“Out of the blue… something new” voru skilaboð frá Royal Copenhagen þegar aðdáendur danska postulínsstellsins voru á dögunum látin vita af væntanlegum nýjungum. Og ég varð strax spennt að sjá hvaða spennandi nýjungar væru að koma – & VÁ ég átti ekki von á þessari fegurð. Coral Lace og Coral Fluted Half Lace eru tvær nýjar línur sem lit dagsins ljós en um er að ræða klassískar línur sem við flest þekkjum en nú í nýjum lit og engum öðrum en kóralbleikum – Coral! Innblásturinn var sóttur í litaskjalasafn Royal Copenhagen þaðan sem liturinn á rætur sínar að rekja til seinni hluta 19. aldar eftir að Arnold Krog var gerður listrænn stjórnandi og voru þá gerðar nokkrar sérframleiðslur fyrir Tiffany’s í New York, og urðu fyrir valinu ljósblár litur, emerald grænn og skær hindberjableikur sem varð núna að innblæstri fyrir splunkunýju Coral vörulínurnar.
Markmið hönnunarteymis Royal Copenhagen var að finna lit sem væri látlaus á borði og blandast vel saman við klassíska bláa stellið. Coral er bæði mjúkur og líflegur litur og er í senn nútímalegur og með tímalaust yfirbragð.
Algjörlega fullkomin viðbót og ég get ekki beðið eftir að eignast einn hlut í Coral litnum!
Fallegt ekki satt?
Skrifa Innlegg