fbpx

SAFNARINN ÉG…

PersónulegtStofa

Hér hafa nokkrir hlutir bæst við síðan síðast, og allt er að verða dálítið ofhlaðið í stofunni en það er akkúrat þannig sem ég vil hafa það. Ég rændi reyndar mömmu um daginn en á meðan hún var ekki heima þá fór ég og sótti þennan “fugl” í glerboxinu sem að ég gerði fyrir nokkrum árum síðan og gaf henni svo reyndar. Mig langaði bara til að máta hann aðeins í stofuna mína, ég á reyndar ekkert sem ég gæti boðið henni í staðinn svo ég þarf að öllum líkindum að skila honum aftur. En á meðan ætla ég að njóta hans, ég man bara hvað ég var komið með hrikalega mikið nóg af þessum “fuglum” eftir að hafa eytt hrikalega löngum tíma í rannsóknarvinnu (nenni eiginlega ekki að fara út í það en þeir voru útskriftarverkefnið mitt) og ég lét þá frá mér tvo fallegustu fuglana en hélt sjálf eftir þremur sem voru minna uppáhalds. Stundum sé ég eftir þeim, en mögulega þarf ég bara að taka upp hanskana og búa til fleiri… hvernig væri það nú:)

20150915_101010

Stundum vantar mig hreinlega nokkrar auka klukkustundir í daginn til að geta gert allt það sem mig langar til að gera. Ætli það hugsi svosem ekki flestir þannig:) Þessi mynd er af Instagraminu mínu sem ykkur er velkomið að fylgja @svana_ 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

AFMÆLISGJÖFIN & KAKAN

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Edda

    18. September 2015

    Hvaðan er svarti bakkinn á sófaborðinu ? :) Fallegt heimili sem þú átt!

  2. Malla

    22. September 2015

    Hvar fékkstu þennan hringlaga fína spegil?

  3. Sigga

    30. September 2015

    Hvenær er dregið úr leiknum??

    • Svart á Hvítu

      30. September 2015

      Ef þú átt við L:A bruket leikinn þá er ég búin að því fyrir mörgum dögum síðan, vinningshafinn hét Guðrún Hafdís og er að öllum líkindum búin að sækja vinninginn í Snúruna.
      Nafnið var birt á facebook síðunni.