Síðustu dagar hafa einkennst af of mikilli vinnu og minni svefn. Ég er reyndar fegin að Hönnunarmars sé búinn svo önnur verkefni fái minn tíma, t.d. stórskemmtilega Nude Magazine verkefnið sem ég er á fullu í núna:) Við ætlum reyndar bara að byrja smátt sem er gott, því að góðir hlutir gerast nefnilega hægt! Við erum búnar að mynda hjá tveimur stórglæsilegum píum og svo hef ég verið í kvöld að raða saman “stöff” síðum sem er eitt það allra skemmtilegasta sem ég geri.
Svona ljósasería er á óskalistanum, ótrúlega töff og sómar sér vel inni og úti! Ætli það sé hægt að kaupa svona hér heima?
Svo eru falleg gleraugu ekki aðeins á óskalistanum heldur frekar á neyðarlistanum. Mín eru nefnilega tvíbrotin og því bera þau nafnð “nördagleraugu” með rentu þessa dagana þar sem að þau eru TEIPUÐ. Allar ábendingar um besta úrvalið af gleraugum eru vel þegnar:)
Hollur matur þarf að eignast stærra pláss í mínu lífi þessa dagana, ólétta konan hefur nefnilega aðeins verið að missa sig síðustu mánuði:)
Planið er að vera þessi týpa í sumar, með bumbuna úti loftið á æfingum. Eftir margra vikna þreytu er orkan mín loksins komin aftur og ég hef getað mætt aftur á æfingar í World Class. Núna er ekkert “ég nenni ekki”, heldur verð ég að mæta til að eiga sem heilbrigðasta meðgöngu. Ég hef reyndar verið með baðstofuaðgang undanfarið sem hvetur mig til að mæta. -Mæli með því:)
Vorið er loksins komið og ég bíð spennt eftir blómunum, eitt stykki blómvöndur í vasa lífgar nefnilega öll heimili við!
Það var ekki fleira í bili, vonandi hafið þið öll það gott:)
-Svana
Skrifa Innlegg