fbpx

PETIT.IS Í DAG KL.17:00

BúðirUmfjöllun

Í dag kl.17:00 verður kynning á KEX hostel á nýju vefversluninni Petit.is sem opnar á morgun. Á vefversluninni verður hægt að versla ýmis skandinavísk merki, þá sérstaklega vönduð og falleg barnaföt en einnig fallega hluti fyrir heimilið eða í barnaherbergið. Eigandinn Linnea Ahle er nefnilega sænsk en er búsett á Íslandi ásamt kærasta sínum og dóttur þeirra Þóru. Eftir að hún átti dóttur sína þá sá hún að úrvalið í verslunum hér heima var ekki það sem hún var að leita að og ákvað því að opna bara sína eigin verslun! Ég kynntist Linneu nýlega og finnst alveg aðdáunarvert að hún hafi einfaldlega skellt sér í rekstur sjálf til að ná hingað heim vörunum sem henni líkar svo vel við.. og hún er svo sannarlega smekkkona:) 942201_10153566831120226_78716205_n

Hér má sjá brot af vörunum sem verða til sölu á Petit.is, falleg rúmföt, púðar, plaköt og aðrir skrautmunir.

1422340_10153566825225226_1613454389_n 1450211_10153566868770226_2017745698_n

Fallegt plakat frá Mini Empire.

537085_10153566869240226_123182249_n1471232_10153566819995226_1086785808_nFoF_Barnkl_n_der2012_026.2

Svo eru barnafötin líka alveg æðisleg!

FoF_Barnkl_n_der2012_102.2

inbjudan_header

 

Ég hvet áhugasama til að kíkja við á KEX hostel á eftir og kynna ykkur vöruúrvalið, í dag verður einnig hægt að kaupa vörur á staðnum með góðum opnunarafslætti!

FALLEGT ÁSTRALSKT HEIMILI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Jovana Schally

    24. November 2013

    Vá æðislegt að heyra! Ég á einmitt mánaplaggatið sem ég pantaði að útan! Hlakka til að sjá meira :)