Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með Sólveigu Andreu innanhússarkitekt á samfélagsmiðlum en þar hefur hún verið að sýna frá allskyns verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur. Myndirnar sem við ætlum að skoða í dag eru af gullfallegri íbúð í Sjálandi, Garðabæ með geggjuðu útsýni, þar sem allt var rifið út og hannað upp á nýtt. Útkoman er svo vel heppnuð en ég leyfi nokkrum myndum af íbúðinni fyrir breytingar að fylgja með hér neðst í færslunni svo þið sjáið muninn.
Stíllinn er léttur og fágaður og útsýnið fær að njóta sín, eldhúsið stelur alveg athyglinni og tækjaskápurinn er algjört æði með fallegri klæðningu sem tengist vel við viðarklæðningu sem sjá má víðar á heimilinu.
Kíkjum í heimsókn –
“Eldhús – bað og fataskápar eru frá Byko. Hurðar, rimlaveggir, bókaskápur, náttborð og skápur í hjónaherbergi er sérsmíðað frá Fagus og hannað af Sólveigu Andreu.”
Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is
“Það var allt rifið út og sett nýtt, hiti settur í gólf og allir ofnar teknir. Sett nýtt rafmagn og kerfi sem heitir Free@home frá Rafport. Öll ljós eru frá Lumex – nema borðstofuljós það er frá Magnolia.”
Sófi í stofunni er frá Húsgagnahöllinni og stólar. Sófaborð, rúmgafl, lampar, gangborð, mottur og fylgihlutir eru frá Magnolia
“Tæki í eldhúsi og baðherbergi eru frá Byko og sturtugler frá Íspan. Borðplata frá S. Helgasyni og borðvaskar á baðherbergjum.”
Myndir : Vignir hjá Fasteignaljósmyndun
Gaman að sjá myndirnar af íbúðinni fyrir breytingar og sjá hvaða töfra innanhússarkitektar geta gert fyrir heimili sem þó er alls ekkert ólekkert fyrir en í dag alveg æðislega flott.
Vonandi höfðuð þið gaman af þessum myndum, ég mæli með að fylgjast með Sólveigu Andreu innanhússarkitekt á Instagram @solveig.innanhussarkitekt
Takk fyrir lesturinn og takk fyrir að deila með okkur þessum myndum Sólveig Andrea ♡
Þangað til næst – og þið getið alltaf fylgst með mér á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg