fbpx

SIGRÍÐUR ERLA & A2 HÁTALARINN

Hitt og þetta

Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að fá að gefa af og til svona veglegar gjafir hér á blogginu, þó svo að þetta sé nú ekki beint úr mínum vasa heldur sáu vinir mínir hjá Bang & Olufsen alfarið um þennan vinning:) Það var hún Sigríður Erla sem hafði heppnina svo sannarlega með sér og nældi sér í fallega A2 þráðlausa hátalarann sem ég hef svo oft dásamað og í dag fór hún og sótti vinninginn.

Hér er kommentið hennar sem dregið var úr stóra pottinum : “Þetta er draumahátalarinn minn, fyrir utan hljómgæðin þá er hann náttúrlega ótrúlega fallegur eins og allar vörur frá B&O. Þar sem ég hlusta á tónlist á nánast hverri einustu mínútu sólarhringsins þá myndi hann nýtast vel og njóta sín enn betur á mínu heimili. Takk fyrir enn einn gjafaleikinn, þeir eru alltaf jafn flottir!!:)”

20160331_171812_resized

Til hamingju Sigríður Erla og takk fyrir að lesa xx

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

SKÍRNARVEISLAN HJÁ ÞÓRUNNI HÖGNA

Skrifa Innlegg