fbpx

SÍÐUSTU DAGAR …

Persónulegt

85bdf33200f24406dc81bbda82656bde

Síðustu dagar hafa einkennst af of mikilli vinnu og minni svefn. Ég er reyndar fegin að Hönnunarmars sé búinn svo önnur verkefni fái minn tíma, t.d. stórskemmtilega Nude Magazine verkefnið sem ég er á fullu í núna:) Við ætlum reyndar bara að byrja smátt sem er gott, því að góðir hlutir gerast nefnilega hægt! Við erum búnar að mynda hjá tveimur stórglæsilegum píum og svo hef ég verið í kvöld að raða saman “stöff” síðum sem er eitt það allra skemmtilegasta sem ég geri.

1c0514119c3660d157a3427b8721216e

Svona ljósasería er á óskalistanum, ótrúlega töff og sómar sér vel inni og úti! Ætli það sé hægt að kaupa svona hér heima?

tumblr_lsx9o5zVsV1qznrwro1_1280

Svo eru falleg gleraugu ekki aðeins á óskalistanum heldur frekar á neyðarlistanum. Mín eru nefnilega tvíbrotin og því bera þau nafnð “nördagleraugu” með rentu þessa dagana þar sem að þau eru TEIPUÐ. Allar ábendingar um besta úrvalið af gleraugum eru vel þegnar:)

4a8ddf6de4ce2ad12cfa23b92d095b1f

Hollur matur þarf að eignast stærra pláss í mínu lífi þessa dagana, ólétta konan hefur nefnilega aðeins verið að missa sig síðustu mánuði:)

81bb6dbc22b2acf55da57a5d5e491545

Planið er að vera þessi týpa í sumar, með bumbuna úti loftið á æfingum. Eftir margra vikna þreytu er orkan mín loksins komin aftur og ég hef getað mætt aftur á æfingar í World Class. Núna er ekkert “ég nenni ekki”, heldur verð ég að mæta til að eiga sem heilbrigðasta meðgöngu. Ég hef reyndar verið með baðstofuaðgang undanfarið sem hvetur mig til að mæta. -Mæli með því:)

799a0c2d1fc6a3e8a7ffb2cfd76800fd

Vorið er loksins komið og ég bíð spennt eftir blómunum, eitt stykki blómvöndur í vasa lífgar nefnilega öll heimili við!

Það var ekki fleira í bili, vonandi hafið þið öll það gott:)

-Svana

NÝ VERSLUN: MY CONCEPT STORE

Skrifa Innlegg

20 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    3. April 2014

    Afhverju finnst mér eins og þessi sería sé frá House Doctor?

  2. Birna Helena

    3. April 2014

    Svona sería í svörtu er til í Granit hér í Sverige ef þú þekkir einhvern hérna sem getur keypt og sent þér :)

  3. Sigríður Erla

    3. April 2014

    Ég hef akkúrat verið í svipaðri stöðu varðandi gleraugu! Þræddi nánast allar gleraugnabúðir á höfuðborgarsvæðinu og endaði á að finna mín í Gleraugnabúðinni í Mjódd :) Frábær þjónusta og gott verð!
    Gangi þér vel :)

    • Svart á Hvítu

      3. April 2014

      Takk! Hef aldrei kíkt þangað…. þarf að gera mér ferð:)

  4. Ég hlakka mikið til að sjà afreksturinn í Nude! Mín gleraugu eru einmitt líka límd saman, ég kíkti aðeins í Opric Studio í Smàralind og fann þar geggjaða umgjörð sem ég held að ég skelli mér à þegar buddan segir jà :)

    • Svart á Hvítu

      3. April 2014

      Já, það virðist vera besta úrvalið þar… hef farið 2x núna að skoða og lýst mjög vel á tvær umgjarðir, varð bara svo móðguð útí búðina þegar þau gleymdu að panta fyrir mig og létu mig bara bíða og bíða að eg var að vonast til að það væri önnur svona flott búð til haha:)

  5. Inga

    3. April 2014

    Keypti svona seríu hér heima í Tekk/Habitat í janúar, minnir að hún hafi einmitt verið frá House doctor.

  6. Erna

    3. April 2014

    Mér finnst Oliver Peoples alltaf vera með flottustu umgjarðirnar, búin að eiga gleraugu frá þeim í mörg ár. Held þær fáist bara í Auganu í Kringlunni…

  7. Bibba

    4. April 2014

    Sá svona seríu í húsgagnahöllinni í vikunni :)

  8. Kristín

    5. April 2014

    Optical studio eru með flottustu umgjarðirnar. Ég fékk frábæra þjónustu þar. Ég mæli með að þú kíkjir á Lindberg gleraugun, þau eru hverrar krónu virði

    • Svart á Hvítu

      5. April 2014

      Það hefur alltaf verið uppáhaldsbúðin mín og ég hef keypt öll mín gleraugu þar… en var bara svo hrikalega svekkt með þjónustuna þar um daginn að ég vildi sjá hvort það væri e-ð betra í boði annarsstaðar:)

  9. Rut R.

    7. April 2014

    hvaða týpa eru þessi ótrúlega flottu gleraugu?? :)

  10. Sunna

    8. April 2014

    Geturðu sagt mér hvaða ljós þetta eru á síðustu myndinni?

    • Svart á Hvítu

      8. April 2014

      Þetta eru Beat ljós eftir Tom Dixon… fást í Lúmex hér heima:)