fbpx

PÁSKAFÖNDUR & BORÐSKREYTINGAR

DIY

Í dag er fullkominn dagur til að stússast í smá páskaskreytingum, föndri eða byrja að huga að skemmtilega dekkuðu páskaborði. Tauservíettur brotnar sem kanínueyru eru klassísk hugmynd og svo er einnig fallegt að taka egg og brjóta tauservíettu í kringum það og binda svo, það er einfaldari aðferð sem allir ættu að geta gert.

Ef þið eruð ekki nú þegar búin að mála á egg þá er helgin fullkomin til þess, því við geymum svo eggin ár eftir ár og þau verða að minningum fyrir börnin. Mér finnst fátt skemmtilegra en að dúlla mér við svona pælingar og það má finna endalausar hugmyndir að páskaafþreyingu á Pinterest.

Hér eru nokkrar fallegar myndir til að veita ykkur innblástur –

Myndir : Pinterest 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

TROPICAL FÍLINGUR HJÁ H&M HOME

Skrifa Innlegg