fbpx

BLEIK LOFT HJÁ NOTES DU NORD

Fyrir heimiliðUppáhalds

Í nýliðinni Kaupmannahafnarferð hjá okkur stelpunum var kíkt í skemmtilega heimsókn til Notes du Nord þar sem Andrea átti vinnufund og á meðan stelpurnar mátuðu allskyns föt nýtti ég tímann og skoðaði þetta glæsilega sýningarrými á Nyhavn þar sem áður var heimili en núna er heimsins fallegasta Notes du Nord.

Hér má sjá nokkrar myndir sem ég tók af heimsókninni en bleiku loftin heilluðu mig alla leið upp úr skónum. Andrea hafði sagt mér margoft frá Söru stofnanda Notes, hvað hún væri mikill fagurkeri og VÁ hún stóð aldeilis undir væntingum en hérna var allt fallegt. Bornar voru fram litlar kökur á bleikum skeljum og dásamlegir kjólar og spennandi nýjungar umluktu okkar ásamt blómum sem Sara hafði fengið úr garði nágranna um morguninn. Hvert rými var skreytt stórfenglegum vintage glerljósakrónum og upprunalegum skrautlistum og flest loftin máluð í bleikum litum sem undirstrikuðu fegurð ljósanna. Bleiki og eftirsótti Ultrafragola spegillinn prýddi forstofuna þar sem skoða mátti sig í flíkum sem voru mátaðar og auk þess var lítið gestabaðherbergi málað bleikt frá toppi til táar og útkoman var æðisleg.

Draumadagur í Köben – einn af mörgum.

Fyrir áhugasama þá fæst Notes du Nord hjá Andreu á Norðurbakkanum í Hafnarfirði, ég get hreinlega ekki beðið eftir að eignast einn hlébarðakjól sem ég skoðaði þarna en flíkurnar eru bæði kvenlegar og fallegar og efnin eru úr ótrúlega miklum gæðum. Mæli með!

HÖNNUÐIR VINSÆLA OMAGGIO HANNA ENN EINA RÖNDÓTTU SNILLDINA...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. AndreA

    10. June 2022

    eeeeelska
    svönulegasta showroomið