fbpx

NÆSTA SAMSTARF H&M HOME ER VIÐ “DROTTNINGU LITANNA”

FréttirH&M home

Það er engin önnur en India Mahdavi, arkitekt, hönnuður og drottning litanna sem nú er kynnt sem næsti samstarfshönnuður H&M Home – það er stutt síðan ég sagði ykkur síðast fréttir af henni en India Mahdavi er sú sem hannaði Sketch veitingarstaðinn heimsþekkta sem nýlega gekkst undir umdeildar breytingar. Vörulínan er að sjálfsögðu mjög litrík og það eru nokkrir hlutir þarna sem væri virkilega gaman að leggja á borð með og gefa heimilinu lit.

Myndir : H&M Home 

Samkvæmt heimasíðu H&M þá verða vörurnar til sölu í völdum verslunum frá 28. apríl. Hver veit nema litla Ísland sé þar á meðal! Þessir pastel fjólubláu, bleiku og bláu litir eru svo sumarlegir og sætir, það væri gaman að eignast nokkra fallega muni úr litaheimi India Mahdavi sjálfrar.

 

45 FLOTTAR PÁSKAHUGMYNDIR & SKREYTINGAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    20. April 2022

    Vonandi 🤞🏻