fbpx

PANTONE LITUR ÁRSINS 2019 : LIVING CORAL

Fyrir heimilið

Á hverju ári í byrjun desember gefur alþjóðlega litakerfið Pantone út hver litur ársins er og fyrir árið 2019 varð Living Coral, appelsínu bleikur fyrir valinu!

PANTONE 16-1546 Living Coral

2018 var fallegur fjólublár Ultra Violet sem vissulega náði aldrei mikilli hæð, árið 2017 var plöntugrænn Greenery og allt trylltist, árið 2016 var ljós bleikur Rose Quartz og svo núna erum við aftur komin í bleiku deildina sem ég hélt mig reyndar bara í allan tímann haha. Þannig að þið sem spáðuð fyrir endalokum bleika trendsins – bíðiði bara, þetta er rétt að byrja.

Hvernig lýst ykkur á þennan lit? Mér finnst hann GORDJÖSS! Liturinn á að sjálfsögðu ekki bara eftir að birtast á heimilum landsins, heldur einnig í snyrtivörum – geggjaður litur á varir og á neglur, og svo síðast en ekki síst á tískupöllunum. Ég er alveg til í Living Coral ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

H&M HOME OPNUÐ Í SMÁRALIND ♡

Skrifa Innlegg