fbpx

Hitt og þetta

Þessi mynd er æði haha, litla klifurmúsin hress á kantinum.

Flott plagöt á veggnum og fínu ljósin frá Normann Copenhagen.

Þessi bleiki hér að ofan er fugl dagsins.. en ég er þessa dagana með fugla á heilanum útaf uppstoppunarnámskeiðinu sem ég er á. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og get ekki beðið eftir að fá tilbúinn fugl í hendurnar. Hef samt ákveðið að birta ekki myndir á blogginu af ferlinu hehe, þá myndi ég missa mjög marga lesendur.

Núna er ég að stoppa upp lunda. Ég þarf að ákveða í hvernig stellingu ég vil hafa hann, en þá á kennarinn eflaust bara við þessar hefðbundnu, liggjandi eða sitjandi. En ég ætla að leggja þessa mynd undir hann.. svo hriiikalega mikið krútt.

INNLIT: AKUREYRI

Heimili

Þessi fallega íbúð á Akureyri er til sölu, mér finnst hún algjört æði. En verst að ég hafði ekki hugsað mér að flytja norður.

Það er sko vel hægt að fá hugmyndir frá þessari íbúð, falleg blanda af vintage húsögnum, upprunarlegt eldhús og ‘tvöfalt’ baðherbergi. Meira HÉR

Ferlega fínt!

KRÍA

HeimiliÍslensk hönnunSkart

Heimasíðan FreundevonFreunden birtu í dag myndir frá heimili íslenska skartgripahönnuðarins Jóhönnu Methúsalemsdóttur sem búsett er í Brooklyn NY. Jóhanna hannar undir nafninu Kría, en vörurnar hennar eru t.d  seldar í Aurum.

Falleg kona sem kemur greinilega til dyranna eins og hún er, ég elska þannig fólk. Máturlega mikið drasl þarna, en þannig má það líka alveg vera!

Miklu fleiri myndir ásamt viðtali má sjá á heimasíðu þeirra HÉR

xxx

DAGSINS

Hitt og þetta

Rétt upp hönd sem væri til í rólu í stofuna??!

Hátískuvöfflur fyrir tískusjúklingana haha

En hefur einhver ykkar lesið þessa bók hér að ofan? Ég er sjúk í að panta hana á amazon.com, en ég reyni takmarkað að trúa því sem ég les á netinu.. Ég las þar að hún væri  æ ð i s l e g.

‘It’s not how good you are, it’s how good you want to be.’

Já ég er alveg hrikalegur sökker fyrir svona bókum.

ÍSLENSKT HEIMILI

Heimili

Þessi fagra íbúð í Stokkhólmi er til sölu, en þarna fékk ég og vinkona mín að gista hjá yndislegri íslenskri fjölskyldu fyrr á árinu þegar ég fór á hönnunarsýninguna þar í borg. Eftir að ég kom heim þá sá ég strax eftir því að hafa ekki beðið um leyfi að fá að smella af nokkrum myndum af íbúðinni fyrir bloggið mitt, en húsfreyjan er mikill fagurkeri eins og sést á þessum myndum.

Frábær hugmynd að mála ekki heilann vegg, heldur stórann kassa sem rammar t.d málverk flott inn.

‘Heima er best’

Flottar String hillur í svefnherberginu, og falleg kamínan.

Ótrúlega fallegt.

Horft að utan, æðisleg staðsetning líka.. á Götgötunni sjálfri!
Huggulegt ekki satt? 

SUNNUDAGS

Heimili

Fallegt heimili stíliserað af hinni hæfileikaríku sænsku Lotta Agaton og myndir teknar af Henrik Bonnevier.

Kannski ekki litaglaðasta heimili sem sést hefur, en smart er það!

+

HILDUR HAFSTEIN

Íslensk hönnunSkart

Mig hefur lengi dreymt um skart frá Hildi Hafstein og því gladdi það mig mikið að uppgötva í morgun að hún væri að opna litla verslun/verkstæði á Klapparstígnum.. ég hef fylgst með tómu verslunarrýminu þar í smá tíma og því verið spennt að komast að því hver skyldi opna verslun þar. (ég vinn rétthjá)

Flottar hauskúpur undir skartið sem hún sagðist hafa fengið í versluninni Heimili og Hugmyndir (suðurlandsbraut).

Þessum myndum smellti ég á símann minn á meðan ég lét mig dreyma..

Og þessari smellti ég á símann minn þegar ég var komin heim hehe.. 

SHOEJUNGLE

Umfjöllun

Þessi fagra snót og vinkona mín, Agla, var að opna sitt fyrsta blogg. Hún er einn mesti skófíkill sem ég þekki og deilir hún á blogginu ýmsum fróðleik um skó, ásamt því að benda á flottar skóvefsíður og annað skemmtilegt…

 

Það bætist aldeilis í bloggflóruna hér heima sem er ekkert nema gaman! Skólarnir byrjaðir og þá eykst lesturinn á bloggum alltaf mjög mikið. Ég mæli með því að kíkja við á blogginu hennar Öglu, Shoe Jungle.is!

 

4 HUGMYNDIR

Hitt og þettaHugmyndir

Jeij.. ég er mjög glöð að það sé komin helgi! Löng vika að baki og góð helgi framundan.

Þetta er æðisleg hugmynd, að litaraða leikföngum! Nýlega birtist líka mynd í Húsum og Híbýlum þar sem veggur var þakinn með litaröðuðum Pez köllum.. frekar næs.

Að mála hurðar í hressandi litum er góð hugmynd!

Fallegt að hafa ljósmyndir við höfðagaflinn.

Einfalt vegg/gólfskraut…me like

ps. Ég villtist aðeins í Epal í dag.. smá útsölu og smá ekki á útsölu rataði með mér heim.. (ég bytheway hef ekki pláss fyrir meira stöff haha). Þannig að ég er að púlla þennan hérna á Andrés minn núna sem skilur ekki í mér þessa kaupgleði. Og ég neita að trúa að það séu ekki fleiri svona eins og ég! Kem með myndir á morgun:) (ok ég villtist líka í Smáralind) vonandi er mamma ekki að lesa þetta, djók.