fbpx

PAPER COLLECTIVE LEITAR AÐ ÍSLENSKUM HÖNNUÐI

UmfjöllunVeggspjöld

Ég vil endilega deila með ykkur þessari skemmtilegu samkeppni sem Paper Collective og Epal efna til fyrir alla skapandi einstaklinga – en verðlaunin eru að andvirði 300.000 kr.!

Paper Collective er danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á plakötum eftir þekkta hönnuði, listamenn og teiknara og styða þau í leiðinni við góð málefni. Plakötin frá Paper Collective eru afar fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi. Falleg verk sem færa líf á heimilið – skoðum brot af úrvalinu.

Ert þú næsti hönnuður Paper Collective?
Epal og Paper Collective sameina krafta sína og leita að næsta íslenska hönnuði til að hanna veggspjald fyrir Paper Collective. Valin verða þrjú verk sem vinna til verðlauna. Vinningur að verðmæti 300.000 kr. Sjáðu nánari upplýsingar um samkeppnina á www.epal.is/samkeppni/

Arna Petra er ein af nokkrum sem eru núna í skemmtilegu samstarfi við Paper Collective og er að setja saman flottan myndavegg – er mjög spennt að sjá útkomuna!

BLEIK LOFT HJÁ NOTES DU NORD

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Arna Petra

    12. June 2022

    Hlakka svo til 😍