fbpx

HÖNNUÐIR VINSÆLA OMAGGIO HANNA ENN EINA RÖNDÓTTU SNILLDINA…

Hönnun

Muniði eftir Omaggio æðinu? Vá það voru mögulega vinsælustu blómavasar sem sést hafa á landinu og það var varla til það heimili sem skartaði ekki einum eða fleirum, það hefur þó farið minna fyrir vasanum í seinni tíð þrátt fyrir að vera klassískur og alveg standa fyrir sínu með litríkum röndum sínum. Stöllurnar á bakvið vinsæla Omaggio eru þær Ditte Reckweg and Jelena Schou vöruhönnuðir sem jafnframt reka vinsæla hönnunarverslun í Kaupmannahöfn undir nafninu Stilleben. Það væri ekki frásögu færandi nema það að undir nafninu Stilleben hafa þær hannað litríka og röndótta teppalínu fyrir danska vörumerkið Silkeborg Uldspinderi. Teppin minna jú aðeins á Omaggio:)

“We dreamt of a simple and patterned blanket with the same feeling as a favourite sweater that you just pulled over your head and left on the armrest of the couch”.

Vörulínan sem heitir The Sweater Collection fæst hjá Epal og inniheldur falleg teppi sem koma í sex ólíkum litum – mig dreymir um eitt í fallegum lit. Sjá þessa fegurð ♡

FALLEGASTA SKÁLIN // FOUNTAIN CENTREPIECE

Skrifa Innlegg