fbpx

RAÐAÐ

Fyrir heimilið

Ég verð að viðurkenna að mér þykir stundum geta verið ótrúlega róandi að raða hlutum og setja á sinn stað. Ekki taka því sem ég sé með fullkomnunaráráttu því það er ég svo sannarlega ekki. En þegar margra mánaða óreiða er loksins tekin í gegn þá er það nánast eins og hinn besti sálfræðitími. Í kvöld ætlaði ég að vinna og skipuleggja næstu daga, en þar sem barnið byrjaði í aðlögun hjá dagmömmu í dag sé ég loksins fram á nokkrar auka klukkustundir í vinnu á næstu dögum. En ég get ómögulega hafist handa við vinnu þegar margra mánaða óreiða og óskipulag horfir á mig í hvert sinn sem ég opna skúffur og skápa. Eðlilega eyddi ég því í kvöld fjórum klukkutímum inni á baðherbergi að raða og taka til í skápum og skúffum, mjög eðlilegt! Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu fínt er í skápunum og búið að þurrka af hverju ilmvatnsglasi ásamt því að fullur poki er á leið í ruslið. Þvílíkur léttir!

… Það er svo klassískt að kíkja aðeins við á Pinterest fyrir svefninn og skoða myndir þar sem allt er svo vel raðað og fínt. Veitir mér mögulega innblástur að ráðast í enn frekar tiltekt á heimilinu.

0b84e22214b893d36c50d25069fac554_HannahLemholtPhotographyLightShowOffice12110615_1 00ab5259989f0ed92ffd59beef7d239556ec51762e7ac162a124e82ea2db097a 3e28e2551898d6cfaf121dbfef5c03fe802544129074e04a6fb5f8738589d19de8102892626aef99b0ce169de6523ba697c57c305df168fd2e79ad8339dc57e4 37535ba4b701537e503f4243e77fdb25 a8ff1b8823cad178cc4ba705e6f2c5a9 aaf17a3e47e79e5b478ab84174595915

 Ég tek stundum tarnir á Pinterest og hef verið dugleg að pinna nýlega, þið getið fylgt mér hér:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

ÞARF AÐ NÆLA MÉR Í ...

Skrifa Innlegg