fbpx

SÆTAR SUMARGJAFIR FYRIR KRAKKA

Óskalistinn

Sumardagurinn fyrsti er einn skemmtilegasti dagur ársins að mati sonar míns… eflaust spila væntingar um sól og sumaryl alla daga þar inní og sólríkir undanfarnir dagar gefa okkur góðar vonir um dásamlegt sumar. Ný leikföng, strigaskór eða sumarföt eru vinsæl í sumargjafir og er ég með augun á nokkrum hlutum sem munu líklega slá í gegn hjá mínum börnum. Tveggja ára dóttir mín fær að minnsta kosti hjálm úr Nine Kids sem væri mjög gaman að nota við hlaupahjólið einn daginn sem hún er ótrúlega spennt fyrir. Það er stutt síðan ég keypti handa henni sundbolinn sem sjá má hér að neðan í Dimm svo við gátum farið í heita pottinn í páskafríinu. Ég tók saman nokkrar sumargjafahugmyndir – en auk þessara hugmynda eru allskyns útileikir, skotboltar, sápukúlur og krítar alltaf klassískar og ódýrar gjafir sem öll börn elska.

 

// Hjálmur, hlaupahjól, pollagalli, stígvél dúkka og kjóll eru frá Nine Kids.

// Sundföt, derhúfa og útileikföng eru frá Dimm. 

 

7 ára sonur minn hefur legið yfir vissum dótabæklingi undanfarna daga og er með stjörnur í augunum yfir nokkrum leikföngum þar, meðal annars vatnsrennibraut, risavaxnar upplásnar vindsængur og annað sem ég veit ekki alveg með haha…

NÆSTA SAMSTARF H&M HOME ER VIÐ "DROTTNINGU LITANNA"

Skrifa Innlegg