fbpx

STÍLISTINN LOTTA AGATON

HeimiliUppáhalds

Ein af mínum allra uppáhalds stílistum og fyrirmyndum í hönnunarheiminum væri hin sænska Lotta Agaton, ég hreinlega fæ ekki nóg af stílnum hennar og smekklegum uppröðunum hennar, hún er einfaldlega meðetta þegar kemur að heimilum. Hún notast mest við jarðliti og náttúruleg efni þegar kemur að stíliseringu sem gefa hennar verkum svo mikinn sjarma, eitt er víst að við erum ekki að fara að rekast á bleikan púða eða grænan kaktusvasa á hennar heimili -ónei. Stofan hennar er algjör draumur og galleríveggurinn, púðahrúgan á sófanum og Gae Aulenti glerborðið er svo sannarlega eitthvað til að láta sig dreyma yfir.

Stíllinn hennar Lottu er líka dálítið þroskaður ef svo má kalla og hún á marga einstaka hluti, listaverk og bækur sem setja sinn svip á heimilið og tala nú ekki um hvað dökkmáluðu veggirnir gera heimilið sjarmerandi. Hún er heldur ekkert mikið að elta trendin og er oftar í hópi þeirra sem leiðir trendin, -það sem ég kann að meta svona konur.

Fyrir áhugasama þá má finna hennar instagram hér. 

Screen Shot 2016-05-07 at 12.56.01Screen Shot 2016-05-07 at 12.56.17Screen Shot 2016-05-07 at 12.56.30Screen Shot 2016-05-07 at 12.57.17Screen Shot 2016-05-07 at 12.57.56Screen Shot 2016-05-07 at 12.58.31Screen Shot 2016-05-07 at 13.04.37 Screen Shot 2015-06-21 at 23.01.41 Screen Shot 2015-06-21 at 23.01.07 Screen Shot 2015-06-21 at 23.00.52Screen Shot 2015-06-21 at 23.03.13

Þetta er ein af mínum uppáhalds og ég veit að ég hef talað um hana margoft áður en það er líka í góðu lagi. Enda innblástur af bestu gerð!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

Á ÓSKALISTANUM: KAKTUSVASI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sigrún

    14. September 2016

    Hæhæ, veistu hvaðan hillurnar eru sem eru á næst síðustu myndinni… með öllum bókunum.

    • Svart á Hvítu

      14. September 2016

      Hæ, ég þekki þessar því miður ekki -gætu jafnvel verið gamlar frá Ikea svo einfaldar eru þær. Hvaða smiður sem er getur útfært svona lausn, svo er það bara að mála allt í sama lit og veggurinn og þá lítur það eins út og hjá Lottu elskunni;)
      -Svana