Fritz Hansen var að tilkynna nýja og spennandi liti á Sjöunni / 2017 edition, og verður núna hægt að fá stólinn í fallegum djúpum vínrauðum lit, og pastel ljósbleikum sem passa einstaklega vel við fæturnar sem eru sprautaðar í rósagulli. Þessi bleiki litur er ólíkur afmælisútgáfunni frá árinu 2015 en þið getið séð þá útgáfu hér.
Sjöan er mest seldi stóllinn í sögu Fritz Hansen og líklega einnig sá mest seldi í heiminum þegar litið er yfir sögu húsgagnahönnunar, þvílík gæðahönnun og alltaf jafn klassískur stóll.
Hvernig lýst ykkur á þessa? Ég get ímyndað mér að verðið verði þó svipað og á afmælisútgáfunni en sá stóll var á tæpar 100 þúsund krónur – en fallegir eru þeir.
Skrifa Innlegg