SNÚRAN FÆR ANDLITSLYFTINGU

Fyrir heimiliðVerslað

Ég trúi því varla að ég sé ekki ennþá búin að birta hér myndir eftir að ein uppáhaldsbúðin mín Snúran stækkaði talsvert um daginn. Ég átti hinsvegar leið þangað í morgun að kaupa gjöf handa vinkonu minni sem er nýbökuð tveggja barna móðir og var þá að sjá verslunina í fyrsta sinn eftir andlitslyftinguna og vá þvílíkur munur! Búið að mála alla veggi í mjög hlýlegum tónum og leggja æðislegar teppaflísar og núna njóta vörurnar sín mikið betur. Það er svo skemmtilegt hvað þetta hverfi er í miklum blóma og margar spennandi verslanir þar að finna, mæli svo sannarlega með bíltúr í Síðumúlann.

13707769_1487656147915036_2267825696653659875_n 13716171_1487655371248447_5797850338945664413_n 13731644_1487655504581767_7802528469657456780_n 13770448_1487656164581701_6293428150668251699_n 13781715_1487656167915034_6238973207729052206_n13315341_1436994529647865_7870220048414113119_n

Myndirnar að ofan fékk ég lánaðar á facebook síðu Snúrunnar, ljósmyndari: Anna Kristín.

13838445_10155038940013332_1989336008_o

Við fórum í smá vinkonuleiðangur í morgun í gjafaleit, Kristbjörg og Inga mínar verða eflaust agalega glaðar að ég birti myndina af þeim:)

Verslunin er orðin algjör draumur í dós, ég er með augun á nokkrum vörum þarna inni og þá helst LA:Bruket sápunum og kremum sem ég þarf að fara að endurnýja ásamt einum gordjöss blómavasa sem er reyndar það allra síðasta sem ég þarf á að halda. Það helsta sem ég þyrfti á að halda er að halda góða bílskúrssölu og tæma úr skápunum hluti og föt sem ég er hætt að nota!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INSTAGRAM.COM/ SVANA.SVARTAHVITU

Skrifa Innlegg