Nýlega tók ég þá ákvörðun að færa rúm sonarins aftur inn í svefnherbergið okkar en hann hafði sofið í sínu herbergi í nokkra mánuði. Það eru svosem nokkrar ástæður fyrir því en ég get a.m.k. sagt ykkur það að það sofa allir betur núna og eru úthvíldir á morgnanna. Hinsvegar er herbergið hans dálítið tómlegt þegar rúmið vantar og þá er tilvalið að nýta tækifærið og bretta upp á ermarnar og útbúa frábært leikherbergi í staðinn. Það eru til óteljandi hugmyndir og æskuminningar sem hlaðast upp í höfðinu þegar kemur að því að velja hvað skuli gera við þetta aukna pláss. Ein tillagan er sú að útbúa einhverskonar leik eða kósý horn í herberginu, myndirnar hér að neðan gefa fullt af góðum hugmyndum!
Allar myndirnar eru frá Pinterest síðu Svart á hvítu, en þar er ég sérstaklega dugleg að pinna hugmyndir fyrir barnaherbergi. Vonandi gefa þessar myndir ykkur góðar hugmyndir! Er einhver sérstök sem stendur uppúr?
Skrifa Innlegg