Hér er eitt sem hittir beint í hjartastað en þetta fallega heimili er í eigu sænska hönnuðarins Jonas Wagell sem er líklega þekktastur fyrir JWDA borðlampann frá Menu sem er algjört bjútí (sjá á náttborðinu). Það er að verða æ algengara að sjá skápa málaða í sama lit og veggi og það kemur alveg ótrúlega vel út, oft eru þetta ódýrar Ikea einingar sem hafa verið grunnaðar og svo málaðar í sama lit. Sjáið hvað útkoman er glæsileg og myndaveggurinn nýtur sín vel fyrir vikið. Eitt gott trix að koma sjónvarpi vel fyrir – því það er svo sannarlega ekki stofudjásn að mínu mati, það er að blanda því inn í myndavegg en þá þarf að hafa nokkrar stórar myndir líka eins og sjá má hér að neðan.
Bleiki Bouroullec stóllinn frá Vitra kemur einstaklega vel út við þessa fallegu litapallettu.
Stólarnir frá Menu eru virkilega flottir þó ég hafi mínar efasemdir um þægindi þeirra… En geggjað plöntuhornið.
Hann Jonas Wagell er aldeilis meðetta þegar kemur að hönnun og heimilinu – þvílík fegurð.
Skrifa Innlegg