Ég verð að viðurkenna að mér þykir stundum geta verið ótrúlega róandi að raða hlutum og setja á sinn stað. Ekki taka því sem ég sé með fullkomnunaráráttu því það er ég svo sannarlega ekki. En þegar margra mánaða óreiða er loksins tekin í gegn þá er það nánast eins og hinn besti sálfræðitími. Í kvöld ætlaði ég að vinna og skipuleggja næstu daga, en þar sem barnið byrjaði í aðlögun hjá dagmömmu í dag sé ég loksins fram á nokkrar auka klukkustundir í vinnu á næstu dögum. En ég get ómögulega hafist handa við vinnu þegar margra mánaða óreiða og óskipulag horfir á mig í hvert sinn sem ég opna skúffur og skápa. Eðlilega eyddi ég því í kvöld fjórum klukkutímum inni á baðherbergi að raða og taka til í skápum og skúffum, mjög eðlilegt! Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu fínt er í skápunum og búið að þurrka af hverju ilmvatnsglasi ásamt því að fullur poki er á leið í ruslið. Þvílíkur léttir!
… Það er svo klassískt að kíkja aðeins við á Pinterest fyrir svefninn og skoða myndir þar sem allt er svo vel raðað og fínt. Veitir mér mögulega innblástur að ráðast í enn frekar tiltekt á heimilinu.
Ég tek stundum tarnir á Pinterest og hef verið dugleg að pinna nýlega, þið getið fylgt mér hér:)
Skrifa Innlegg