósið fyrir mig, mér finnst þó smá skrítið að hafa þá ekkert hangandi ljós yfir eldhúsborðinu, en það eru ljósakúplar í eldhúsloftinu sem ég ætla ekkert að vera að eiga við -strax a.m.k.!:)

Screen Shot 2014-06-10 at 11.52.28 AM

Þessi blóm gera mig glaða:) Það er jafnvel enn einn vasinn með blómum í úti á palli ásamt því að ég fékk tvær litlar og fallegar pottaplöntur í gjöf.

HELGIN MÍN

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Agla

    10. June 2014

    Elska nýju íbúðina þína – ég verð reglulegur gestur :) Og ég vil þá líka fá nýjasta slúðrið úr kirkjunni og Safnaðarheimilinu – who’s dating, who’s hating ;)

  2. Ragga

    25. June 2014

    Sæl, ég þjáist af þvílíkri löngun í Dixon ljósið eins og þú ert með í stofunni og er að velta fyrir mér hvaða stærð kæmi best út. Er með frekar litla stofu ig bara venjuleg lofthæð, virðist svipað og hjá þér – hvaða stærð ert þú með ef ég mætti forvitnast? :)

    Kv. Ragga