fbpx

ÓSKALISTI BARNSINS

BarnaherbergiÓskalistinnVerslað

Ef að barnið mitt kynni að tala þá er ég viss um að þetta væru þeir hlutir sem hann myndi biðja mig um… nei ég segi bara svona, þetta er að minnsta kosti minn óskalisti fyrir son minn. Ég hef lengi verið á höttunum eftir fallegu ljósi í barnarherbergið en fundist úrvalið heldur óspennandi, þessi fugl sem settur er utan um ljósaperuna er alveg í mínum anda og ég er að íhuga að panta eitt við tækifæri. Það vantar þó á þennan lista Lego hauskúpuna sem ég hef lengi verið á leiðinni að kaupa en haldið þið ekki að þeir séu hættir í framleiðslu, og þeir hausar sem núna eru í verslunum eru þeir allra síðustu sem hægt er að næla sér í, -sönn saga. Herra Lego var víst ekki par sáttur að seldir væru afhöfðaðir Lego hausar og það sem ég er ósammála honum!

bjartur-oskalisti

Hér má annars finna sittlítið af hvoru sem heillar mig upp úr skónum og mögulega son minn líka þar sem hann hlýtur að hafa jafn góðan smekk og ég;) P.s. ekki fá áhyggjur að ég leyfi barninu ekki að hafa liti í kringum sig, það er nóg af litum í hans herbergi.

// 1. “Mikka Mús” húfa er eitthvað sem er hrikalega sætt og fer öllum börnum svo vel, Bjartur á reyndar eina afar fallega dúskahúfu en þessi fékk þó að vera með á listanum. Húfan er frá Mini Rodini og fæst hér. // 2. Tígra buxur eru möst have fyrir litla töffara og pæjur, mögulega á minn sonur of mikið af flíkum með kisuprenti á, það má:) Þessar fást í Petit, sjá hér.  // 3.  Ljósið fallega sem hannað er af Hommin studio, fæst hér. // 4. Nike strigaskór er alveg agalega gæjalegir, þeir fást í Petit. // 5. Plasthnífapör frá Design Letters gera matmálstímann örlítið smekklegri. Fást í Epal, sjá hér. // 6. Lego geymslubox, við erum með 2 stk í barnaherberginu en það fer að koma tími á eitt í viðbót undir stækkandi dótasafnið, fæst í Epal. // 7. Eitt fallegasta teppi sem ég hef séð og íslensk hönnun í þokkabót. Panda teppið er frá Ígló+Indí og er fullkomið á rúmið, fyrir ferðalagið og uppá punt. Fæst hér. 

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

MÁNUDAX

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Ragga

    25. February 2016

    Dásamlegur listi :) Vinkona mín pantaði “popupshop” buxurnar á ali um daginn og þær komu rosalega vel út. Auðvitað ekki eins og ekta en svona fyrir þá sem eiga ekki 9þús fyrir barna buxum þá eru þær alveg málið, kostuðu um 10 usd held ég ;)

  2. Rut R.

    25. February 2016

    Ertu að meina þetta???? ég er búin að vera á leið að kaupa lego hauskúpuna mjög lengi..bara fyrir sjálfa mig :)
    Var alltaf að vonast til að hún kæmi í stóru og beið því með að kaupa hana :/

    • Svart á Hvítu

      25. February 2016

      Jebbs.. því miður, er sjálf í mega bömmer haha:)
      Allar uppseldar á Íslandi… hef ekki fundið mikið á netinu fyrir utan nokkuð dýrar á amazon, þær kostuðu bara um 2.500 kr.

  3. Heiðdis

    25. February 2016

    Þetta ljós!!