fbpx

Á ÓSKALISTANUM: KAKTUSVASI

HönnunÓskalistinn

Ég er alveg bálskotin í þessum geggjuðu kaktus vösum frá Serax og þeir eru rakleiðis komnir á óskalistann langa. Það er dálítill húmor í vösunum sem er svo hollt og gott fyrir öll heimili og ég tala nú ekki um hvað þeir munu lífga við stofuna. Ég hef líka verið með Gras vasana frá Normann Copenhagen á óskalistanum mínum í mörg ár núna en þó aldrei keypt mér, það þarf jú alls ekki að kaupa allt sem fer á óskalistann. Það er eitthvað alveg stórkostlega skemmtilegt við þessa kaktus vasa, þið getið ekki neitað því:)

f688b33c2447c0c5755f54f01069d695

Ég rakst á þá í skoðunarferð í Dúka í Smáralind fyrir þau ykkar sem hafið áhuga en það má vel vera að merkið fáist á fleiri stöðum. Með skemmtilegri hönnun sem ég hef séð!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

HELGARINNLITIÐ: DRAUMAHÚS Í SKÓGINUM

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ástríður

    13. September 2016

    Mjög flottir! Þarf greinilega að kíkja í Duka.