fbpx

SÓFADRAUMUR : IKEA SÖDERHAMN

IkeaÓskalistinn

Þó svo að sófakaup séu ekki efst á forgangslistanum mínum í dag þá kemur það ekki í veg fyrir að ég spái í mínum næstu sófakaupum. Söderhamn frá Ikea hefur verið á óskalistanum mínum í nokkur ár en hann var að koma út rétt eftir að ég fékk mér minn Karlstad sófa sem er einnig frá Ikea, ég hefði annars mögulega valið þann fyrrnefnda enda afar flottur að mínu mati, minimalískur, stílhreinn og töff – ég tala nú ekki um þann möguleika að hægt er að kaupa fölbleikt áklæði á hann þrátt fyrir að ég fengi það seint í gegn. Söderhamn er einingasófi og því hægt að bæta við sófann að vild, sætum, legubekk, armpúða eða skemil. Ég sé fyrir mér þriggja sæta + legubekk í gráu áklæði þar sem hvítt er alltof ópraktískt fyrir mitt heimili.
Living-room_above_760

Living-room_stylizimo_760

Ég hef margoft skoðað þennan sófa og það kom fyrst á óvart hversu þægilegur hann er þrátt fyrir að sætispúðarnir séu þynnri en við erum vön að sjá. Þetta er nefnilega algjörlega sófi til að kúra í yfir bíómynd!Bunadspledd_Andreas-Engesvik_760

Nina hjá Stylizomo blogginu hefur átt sinn Söderhamn í smá tíma og hefur prófað bæði ljóst og dökkt áklæði og komu báðir mjög vel út, mér finnst góður kostur að geta skipt um áklæði á sófa þá bæði til að þrífa en einnig til að breyta til. Því hver veit nema ég fái einn daginn að splæsa í bleika áklæðið á okkar framtíðarsófa. Allar myndirnar eru fengnar frá Ninu hjá Stylizimo.
b2bc85a477a7f6386e8d5626c88a70ba Ég viðurkenni að allir mínir sófar hafa verið frá Ikea, sá fyrsti var Klippan þegar ég var unglingur, næst komu sófarnir á okkar fyrsta heimili en það voru sömu sófar og mamma og pabbi byrjuðu að búa með nema þremur áklæðum síðar, týpan á sófunum hét Tibro en þeir lifa enn góðu lífi í dag 35 árum síðar. Næst var svo Karlstad sófinn góði og ég krossa fingur að ég komist yfir Söderhamn sófa núna í vor en það eru nokkrir hlutir sem sitja á óskalistanum mínum fyrir stofuna og þeir eru allir í stærra lagi.

svartahvitu-snapp2-1

MEST LESNU FÆRSLURNAR // 2016

Skrifa Innlegg