Ég trúi því varla að ég sé ekki ennþá búin að birta hér myndir eftir að ein uppáhaldsbúðin mín Snúran stækkaði talsvert um daginn. Ég átti hinsvegar leið þangað í morgun að kaupa gjöf handa vinkonu minni sem er nýbökuð tveggja barna móðir og var þá að sjá verslunina í fyrsta sinn eftir andlitslyftinguna og vá þvílíkur munur! Búið að mála alla veggi í mjög hlýlegum tónum og leggja æðislegar teppaflísar og núna njóta vörurnar sín mikið betur. Það er svo skemmtilegt hvað þetta hverfi er í miklum blóma og margar spennandi verslanir þar að finna, mæli svo sannarlega með bíltúr í Síðumúlann.
Myndirnar að ofan fékk ég lánaðar á facebook síðu Snúrunnar, ljósmyndari: Anna Kristín.
Við fórum í smá vinkonuleiðangur í morgun í gjafaleit, Kristbjörg og Inga mínar verða eflaust agalega glaðar að ég birti myndina af þeim:)
Verslunin er orðin algjör draumur í dós, ég er með augun á nokkrum vörum þarna inni og þá helst LA:Bruket sápunum og kremum sem ég þarf að fara að endurnýja ásamt einum gordjöss blómavasa sem er reyndar það allra síðasta sem ég þarf á að halda. Það helsta sem ég þyrfti á að halda er að halda góða bílskúrssölu og tæma úr skápunum hluti og föt sem ég er hætt að nota!
Skrifa Innlegg