SKARTGRIPIR HEIMILISINS : IITTALA AARRE

HönnunÓskalistinn

Það er ein vörulína frá Iittala sem þið kannist kannski ekki öll við enda farið minna fyrir henni en öðrum línum frá Iittala, en það er Aarre sem ég hef verið ástfangin af frá því að hún var fyrst kynnt árið 2015, -sannkallaðir skartgripir fyrir heimilið að mínu mati. Aarre glervegghankarnir eru munnblásnir og eru óður til hins þekkta Oiva Toikke sem er einn af gömlu meisturunum hjá Iittala og jafnframt einn merkilegasti finnski hönnuðurinn. Munnblásnu fuglana hans Toikke þekkið þið mörg hver enda ein fallegasta hönnun sem gerð hefur verið og situr gjarnan á óskalista margra brúðhjóna enda einstakur hlutur. Mig dreymir um að eignast einn daginn fugl eftir hann, en þeir eru ólíkir eins og þeir eru margir. En aftur að Aarre línunni sem flakka á milli þess að vera vegghankar eða vegglistaverk… Oiva Toikke var leiðbeinandi hönnuðanna sem öll völdu sér þema til að vinna úfrá og er útkoman stórkostlega falleg. Aalto+Aalto hönnunarteymið vann útfrá plönturíkinu,  Anu Penttinen var innblásin af sjávarríkinu og Markku Salo skoðaði alheiminn.

“Heimilið er okkar persónulegi staður, þar sem við viljum umkringja okkur fallegum hlutum. Aarre (sem þýðir fjársjóður á finnsku) færir okkur nýja möguleika á að stilla upp persónulegum hlutum. Með Aarre er auðvelt að stilla upp hlutum sem annars eru faldir ofan í skúffum eða boxum. Þegar ekkert er hengt upp þá er Aarre eins og skartgripur eitt og sér.” 

Aarre-wall-art-from-Iittala

Ég mæli með að þið horfið á þetta video, -ég veit ekki með ykkur en ég ELSKA að sjá hvernig hlutir eru búnir til.

WP_Aarre_group_2015_02 
Ég verð að láta eina fuglamynd fylgja með…

Birds_by_Toikka_prod_01

iittala-aarre-series-page-2015WP_iittala-aarre

Ég flakka fram og tilbaka hver þeirra er fallegastur en er þegar með tvo á heilanum sem ég gæti vel hugsað mér að hengja upp á mínu heimili. Ástæða þess að minna hefur farið fyrir þessari línu á sama tíma og flest heimili geyma að minnsta kosti nokkra glermuni frá þessum finnska hönnunarrisa er í fyrsta lagi að vegghankarnir fást alls ekki hjá öllum iittala söluaðilum (rétt upp hönd sem hefur aldrei séð þá) en í öðru lagi er það verðmiðinn. Þó má hafa í huga að þetta eru munnblásnir hlutir sem gerðir eru af mjög færu handverksfólki, enginn þeirra er alveg eins og því eru þetta safngripir ♡

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

TÖLUM UM MÚMÍNBOLLA...

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Jóna María

  7. October 2016

  Vá! Aldrei rekið augun í iittala verslunum.
  Veistu sirka hver verðmiðinn er á þeim?

  • Svart á Hvítu

   7. October 2016

   Ég held nefnilega að þeir hafi bara verið til í iittala búðinni og finnsku búðinni (bæði í Kringlunni).
   Er ekki með alveg nákvæmt verð en þeir fara yfir 30 þúsund……
   -Svana:)

 2. Hrefna Dan

  7. October 2016

  VÁ VÁ VÁ.. þetta er sannkallað heimilisprýði!