fbpx

SPENNANDI NÝJUNGAR FRÁ ELSKU IKEA

Ikea

Það er ekkert nema tilviljun sem ræður því að ég er að skrifa tvisvar sinnum á nokkrum dögum um elsku Ikea. Fyrri færslan – Sófadraumur: Ikea Söderhamn er færsla sem ég byrjaði á að skrifa fyrir mörgum mánuðum en týndist svo í pistlasafninu mínum  en færsla dagsins varð óvænt til þegar ég í sakleysi mínu fletti í gegnum væntanlegar vörur frá sænska risanum og kolféll fyrir nokkrum vörum sem ég núna get hreinlega ekki beðið eftir að komi í verslunina. Eins og áður þá eru Ikea færslurnar mínar allar eingöngu sprottnar út frá sjúklegum áhuga mínum og er ég því ekki með neinar dagsetningar varðandi hvenær vörurnar koma til landsins – ég mæli því með að fylgjast bara vel með.

screen-shot-2017-01-11-at-20-53-40screen-shot-2017-01-11-at-20-54-05

Endalausir möguleikar með Eket hillukerfi – einfalt og flott og koma í nokkrum litum. Klárlega Ikea útgáfan af Montana hillunum heimsfrægu.

screen-shot-2017-01-11-at-20-54-18

Ég er mjög hrifin af fylgihlutalínunni fyrir Kallax hillurnar og bráðlega verður því hægt að “sérsníða” þessar hillur algjörlega að okkar þörfum. Finnst æðislegt að bæta við textíl, leðri og brass við annars einfaldar hillur og verða þær töluvert meira sjarmerandi fyrir vikið. Þessi grunna smáhlutahilla sem stungið er inn í eitt boxið er síðan algjört æði!

screen-shot-2017-01-11-at-20-54-55screen-shot-2017-01-11-at-20-55-07

Nokkrar myndirnar vistaði ég þó eingöngu út frá fallegri stíliseringu – ljósbleikar flísar við svarta innréttingu! 10 stjörnur af 5 mögulegum.

screen-shot-2017-01-11-at-20-48-29

Fylgihlutir við Omar stálhillurnar, ég fékk fjölmargar fyrirspurnir varðandi innlitið hjá HAF hjónunum hvar hægt er að fá svona stál iðnaðarhillur. – Hér er svarið:)

screen-shot-2017-01-11-at-20-49-03 screen-shot-2017-01-11-at-20-49-19

Ég er mjög skotin í þessum grófu og náttúrulegu rúmfötum, vonandi koma þau líka einföld.

screen-shot-2017-01-11-at-20-50-25

Fyrir þá sem búa smátt er þessi baðherbergislína snilldin ein – auðvitað á að vera hægt að nýta betur plássið í kringum klósettið.  screen-shot-2017-01-11-at-20-51-07

Ég hef margoft leitað á netinu að blöðruljósi eftir að hafa kolfallið fyrir einu í innliti fyrir nokkrum árum síðan. Flest sem ég hef rekist á hafa kostað of mikið svo það gleður mig að Ikea skuli hafa hannað eitt, alveg fullkomið í barnaherbergið og núna krossa ég fingur að seinna verði boðið upp á fleiri liti.

screen-shot-2017-01-11-at-20-51-45

Stíliseringin er eins og úr góðu hönnunartímariti!

screen-shot-2017-01-11-at-20-52-32

Þetta hliðarborð er dálítið skemmtilegt, mér sýnist þó að ekki sé hægt að nota körfuna undir sem geymslu en fallegt er það.
screen-shot-2017-01-11-at-20-53-11

FJÄLLBO er ný lína sem er eflaust eftir að heilla þá sem kunna vel að meta svona hráan iðnaðarstíl.

screen-shot-2017-01-11-at-20-55-25

Postulínkaktusar eru trend sem er svo sannarlega komið til að vera, er ánægð með hversu raunverulegir þessir eru í lit og formi.

screen-shot-2017-01-11-at-20-55-48 screen-shot-2017-01-11-at-20-56-08

Á mínum óskalista situr fallegur skrifborðstóll sem er markmið sem erfitt er að uppfylla án þess að setja sig á hausinn. Þessi bólstraði hvíti er með þeim betri sem ég hef séð lengi.

screen-shot-2017-01-11-at-20-56-43

Myndir via Ikea   

Mjög fínt ekki satt, hvaða vörum eruð þið síðan spenntust fyrir? Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða allar væntanlegu vörurnar hér.

svartahvitu-snapp2-1

INNLIT: KAUPMANNAHAFNAR SJARMI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Tinna

    11. January 2017

    FJÄLLBO,,,, bíð spennt …