fbpx

ÓSKALISTINN // ÁGÚST

Óskalistinn

Það er haustfílingur yfir óskalistanum að þessu sinni ♡

Mín uppáhalds árstíð er gengin í garð, dagarnir styttast og verða örlítið kaldari og það er loksins orðið notalegt aftur að kveikja á kertum og lömpum á kvöldin. Verslanir fyllast af nýjum fallegum haustvörum og það er eitthvað við haustið sem færir mér meiri ró. Ég tók saman nokkra draumahluti fyrir mig og fyrir heimilið – og eins og alltaf þá endurspegla óskalistarnir minn persónulega smekk en ég vona að þeir gefi ykkur í leiðinni hugmyndir að fallegum hlutum fyrir ykkur.

// Hlý peysa fyrir haustið er möst – þessi fæst í H&M. // Gordjöss eyrnalokkar frá Hlín Reykdal sem eru búnir að vera ansi lengi á óskalistanum mínum, þeir eru rugl fallegir. Fást hjá Hlín Reykdal, Fiskislóð. // Hlébarðapúði á minn sófa takk – ég er að skoða þessa dagana hvaðan er best að panta slíka fegurð, Amazon og Etsy.com koma til greina. // Pleðurbuxur – ég hef farið í gegnum nokkrar svona buxur en þær eru grunnflík að mínu mati til að eiga. Fást í Vila. // Fullkominn stuttermabolur merktur uppáhalds AndreA, fæst hjá Andreu á Norðurbakkanum í Hfj. // Ég hef síðustu vikur verið í gleraugnaleit þar sem mín eru orðin svo illa farin. Ég tek venjulega langan tíma að taka slíkar ákvarðanir og er mjög “pikkí”. Þessi frá Götti koma til greina, glærbrún plastumgjörð og falleg lögunin á þeim líka. Götti fæst hjá Ég C, Hamraborg. // Falleg ökklastígvél eru líka möst fyrir haustið – sjáið hvað þessi eru hrikalega töff! Eru frá uppáhalds Senso merkinu sem fæst hjá Apríl Skór. // Stella McCartney veski, fæst á MyTheresa.com. // Panthella standlampi er draumur í dós – fæst í Epal.

Er eitthvað á listanum sem þú gætir hugsað þér að eiga? ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HAUSTIÐ 2019 MEÐ H&M HOME

Skrifa Innlegg